Fleiri fréttir Rice á leið til Palestínu Fyrsta opinbera heimsókn Condoleezza Rice sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna verður til Mið-Austurlanda. Háttsettir menn innan ráðuneytisins segja að vegna batnandi samskipta Ísraela og Palestínumanna vilji Rice leggja áherslu á að koma friðarviðræðum á skrið 28.1.2005 00:01 Kúariða greindist í geit Evrópskir vísindamenn hafa staðfest að í fyrsta skiptið hafi Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn (kúariða) greinst í geit. BBC greinir frá þessu. 28.1.2005 00:01 Cox á móti Hillary Edward Cox, tengdasonur Richards Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, íhugar að bjóða sig fram á móti Hillary Clinton í kosningum til öldungardeildar þingsins á næsta ári. 28.1.2005 00:01 Hertar öryggiskröfur í Írak Á annan tug óbreyttra borgara og íraskra lögreglumanna létust í árásum uppreisnarmanna í Írak í gær. Þá voru fimm bandarískir hermenn drepnir í þremur árásum í Bagdad. 28.1.2005 00:01 Rice orðin utanríkisráðherra Condoleezza Rice sór í gær embættiseið sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hefur störf í dag. 85 þingmenn öldungadeildar samþykktu Rice í embættið en 13 greiddu atkvæði gegn því. Ekki hafa jafnmargir öldungadeildarþingmenn lagst gegn embættistöku utanríkisráðherra Bandaríkjanna síðan árið 1825. 27.1.2005 00:01 Telja menn hafa skapað alnæmi Nærri 40 prósent blökkumanna í Bandaríkjunum telja að menn hafi skapað alnæmi, samkvæmt nýrri könnun ríkisháskólans í Oregon-fylki. Könnunin náði til fimm hundruð blökkumanna í Bandaríkjunum og taldi fjórðungur þeirra að vísindamenn á vegum hins opinbera hefðu skapað HIV-veiruna en um tólf prósent voru á því að bandaríska leyniþjónustan stæði á bak við sjúkdóminn. 27.1.2005 00:01 Snjóar mikið á Spáni Víða á norðurhluta Spánar hefur mikið snjóað undanfarna daga og hefur sums staðar gengið erfiðlega að moka vegna stöðugrar ofankomu. 675 snjóruðningsbílar hafa verið ræstir út og eins eru 60 þúsund tonn af salti til reiðu til að sigrast á hálku sem búist er við að fylgi snjókomunni. 27.1.2005 00:01 Búist ekki við betri árangri Palestínumenn ættu ekki að búast við því að ná betri árangri í friðarviðarviðræðum nú en árið 2000 þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti miðlaði málum. Þetta segir Madeleine Albright, utanríkisráðherra í tíð Clintons. Árið 2000 var til umræðu að Ísraelsmenn hörfuðu langleiðina að landamærunum eins og þau voru árið 1967 en Jassir Arafat sætti sig ekki við þá niðurstöðu. 27.1.2005 00:01 Múslímar íhuga að stofna dagblað Múslímar í Danmörku leggja á ráðin um stofnum dagblaðs. Um 170 þúsund múslímar búa í Danmörku og finnst þeim mörgum sem þeir fái litla umfjöllun og athygli í fjölmiðlum. Nýleg könnun leiddi í ljós að 87 prósentum aðspurðra þótti það góð hugmynd að stofna sérstakt dagblað múslíma. 27.1.2005 00:01 Sharon ánægður með Abbas Ariel Sharon kveðst mjög ánægður með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og þær aðgerðir sem hann hefur gripið til frá því að hann tók við embættinu fyrr á þessu ári. Sharon kveðst ætla að vinna að framgangi friðar með Abbas og að á meðan friður ríki meðal Palestínumanna þurfi Ísraelsmenn ekki að beita hörku. 