Erlent

Vaknar eftir 20 ára dá

Bandarísk kona sem legið hefur lömuð og í hálfgerðu dái í 20 ár byrjaði að tala upp úr þurru í síðasta mánuði. Konan lenti í umferðarslysi í september 1984 þegar ekið var á hana. Hún lamaðist að öllu leyti og hefur síðan starað tómum augum á umhverfi sitt. Í síðasta mánuði sagði hún skyndilega „ókei“, sem gæti útlagst „allt í lagi“, í tvígang við hjúkrunarfólk sem, eins og fjölskylda hennar, bjóst við að hún myndi ekki hafa frekari samskipti við fólk í þessu lífi. Síðan þetta gerðist hefur Sara Scantlin bætt heilmiklu við orðaforða sinn og er til að mynda að læra að telja upp á nýtt. Læknar kunna engar skýringar á því hvað olli því að hún byrjaði allt í einu að tala á ný. Fjölskylda Söru ætlar að fagna endurkomu hennar til lífsins með henni á sjúkrastofu hennar í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×