Erlent

Tekið illa í auknar vísindaveiðar

MYND/AP
Áform Japana um að auka vísindaveiðar við Suðurskautslandið og stækka veiðisvæðið mættu mikilli andstöðu þegar Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti í atkvæðagreiðslu, á fundi sínum í Ulsan í Suður-Kóreu í morgun, að skora á þá að draga úr vísindaveiðum. Þótt atkvæðagreiðslan setji gríðarlegan þrýsting á Japana er talið að þeir geti engu að síður aukið veiðarnar þar sem reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins ná ekki yfir þær. Japanar eru hins vegar gagnrýndir fyrir áformin og þau sögð vera veiðar í atvinnuskyni, undir því yfirskini að verið sé að safna nauðsynlegum upplýsingum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×