27.1.2005 00:01 Hýsti ítalskan mafíósa Dönsk kona er grunuð um að hafa í um vikutíma hýst ítalskan mafíuleiðtoga sem var handtekinn í Kaupmannahöfn í fyrradag. 27.1.2005 00:01 Vilja tungumálalög Opinber skjöl, auglýsingaspjöld, bæklinga, vinnureglur og samninga skal einungis birta á dönsku. Grunnskólakennarar skulu einnig einungis tala dönsku við nemendur sína. Þetta er meðal þess sem Danski þjóðarflokkurinn segjast vilja með setningu tungumálalaga. 27.1.2005 00:01 Atvinnuleysi minnkar Atvinnulausum í Danmörku fækkaði um 1.700 í byrjun janúar, miðað við mánuðinn þar á undan. Um áramótin voru því 171.900 Danir atvinnulausir, sem samsvarar 6,2 prósenta atvinnuleysi. Í nóvember var atvinnuleysið 6,3 prósent. 27.1.2005 00:01 Danir vilja Dani heim Danir vilja hermenn sína heim frá Írak, eftir því sem fram kom í könnun sem Gallup í Danmörku gerði fyrir Berlingske Tidende. 27.1.2005 00:01 Meðalhiti gæti hækkað um 11 stig Gróðurhúsaáhrifin gætu valdið mun viðameiri breytingum á veðurfari og lífsskilyrðum á jörðinni en áður hefur verið talið. Ný rannsókn bendir til þess að haldi fram sem horfi, gæti meðalhiti jarðar hækkað um ellefu gráður. 27.1.2005 00:01 Vill endurskoða barnaklámslöggjöf Dómsmálaráðherra Svíþjóðar vill láta endurskoða barnklámslöggjöfina með tilliti til þess hvort gera eigi refsivert að skoða barnaklám á Netinu. Enn fremur á að rannsaka hvort börn, sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, eigi að fá hærri skaðabætur en þau fá nú. Í Svíþjóð er bannað að vista í tölvu klámefni með börnum en lögin ná ekki til þess að skoða það á skjánum. 27.1.2005 00:01 Bandaríkjamenn starfi með öðrum Bandaríkjamenn verða að starfa með öðrum þjóðum að því að bregðast við alheimsógn á borð við hryðjuverk. Þetta segir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Hann segir Bandaríkjamenn hafa áttað sig á því að þeir geti ekki staðið einir í baráttunni en að þeir verði að bregðast við áhyggjum og sjónarmiðum annarra þjóða geri þeir sér vonir um samvinnu. 27.1.2005 00:01 80.000 börn létust í Indónesíu Áttatíu þúsund börn týndu lífi í náttúruhamförunum í Indónesíu á öðrum degi jóla að mati sérfræðinga samtakanna Save the Children. Að auki reika tugir þúsunda barna um hörmungasvæðið í leit að foreldrum sínum sem aldan hreif með sér. Talið er að fjórir af hverjum tíu sem fórust hafi verið börn, sem þýðir að allt að 119 þúsund börn hafi farist. 27.1.2005 00:01 Reyna að hindra kosningar í Írak Fimmtán Írakar og bandarískur hermaður liggja í valnum eftir átök dagsins í Írak. Uppreisnarmenn þar eru staðráðnir í að koma í veg fyrir kosningarnar á sunnudaginn með öllum ráðum. 27.1.2005 00:01 Framtíð Íraks veltur á al-Sistani Framtíð Íraks veltur að stórum hluta á einum manni. Sá nefnist æjatolla Ali al-Sistani og er talinn áhrifamesti maður Íraks. 