Erlent

Höfuð vanþróaðs tvíbura fjarlægt

Ellefu mánaða egypsk stúlka, sem fyrir mánuði gekkst undir aðgerð þar sem höfuð vanþróaðs tvíburasytkins hennar var fjarlægt frá líkama hennar, er nú á batavegi. Tvíburinn gat blikkað augum og brosað en var ófær um að lifa sjálfstæðu lífi.  Stúlkan litla, Manar Maged, gat í dag andað án öndunarvélar í fyrsta skipti síðan aðgerðin var gerð á sjúkrahúsi í Kaíró. Vel verður fylgst með líðan hennar næstu daga en hún þarf að gangast undir aðra aðgerð á föstudag.
MYND/REUTERS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×