Erlent

Taka ekki að sér öryggi í Írak

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði samtökin ekki taka að sér friðargæslu í Írak né nokkuð annað öryggishlutverk. Samtökin gætu hjálpað Írökum við uppbyggingu landsins en það væri ólíklegt að ríki heims legðu fram nægilegan fjölda hermanna til að sinna öryggisverkefnum í landinu. Atlantshafsbandalagið á ekki að taka að sér að vernda starfsmenn og starfsemi Sameinuðu þjóðanna í Írak. Þetta sagði Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, á ráðstefnu um öryggismál og svaraði orðum bandaríska öldungadeildarþingmannsins Joseph Lieberman sem lagði þetta til. Fischer sagðist ekki sjá gildi þess að Atlantshafsbandalagið tæki að sér verkefni í Írak umfram þjálfun íraskra hermanna og stuðning við pólska herliðið sem er þar. Hann sagði að Þjóðverjar myndu ekki reyna að koma í veg fyrir aukin umsvif bandalagsins í Írak ef önnur aðildarríki vildu auka umsvifin en sagði Þjóðverja ekki senda hermenn til Íraks. Ellefu hið minnsta létust í árásum vígamanna í gær og þrír bandarískir hermenn létust í bílslysi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×