27.1.2005 00:01 Níu áratugir átaka Afskipti erlendra stjórnvalda, innlendir einræðisherrar og núningur ólíkra þjóðarbrota og trúarhópa hefur leitt til þess að saga Íraks hefur að miklu leyti einkennst af átökum. Átökin í landinu verða því að sumu leyti að skoðast í ljósi sögunnar sem hefur á köflum verið blóði drifin. </font /></b /> 27.1.2005 00:01 Ekki endastöð heldur upphaf Írösku kosningarnar eru upphafið að stjórnmálaferli sem ljúki með sátt um uppbyggingu íraska stjórnkerfisins. Margar hættur eru þó enn fyrir hendi og jafnvel möguleiki á að kosningarnar og eftirleikur þeirra leiði til enn verra ástands en nú er. </font /></b /> 27.1.2005 00:01 Helfararinnar minnst Fjölmargir gyðingar sem lifðu af helför nasista í seinni heimsstyrjöldinni komu saman í útrýmingarbúðunum Auschwitz-Birkenau í gær til að minnast þess að 60 ár voru liðin síðan sovéskir hermenn frelsuðu gyðinga úr búðunum. Sex milljónir gyðinga létust í helförinni. 27.1.2005 00:01 Sinnuleysi gagnvart Afríku Fátæktin í Afríku er sem "ör á samvisku heimsins." Þetta sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á Alheimsráðstefnunni um efnahagsmál sem haldin er í Davos í Sviss. 27.1.2005 00:01 Frelsunar úr Auschwitz minnst Einhver nöturlegasti staður á jörðu er án efa Auschwitz, útrýmingabúðir nasista í Póllandi. Í dag var þess minnst að sextíu ár eru frá því að fangarnir þar voru frelsaðir. 27.1.2005 00:01 Abbas bannar vopnaburð Palestínsk stjórnvöld hafa bannað almenningi að bera vopn og þykir ákvörðunin bera vitni um herta afstöðu stjórnarinnar gagnvart ofbeldi gegn Ísraelum. 27.1.2005 00:01 Ráðist á bandaríska bílalest Bílsprengja sprakk í morgun á vegi sem liggur að að alþjóðaflugvellinum í Bagdad. Bandarísk bílalest var á veginum og er talið að árásin hafi beinst að henni. Ekki hafa borist fregnir af mannfalli enn sem komið er. 26.1.2005 00:01 Spáð enn meiri hallla Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum á næsta ári verður um 25 þúsund milljarðar íslenskra króna. Þessu spáir fjárhagsskrifstofa Bandaríkjaþings í árlegri úttekt sinni. Jafnframt er því spáð að uppsafnaður fjárlagahalli næstu tíu ára muni nema nærri 80 billjónum íslenskra króna. 26.1.2005 00:01 Erfið staða barna í Suðaustur-Asíu Börn í löndunum sem verst urðu úti í hamförunum annan dag jóla búa sig nú undir að hefja skólagöngu á nýjan leik. Á Srí Lanka eru milljón börn enn án heimilis og ekkert útlit fyrir að það breytist í bráð. Þau hafast við í bráðabirgðaskýlum og þiggja mat frá hinu opinbera. 26.1.2005 00:01 Banni á viðræður við Abbas aflétt Ariel Sharon, forætisráðherra Ísraels, hefur aflétt banni á friðarviðræður við Mahmoud Abbas, nýjan leiðtoga Palestínumanna. Bannið var sett á eftir að sex Ísraelsmenn létu lífið í fyrirsát palestínskra uppreisnarmanna við Gasaborg fyrir um það bil tveim vikum. 26.1.2005 00:01 Líklegri til að verða of feit Börn of feitra mæðra eru fimmtán sinnum líklegri en önnur börn til þess að þjást af offitu strax við sex ára aldur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar. Frá þriggja ára aldri fer að koma fram afgerandi munur á holdafari barna sem eiga mæður í kjörþyngd og þeirra sem eiga of feitar mæður. 26.1.2005 00:01 Handtekinn fyrir hryðjuverkagabb Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa logið því að lögregluyfirvöldum fyrir helgina að fjórir Kínverjar hyggðust fremja hryðjuverk í Boston. Öryggisgæsla var hert til muna í nágrenni borgarinnar í lok síðustu viku af ótta við hryðjuverk og ríkisstjórinn í Masachusetts sneri heim af embættistöku George Bush Bandaríkjaforseta vegna málsins. 