Erlent

Frekari mótmæli í Andijan

Þúsundir manna hafa á ný safnast saman í borginni Andijan í Úsbekistan þar sem tugir manna féllu í blóðugum bardögum í gær. Erlendum fréttamönnum hefur verið vísað frá borginni. Fólkið var að mótmæla einræðisstjórn Islams Karimovs forseta sem hefur stjórnað landinu frá 1989. Úsbeskistan er í Mið-Asíu og á landamæri að Afganistan. Óttast er að til frekari óeirða komi í dag með enn frekara mannfalli. Evrópusambandið hefur sakað Karimov, forseta um að bera ábyrgð á ástandinu en Rússar segja hins vegar að þeir styðji hann í einu og öllu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×