Fleiri fréttir

Páfi flutti hluta blessunarinnar

Jóhannes Páll páfi flutti í dag sína fyrstu sunnudagsblessun síðan hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í síðustu viku. Páfi var mjög veiklulegur og flutti aðeins hluta af blessuninni sjálfur; aðstoðarmenn hans lásu hitt. Páfi þakkaði þeim sem báðu fyrir honum í veikindum hans og gerði krossmark yfir mannfjöldanum. </font />

Erfitt að taka við friðargæslunni

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að erfitt yrði fyrir samtökin að taka við friðargæslu í Írak af Bandaríkjamönnum. Annan var spurður um þetta mál á öryggismálaráðstefnu sem nú stendur yfir í Þýskalandi og leist ekki meira en svo á hugmyndina. Hann útilokaði þó ekki að af þessu gætu orðið.

Erfitt að taka við friðargæslunni

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að erfitt yrði fyrir samtökin að taka við friðargæslu í Írak af Bandaríkjamönnum. Annan var spurður um þetta mál á öryggismálaráðstefnu sem nú stendur yfir í Þýskalandi og leist ekki meira en svo á hugmyndina. Hann útilokaði þó ekki að af þessu gætu orðið.

Sjíta-múslimar sigurvegarar í Írak

Sameinaða Íraksbandalagið, sem er samsteypa margra pólitískra samtaka sjíta-múslima, er sigurvegari þingkosninganna í Írak sem haldnar voru á dögunum. Flokkurinn fékk 47,6% atkvæða en niðurstöðurnar voru gerðar kunngjörðar nú fyrir stundu.

900 útköll í Danmörku vegna færðar

Mikil snjór liggur nú yfir allri Danmörku og hefur björgunarþjónusta við bifreiðaeigendur fengið yfir 900 útköll síðan í gærkvöld. Lögregla víða um landið ræður fólki frá því að vera á ferðinni og að sleppa sunnudagsbíltúrnum að þessu sinni.

Banna sölu rauðra rósa

Trúarbragðalöggan í Sádi-Arabíu er nú í viðbragðsstöðu vegna Valentínusardagsins sem er á morgun. Sádar telja þennan dag elskenda ekki samrýmast sínum ströngu trúarbrögðum og vilja því ekkert tilstand í sínu landi. Meðal ráðstafana sem gripið hefur verið til er að banna blómasölum að selja rauðar rósir síðustu dagana fram að Valentínusardeginum.

60 ár frá loftárásinni á Dresden

Íbúar í Dresden í Þýskalandi minntust þess í dag að 60 ár eru liðin síðan bandamenn gerðu loftárás á borgina í Síðari heimsstyrjöldinni. Árásin var ein sú mannskæðasta í stríðinu en talið er að um 35 þúsund manns hafi látið lífið, þó margir haldi því fram að mannfallið hafi verið miklu meira.

Borga ekki lausnargjald

Stjórnvöld á Ítalíu ætla ekki að greiða lausnargjald fyrir ítölsku blaðakonuna Giuliönu Sgrena sem verið hefur í haldi mannræningja í Írak í rúma viku. Utanríkisráðherra landsins sagði í dag að leitað verði diplómatískra leiða til að fá blaðakonuna lausa því ítalska ríkisstjórnin hafi ekki áhuga á að eiga í hvers konar viðskiptum við glæpamenn.

Karlkynið alltaf eins

Vísindamenn hafa nú fundið enn eina sönnun þess að apar og menn, og þá kannski helst karlmenn, eru náskyldir. Nýlega var gerð tilraun á því við Duke-háskóla í Bandaríkjunum hvort karlkyns apar tækju myndir af afturenda kvenapa fram yfir ávaxtasafa.

Mesti eldsvoði í sögu Madrídar

Mesti eldsvoði í sögu Madrídar varð í nótt þegar þrjátíu og tveggja hæða skýjakljúfur stóð í björtu báli. Ekkert er eftir af honum nema skelin ein.

