Lögreglan náði listaverkaþjófum 7. mars 2005 00:01 Þremur myndum norska myndlistarmannsins Edvards Munch var stolið af hóteli í Noregi í fyrrakvöld. Myndirnar eru metnar á yfir tuttugu milljónir íslenskra króna. Norska lögreglan komst fljótt á slóð þjófanna og í gærkvöld voru þeir handteknir. Iver Stensrud, talsmaður lögreglunnar, vildi ekki segja hversu margir hefðu verið handteknir. Hann sagði hins vegar að þeir væru fleiri en þrír og færri en tíu og að sumir þeirra hefðu áður komist í kast við lögin. Lögreglan lagði mikla áherslu á að ná þjófunum fljótlega því búist var við að auðvelt yrði fyrir þá á að selja myndirnar. Ekki liggur fyrir hvort myndirnar eru heilar eða skemmdar. Aðdragandi málsins var sá að seint á sunnudagskvöldið brutust tveir menn inn í matsal Hotel Refsnes Gods á Jeleyju, nærri Moss í suðurhluta Noregs. Höfðu þeir á brott með sér þrjár myndir meistarans. Um var að ræða eina vatnslitamynd sem heitir Blái kjóllinn, frá árinu 1915, og tvö steinþrykk, annað af leikskáldinu Strindberg og hitt af Munch sjálfum. Verðmæti Bláa kjólsins er áætlað ríflega tíu milljónir íslenskra króna en steinþrykkin eru metin á fimm milljónir hvort. Þetta var í annað skipti á rúmu hálfu ári sem verkum eftir Munch er stolið á bíræfinn hátt. Í ágúst í fyrra réðust þrír vopnaðir menn inn í Munch-safnið í Osló um hábjartan dag og tóku með sér útgáfu af Ópinu, þekktasta verki Munch, og aðra þekkta mynd sem nefnist Madonna. Þessi málverk eru enn ófundin. Árið 1994 var annarri útgáfu af Ópinu stolið úr Þjóðlistasafninu í Osló. Það kom hins vegar í leitirnar nokkrum mánuðum síðar. Að mati Interpol er um 60.000 listaverkum stolið á hverju ári en einungis 15 prósent þeirra komast aftur í hendur eigenda sinna. Eðli málsins samkvæmt er afar erfitt fyrir þjófa að koma jafn frægum verkum og Ópinu í verð og því reyna þeir oft að skila því til sinna fyrri eigenda gegn ríflegu lausnargjaldi. Norska ríkisútvarpið segir að algengt sé að málverk séu notuð sem skiptimynt í undirheimunum og þannig gangi þau manna á milli árum saman. Þar sem málverkin sem stolið var um helgina voru mun minna þekkt en Ópið var reiknað með að auðveldara yrði fyrir ræningjana að koma þeim í verð á svarta markaðnum. Erlent Fréttir Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Þremur myndum norska myndlistarmannsins Edvards Munch var stolið af hóteli í Noregi í fyrrakvöld. Myndirnar eru metnar á yfir tuttugu milljónir íslenskra króna. Norska lögreglan komst fljótt á slóð þjófanna og í gærkvöld voru þeir handteknir. Iver Stensrud, talsmaður lögreglunnar, vildi ekki segja hversu margir hefðu verið handteknir. Hann sagði hins vegar að þeir væru fleiri en þrír og færri en tíu og að sumir þeirra hefðu áður komist í kast við lögin. Lögreglan lagði mikla áherslu á að ná þjófunum fljótlega því búist var við að auðvelt yrði fyrir þá á að selja myndirnar. Ekki liggur fyrir hvort myndirnar eru heilar eða skemmdar. Aðdragandi málsins var sá að seint á sunnudagskvöldið brutust tveir menn inn í matsal Hotel Refsnes Gods á Jeleyju, nærri Moss í suðurhluta Noregs. Höfðu þeir á brott með sér þrjár myndir meistarans. Um var að ræða eina vatnslitamynd sem heitir Blái kjóllinn, frá árinu 1915, og tvö steinþrykk, annað af leikskáldinu Strindberg og hitt af Munch sjálfum. Verðmæti Bláa kjólsins er áætlað ríflega tíu milljónir íslenskra króna en steinþrykkin eru metin á fimm milljónir hvort. Þetta var í annað skipti á rúmu hálfu ári sem verkum eftir Munch er stolið á bíræfinn hátt. Í ágúst í fyrra réðust þrír vopnaðir menn inn í Munch-safnið í Osló um hábjartan dag og tóku með sér útgáfu af Ópinu, þekktasta verki Munch, og aðra þekkta mynd sem nefnist Madonna. Þessi málverk eru enn ófundin. Árið 1994 var annarri útgáfu af Ópinu stolið úr Þjóðlistasafninu í Osló. Það kom hins vegar í leitirnar nokkrum mánuðum síðar. Að mati Interpol er um 60.000 listaverkum stolið á hverju ári en einungis 15 prósent þeirra komast aftur í hendur eigenda sinna. Eðli málsins samkvæmt er afar erfitt fyrir þjófa að koma jafn frægum verkum og Ópinu í verð og því reyna þeir oft að skila því til sinna fyrri eigenda gegn ríflegu lausnargjaldi. Norska ríkisútvarpið segir að algengt sé að málverk séu notuð sem skiptimynt í undirheimunum og þannig gangi þau manna á milli árum saman. Þar sem málverkin sem stolið var um helgina voru mun minna þekkt en Ópið var reiknað með að auðveldara yrði fyrir ræningjana að koma þeim í verð á svarta markaðnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira