Erlent

Svíar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu

Vinstri flokkurinn í Svíþjóð hótar því að hætta stuðningi við ríkisstjórn jafnaðarmanna verði ekki hætt við áform stjórnarinnar um að samþykkja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Vinstri flokkurinn hefur fram til þessa krafist þess að stjórnarskráin verði borin undir þjóðaratkvæði. Eftir að Frakkar höfnuðu henni teljur flokkurinn hins vegar að dagar stjórnarskrárinnar séu taldir og því engin ástæða fyrir Svía að samþykkja hana. Skoðanakannanir í Svíþjóð sýna að mikill meirihluti kjósenda vill þjóðaratkvæði um stjórnarskrána.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×