Stórsigur sjíta-múslima

Flokkabandalag sjíta-múslima vann stórsigur í þingkosningunum í Írak. Það gerðu Kúrdar einnig en súnní-múslimar eru úti í kuldanum. Það gæti valdið miklum vandræðum.

Rauðar rósir bannaðar

Siðferðismálanefnd Sádi Arabíu hefur bannað blómasölum að selja rauðar rósir í tilefni Valentínusardagsins, sem er haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Einnig hefur þeim verið bannað að selja kort sem eru rauð á litinn.

Eldra fólk vanmetur smithættuna

Miðaldra fólk er ekki nægilega vel meðvitað um þá hættu sem því stafar af kynsjúkdómum að því er fram kemur í breska blaðinu The Times. Þeim fjölgar sem sýkjast af kynsjúkdómum á aldrinum 45 til 64 ára, einkum klamidíu, herpes, vörtum og lekanda.

Greiða hálfan milljarð í bætur

Stjórnendur McDonald´s hafa samþykkt að greiða rúmlega hálfan milljarð króna til að binda enda á málaferli gegn fyrirtækinu.

Átján barnaníðingar handteknir

Tilraun manns til að fá tólf ára dreng til að taka þátt í kynlífssamtölum á netinu varð til þess að hann og sautján aðrir barnaníðingar voru handteknir af spænsku lögreglunni.<font face="Helv"></font>

Sjíar komast til valda í Írak

Þrjú framboð súnní-múslima og Kúrda fengu nær níu af hverjum tíu greiddum atkvæðum í kosningunum til stjórnlagaþings Íraks sem fram fóru undir lok síðasta mánaðar. Sameinaða íraska bandalagið, listinn sem var settur saman að frumkvæði hins áhrifamikla sjíaklerks Ali al-Sistani, fékk nær helming atkvæða og er langstærstur allra framboða.

Missti sjón á öðru auga

Cesar Arnar Sanchez, tvítugur Íslendingur í Bandaríkjaher, missti sjón á öðru auga þegar flugskeyti sprakk við hlið hans í síðustu viku.

Skýjakljúfur eyðilagðist í eldi

"Þetta er mesti eldsvoðinn í sögu borgarinnar," sagði Alberto Ruiz-Gallardon, borgarstjóri í Madríd, þar sem hann stóð fyrir framan Windsor-skýjakljúfinn í miðborg Madrídar sem eyðilagðist í eldi, sem kviknaði laust fyrir miðnætti á laugardagskvöld, og brann fram eftir degi í gær.

Evrukosningin mikilvæg fyrir Blair

Tony Blair getur varla verið forsætisráðherra áfram ef Bretar greiða atkvæði gegn evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta sagði Alan Milburn, ráðherra í ríkisstjórn Blair og stjórnandi kosningabaráttu Verkamannaflokksins, í viðtali við The Sunday Times.

Taka ekki að sér öryggi í Írak

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði samtökin ekki taka að sér friðargæslu í Írak né nokkuð annað öryggishlutverk. Samtökin gætu hjálpað Írökum við uppbyggingu landsins en það væri ólíklegt að ríki heims legðu fram nægilegan fjölda hermanna til að sinna öryggisverkefnum í landinu.

Páfi ávarpaði mannfjöldann

Jóhannes Páll II páfi ávarpaði fólk út um gluggann á íbúð sinni við Péturstorg í gær og er það í fyrsta skipti sem hann gerir slíkt frá því hann veiktist og var fluttur á sjúkrahús fyrir hálfum mánuði.

Nýnasistar boða dag hefndar

Um fimm þúsund þýskir nýnasistar fóru í göngu í Dresden í gær til að minnast þess að 60 ár voru liðin frá því 35 þúsund manns létu lífið í loftárásum bandamanna á borgina undir lok síðari heimsstyrjaldar.

Líktist mest villta vestrinu

Bandarískir hermenn og embættismenn keyrðu á milli verktaka í Bagdad með andvirði tuga og hundruða milljóna króna í seðlum og greiddu þeim í reiðufé fyrir verk sem þeir unnu. Peningarnir voru teknir úr byrgi Saddams Husseins og ekkert eftirlit með þeim eftir að þeir voru taldir út úr fjárhirslunum.

