Erlent

Mansal á 56 börnum

Lögreglan í Nígeríu handtók konu í morgun fyrir mansal 56 barna. Hún var á leið til höfuðborgarinnar, Lagos, í flutningabíl notuðum fyrir frosin matvæli. Þúsundir barna eru flutt nauðug-viljug til borgarinnar á hverju ári undir því yfirskini að þar bíði þeirra störf við húshjálp og betra líf. Hins vegar stoppa sum barnanna stutt við í Lagos. Mansalar selja þau áfram til Evrópu eða Afríku þar sem fyrir þeim liggur að þræla, betla eða stunda vændi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×