26.1.2005 00:01 Danska verði eina opinbera málið Danski þjóðarflokkurinn vill binda í lög að danska verði eina málið í opinberum gögnum í stað þess að upplýsingar til íbúa verði á mörgum tungumálum. Samt eru tíu erlend tungumál notuð til að kynna málstað flokksins á heimsíðu hans. 26.1.2005 00:01 Skriður kominn á friðarferlið Skriður virðist kominn á friðarferlið í Miðausturlöndum. Báðum megin borðsins virðist vilji til að vinna að friðsamlegri lausn deilna Ísraela og Palestínumanna og það að því er virðist sem fyrst. 26.1.2005 00:01 Fórnarlamba minnst við Indlandshaf Mánuði eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi var þeirra sem fórust minnst í morgun, en víða er ástandið enn svo bágborið að engar athafnir fóru fram. Reynt er eftir fremsta megni að koma lífinu í gang á ný, en milljóna sem hafast við í tjaldbúðum bíður óviss framtíð. 26.1.2005 00:01 Börn í 33 ríkjum þarnast hjálpar Neyð barnanna á hamfarasvæðunum í Asíu er mikil, en það á því miður við víðar. Samkvæmt skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, þarf 48 milljarða króna til að hjálpa börnum í 33 löndum þar sem neyðarástand ríkir og þar sem lífi barna er ógnað fjarri athygli almennings. Af þessum 33 löndum sem nefnd eru í skýrslunni eru tveir þriðju í Afríku. 26.1.2005 00:01 Linnulausar árásir í Írak Einhver hættulegasti vegarkafli heims var eitt skotmarka hryðjuverkamanna í Írak í morgun. Endalausar árásir hafa dunið á hersveitum og óbreyttum borgurum í nótt og í morgun. 26.1.2005 00:01 31 sagður látinn í þyrsluslysi Þrjátíu og einn bandarískur landgönguliði fórst þegar stór flutningaþyrla hrapaði í vesturhluta Íraks í dag að sögn CNN-fréttastofunnar. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði. Bandaríska herstjórnin í Írak staðfestir að manntjón hafi orðið en kveðst ekki að sinni geta staðfest tölu látinna. 26.1.2005 00:01 Krefjast 100 milljóna Ræningjar sænska auðkýfingsins Fabians Bengtssons hafa krafið fjölskyldu hans um sem svarar 100 milljónum íslenskra króna. Bengtsson, sem er þrjátíu og tveggja ára gamall, var rænt mánudaginn 17. janúar þegar hann var á leið til vinnu, en hann er aðstoðarforstjóri fjölskyldufyrirtækisins Siba. 26.1.2005 00:01 Þriðja versta afkoma ríkissjóðs Fjárlög fyrir árið 2006 verða lögð fram á bandaríska þinginu 7. febrúar. Þar er gert ráð fyrir fjárlagahalla upp á rúma 16.700 milljarða. En fáir trúa að við það verði staðið. Frá 1962 hefur ríkið oftar verið rekið með halla, en ekki. 26.1.2005 00:01 Þrískipt Írak er möguleiki Kúrdar gætu haft framtíð Íraks í sínum höndum en margir þeirra geta vel hugsað sér að landið verði eingöngu lauslegt ríkjasamband eða að það verði jafnvel brotið niður í þrjú sjálfstæð ríki 26.1.2005 00:01 Rússum fækkar ört Dauðsföll í Rússlandi eru umtalsvert fleiri en fæðingar og hefur Rússum fækkað um fimm milljónir á síðustu tíu árum. Íbúar Rússlands eru nú rúmlega 143 milljónir en ef heldur fram sem horfir gætu þeir verið orðnir 100 milljónir árið 2050. 