Erlent

18 kynferðisglæpamenn handteknir

MYND/Vísir
Spænska lögreglan handtók í dag 18 menn sem taldir eru tilheyra glæpahring sem misnotað hefur börn kynferðislega og dreift myndum af slíku athæfi á Netinu. Mennirnir voru búsettir víða um Spán, þar á meðal í Madríd, Barcelona og Valencia. Lögreglan komst á snoðir þeirra eftir að móðir 12 ára gamals drengs tilkynnti lögreglunni síðastliðið haust um mann sem náði sambandi við son hennar í gegnum spjallrás á Netinu og bauð honum peningagreiðslu fyrir kynlíf. Maðurinn var handtekinn eftir að gildra var lögð fyrir hann og hafði hann í fórum sínum gríðarlegt magn mynda og gagna sem leiddu til handtöku mannanna átján í dag. Í nóvember síðastliðnum voru 90 manns handteknir á Spáni í öðru máli sem tengdist misnotkun á börnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×