Erlent

Banna sölu rauðra rósa

Trúarbragðalöggan í Sádi-Arabíu er nú í viðbragðsstöðu vegna Valentínusardagsins sem er á morgun. Sádar telja þennan dag elskenda ekki samrýmast sínum ströngu trúarbrögðum og vilja því ekkert tilstand í sínu landi. Meðal ráðstafana sem gripið hefur verið til er að banna blómasölum að selja rauðar rósir nokkra síðustu dagana fram að Valentínusardeginum. Fjölmennar sveitir sjálfboðaliða aðstoða lögregluna við að framfylgja þessu banni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×