Erlent

Franskur kokkur drepinn með sverði

Kokkur á barnaspítala í París lést í gær eftir að hann var stunginn með sverði á vinnustað sínum. Svo virðist sem hann hafi lent í deilum við kunningja sinn sem dró fram sverð og stakk kokkinn að minnsta kosti einu sinni þannig að hann hlaut bráðan bana af. Árásarmaðurinn gaf sig fram við lögreglu og segir hún að sálfræðirannsókn hafi leitt í ljós að hann sé heill á geði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×