Erlent

Fjórar sprengingar á Spáni

Litlar sprengjur sprungu í fjórum bæjum í Baskahéruðum Spánar í dag með þeim afleiðingum að þrír meiddust. Tvær sprengnanna sprungu við efnaverksmiðjur, sú þriðja við málningarverksmiðju og sú fjórða við málmvinnslu og þurftu tveir lögreglumenn og einn öryggisvörður að leita á sjúkrahús eftir að þeir höfðu andað að sér eiturefnum við aðra efnaverksmiðjuna. Basknesk yfirvöld segja aðskilnaðarhreyfingu Baska, ETA, standa á bak við tilræðin. Engin viðvörun barst fyrir sprengingarnar en ETA hefur oft varað við tilræðum sínum með því hringja í lögreglu eða fjölmiðla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×