Erlent

Átján barnaníðingar handteknir

Tilraun manns til að fá tólf ára dreng til að taka þátt í kynlífssamtölum á netinu varð til þess að hann og sautján aðrir barnaníðingar voru handteknir af spænsku lögreglunni. Lögreglan gerði húsleit í íbúðum mannanna vítt og breitt um Spán, meðal annars í höfuðborginni Madríd, Barselóna og Valencia. Þar var lagt hald á tölvur, myndbönd og mynddiska og verða gögnin notuð sem sönnunargögn gegn mönnunum. Lögreglan lagði til atlögu við mennina eftir að móðir piltsins kærði atvikið til lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×