Efnahagur heimsins í hættu

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kjarnorkuárás hryðjuverkamanna á stórborg á vesturlöndum gæti lagt efnahag heimsbyggðarinnar í rúst. Á ráðstefnu um öryggismál sem nú er haldin í Þýskalandi hvatti hann Bandaríkin og Evrópu til þess að styrkja sameiginlegar varnir heimsins gegn hryðjuverkum.

18 látnir, 25 særðir

Að minnsta kosti átján manns létu lífið og tuttugu og fimm særðust þegar bílsprengja sprakk í bænum Músaíb í Írak í dag. Allir sem fórust og særðust voru óbreyttir borgarar. Bærinn er um sjötíu kílómetra sunnan við Bagdad.

Á barnið sjálf

Kona í Flórída í Bandaríkjunum, sem kvaðst hafa séð nýfæddu barni kastað út úr bíl eins og greint er frá í frétt hér að neðan, reyndist sjálf vera móðir þess. Hún segist hafa gert þetta til þess að leyna því fyrir fjölskyldu sinni að hún hefði eignast barn. Konan er stórvaxin og bar þungunina svo vel að hún vissi það ekki sjálf fyrr en fyrir mánuði að hún væri ófrísk.

13. aftakan á árinu

Maður sem fengið hafði dóm fyrir eiturlyfjasmygl var tekinn af lífi í Sádi-Arabíu í dag. Hörð viðurlög eru við hvers kyns glæpum í þessu strangtrúaða múslimaríki og eru morðingjar, nauðgarar og eiturlyfjasmyglarar gjarnan afhöfðaðir opinberlega, eins og í þessu tilviki.

17 ETA-meðlimir handteknir á viku

Spænska lögreglan handtók tvo meinta meðlimi ETA, samtaka aðskilnaðarsinna Baska, í tveimur bæjum á Spáni í morgun. Þar með hafa 17 manns sem taldir eru tengjast samtökunum verið handteknir í vikunni í rassíu sem lögreglan hefur staðið fyrir til að reyna að koma í veg fyrir hugsanlegar sprengjuárásir.

Þingkosningar í Bretlandi í vor?

Búist er við að þingkosningar verði í Bretlandi í maí og útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn vinni þá þriðju kosningarnar í röð. Þrátt fyrir mikinn mótbyr, aðallega vegna Íraks, er búist við að Tony Blair leiði flokkinn til sigurs í kosningunum.

Matargjafir notaðar pólitískt

Stjórnarandstaðan í afríkuríkinu Zimbabwe segir að ríkisstjórnin noti matargjafir til þess að þvinga fólk til stuðnings við sig í komandi kosningum. Alþjóðlegar hjálparstofnanir sögðu í síðasta mánuði að tæplega sex milljónir manna líði skort í Zimbabwe en íbúar landsins eru tæpar þrettán milljónir.

18 kynferðisglæpamenn handteknir

Spænska lögreglan handtók í dag 18 menn sem taldir eru tilheyra glæpahring sem misnotað hefur börn kynferðislega og dreift myndum af slíku athæfi á Netinu. Mennirnir voru búsettir víða um Spán, þar á meðal í Madríd, Barcelona og Valencia.

NATO komi að friðarmálum

Atlantshafsbandalagið á að koma að friðarmálum í deilu Ísraelsmanna og Palestínumanna að sögn Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra bandalagsins. „Við eigum ekki að veigra okkur við stíga fram og bjóða aðstoð okkar til að koma á friðarsamkomulagi í Miðausturlöndum,“ sagði Scheffer á ráðstefnu í Þýskalandi í dag.

Vaknar eftir 20 ára dá

Bandarísk kona sem legið hefur lömuð og í hálfgerðu dái í 20 ár byrjaði að tala upp úr þurru í síðasta mánuði. Konan lenti í umferðarslysi í september 1984 þegar ekið var á hana. Hún lamaðist að öllu leyti og hefur síðan starað tómum augum á umhverfi sitt.

