Erlent

CIA pyntar grunaða hryðjuverkamenn

MYND/Reuters
Bandaríska leyniþjónustan CIA stundar pyntingar á föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Hún fer í kringum lög sem banna pyntingar í Bandaríkjunum með því að flytja grunaða menn með flugvélum leyniþjónustunnar til landa þar sem pyntingar eru umbornar. Þetta kom fram í bandaríska fréttaskýringaþættinum 60 mínútur sem sýndur var á CBS-sjónvarpsstöðinni í gær. Þar voru myndir sem starfsmenn þáttarins höfðu tekið af leynilegri Boeing-vél leyniþjónustunnar sem þeir segja að sé notuð til að flytja menn, grunaða um hryðjuverkastarfsemi, til landa þar sem pyntingar eru notaðar til að ná upplýsingum frá fólki. Í þættinum var vélin sýnd á flugvelli í Glasgow í Skotandi. Fram kom að vélinni hefur síðan 11. september 2001 verið flogið að minnsta kosti 600 sinnum til 40 landa; þar á meðal eru 30 ferðir til Jórdaníu, 19 til Afganistan, 17 til Marokkó og 16 ferðir til Íraks. Vélin hefur ennfremur farið til Egyptalands, Líbíu og til Guantanamó-fangabúðanna á Kúbu þar sem bandarísk yfirvöld hafa árum saman geymt hundruð manna án réttarhalda. Í þættinum var fullyrt að flugvélin væri hluti af leynilegri áætlun þar sem grunaðir menn eru fluttir til landa þar sem stjórnvöld hafa litlar áhyggjur af mannréttindum og mjög fjölbreyttar yfirheyrsluaðferðir, með öðrum orðum: stjórnvöld sem leyfa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×