Erlent

17 ETA-meðlimir handteknir á viku

Spænska lögreglan handtók tvo meinta meðlimi ETA, samtaka aðskilnaðarsinna Baska, í tveimur bæjum á Spáni í morgun. Þar með hafa 17 manns sem taldir eru tengjast samtökunum verið handteknir í vikunni í rassíu sem lögreglan hefur staðið fyrir til að reyna að koma í veg fyrir hugsanlegar sprengjuárásir. 43 særðust í sprengingu í Madríd, höfuðborg Spánar, á miðvikudaginn þegar forseti Mexíkó var þar í heimsókn og eru ETA-samtökin talin ábyrg fyrir ódæðinu. Hátt í níu hundruð manns hafa látist í árásum samtakanna í nafni baráttunnar fyrir sjálfstæði Baska-héraðs á síðustu 37 árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×