Vilja Rushdie enn feigan

Rithöfundurinn Salman Rushdie er enn á dauðalista öfgatrúaðra múslima í Íran að sögn talsmanns samtaka þeirra. Rushdie, sem af mörgum er talinn á meðal merkilegustu rithöfunda samtímans, lenti á þessum lista árið 1989 í kjölfar útgáfu skáldsögu hans, <em>Söngvar Satans</em>.

Færri reknir vegna kynhneigðar

Miklu færri hermönnum er nú vikið úr bandaríska hernum á þeim forsendum að þeir séu samkynhneigðir að því er kemur fram í skýrslu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu og greint er frá í <em>Washington Post</em> í dag. Frá því hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin 11. september 2001 hefur talan lækkað um helming.

Hundruð sópuðust á haf út

Hundruð manna sópuðust á haf út þegar stífla brast í suðurhluta Pakistans í gær. Skip frá strandgæslunni leita nú að fólki í sjónum. 

Unglingspilti bjargað úr fljóti

Slökkviliðsmenn í Los Angeles björguðu í gær unglingspilti sem hafði fallið í Los Angeles fljót en það er nú í miklum vexti.

Erfitt að greina orsök skipsskaða

Það verður erfitt að komast að því hvers vegna Jökulfellið sökk aðfaranótt mánudags samkvæmt frétt Útvarps Færeyja eftir sjópróf sem fram fóru í Færeyjum. Þar segir að litlar upplýsingar sé að hafa þar sem yfirmenn skipsins fórust þegar skipið sökk og þeir skipsmenn sem lifðu af geta litla grein gert fyrir atburðum síðustu mínúturnar.

Réðist á ófríska konu

Kona, sem komin er níu mánuði á leið, banaði konu sem réðist á hana vopnuð hníf. Talið er að árásarkonan hafi ætlað að ræna barninu sem ófríska konan gekk með.

Fann ekki barnið heldur átti það

Miskunnsami samverjinn sem sagðist hafa fundið nýfætt barn sem hent hefði verið út úr bíl var í raun og veru móðir barnsins. Hún viðurkenndi þetta fyrir lögreglu eftir að hafa upphaflega sagt að hún hefði séð par í bíl rífast og henda barninu út.

Greiða hálfan milljarð í bætur

Stjórnendur McDonald´s hafa samþykkt að greiða rúmlega hálfan milljarð króna til að binda endi á málaferli gegn fyrirtækinu.

30 manns falla daglega

Írösku kosningarnar eru afstaðnar en ekkert lát er á bardögum og voðaverkum. Það sýna atburðir síðustu daga. Á aðeins einni viku hafa rúmlega 200 manns látið lífið, flestir í árásum vígamanna en aðrir í bardögum vígamanna við bandaríska hermenn og íraska þjóðvarðliða.

Hátt í 300 fórust í vatnaveðri

Nú er ljóst að í það minnsta 135 létu lífið af völdum flóðsins sem skall yfir Pasni-héraði í Pakistan þegar stífla brast þar á föstudag. Fimm hundruð manna er saknað eftir flóðið. Mikil rigning síðustu vikuna hefur valdið flóðum og aurskriðum í Pakistan sem hafa kostað 278 manns lífið.

Kynferðislegar aðferðir notaðar

Kvenkyns fangaverðir í fangabúðum Bandaríkjamanna á Guantanamo-flóa á Kúbu notuðu gjarnan kynferðislegar aðferðir við yfirheyrslur á föngum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu, sem enn hefur ekki verið birt opinberlega, en dagblaðið <em>Washington Post</em> greindi frá í gær.

50 viðvaranir fyrir 11. september

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum fengu að minnsta kosti fimmtíu viðvaranir um að hryðjuverkasamtökin Al-Kaída hyggðust ræna flugvélum, mánuðina á undan árásinni á Tvíburaturnana og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, þann 11. september árið 2001.

Sjá næstu 50 fréttir