Erlent

Átök magnast aftur í Afganistan

Þrír uppreisnarmenn og tveir almennir borgarar létust í átökum bandarískra hermanna og uppreisnarmanna í suðausturhluta Afganistans, nærri landamærum Pakistans, í síðustu viku. Frá þessu greindu bandarísk hermálayfirvöld í dag. Tveir bandarískir hermenn særðust lítillega í byssubardaganum. Ekki fæst gefið upp hvort borgararnir hafi orðið fyrir skotum hermanna eða uppreisnarmanna. Árásir talibana og annarra íslamskra uppreisnarmanna í Afganistan hafa aukist nokkuð undanfarnar vikur, en verulega dró úr þeim yfir háveturinn vegna vetrarhörku í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×