26.1.2005 00:01 Spurning um stjórnarskrá ESB kynnt Barátta Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, fyrir því að fá stjórnarskrá Evrópusambandsins samþykkta í landinu hófst í dag þegar greint var frá því hvaða spurningar Bretar verða spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána. Hún er svohljóðandi: Á Stóra-Bretland að samþykkja samninginn sem staðfestir stjórnarskrá Evrópusambandsins? 26.1.2005 00:01 Segja auðgun úrans óviðunandi Frakkar, Bretar og Þjóðverjar hafa sagt Írönum að það sé óviðunandi að þeir viðhaldi áætlun sinni auðgun úrans þar sem hægt sé að nota það til að smíða kjarnorkuvopn. Íranar hættu tímabundið að auðga úran en segja nú að það sé réttur þeirra sem sjálfstæðrar þjóðar að framleiða eldsneyti fyrir kjarnorkuver og þeir muni aldrei hætta því. 26.1.2005 00:01 Hóta að rjúfa vopnhlé Al-Aqsa herdeildirnar, sem tilheyra Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbbas, forseta Palestínu, hóta að rjúfa vopnhlé ef ísraelski herinn hætti ekki að elta uppi félaga í herdeildunum innan sólarhrings. Þessi yfirlýsing kom í kjölfar þess að óeinkennisklæddir ísraelskir hermenn skutu félaga í herdeildunum og særðu 14 ára vegfaranda í áhlaupi á borgina Qalqilya á Vesturbakkanum í dag. 26.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Rice á leið til Palestínu Fyrsta opinbera heimsókn Condoleezza Rice sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna verður til Mið-Austurlanda. Háttsettir menn innan ráðuneytisins segja að vegna batnandi samskipta Ísraela og Palestínumanna vilji Rice leggja áherslu á að koma friðarviðræðum á skrið 28.1.2005 00:01
Kúariða greindist í geit Evrópskir vísindamenn hafa staðfest að í fyrsta skiptið hafi Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn (kúariða) greinst í geit. BBC greinir frá þessu. 28.1.2005 00:01
Cox á móti Hillary Edward Cox, tengdasonur Richards Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, íhugar að bjóða sig fram á móti Hillary Clinton í kosningum til öldungardeildar þingsins á næsta ári. 28.1.2005 00:01
Hertar öryggiskröfur í Írak Á annan tug óbreyttra borgara og íraskra lögreglumanna létust í árásum uppreisnarmanna í Írak í gær. Þá voru fimm bandarískir hermenn drepnir í þremur árásum í Bagdad. 28.1.2005 00:01
Rice orðin utanríkisráðherra Condoleezza Rice sór í gær embættiseið sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hefur störf í dag. 85 þingmenn öldungadeildar samþykktu Rice í embættið en 13 greiddu atkvæði gegn því. Ekki hafa jafnmargir öldungadeildarþingmenn lagst gegn embættistöku utanríkisráðherra Bandaríkjanna síðan árið 1825. 27.1.2005 00:01
Telja menn hafa skapað alnæmi Nærri 40 prósent blökkumanna í Bandaríkjunum telja að menn hafi skapað alnæmi, samkvæmt nýrri könnun ríkisháskólans í Oregon-fylki. Könnunin náði til fimm hundruð blökkumanna í Bandaríkjunum og taldi fjórðungur þeirra að vísindamenn á vegum hins opinbera hefðu skapað HIV-veiruna en um tólf prósent voru á því að bandaríska leyniþjónustan stæði á bak við sjúkdóminn. 27.1.2005 00:01
Snjóar mikið á Spáni Víða á norðurhluta Spánar hefur mikið snjóað undanfarna daga og hefur sums staðar gengið erfiðlega að moka vegna stöðugrar ofankomu. 675 snjóruðningsbílar hafa verið ræstir út og eins eru 60 þúsund tonn af salti til reiðu til að sigrast á hálku sem búist er við að fylgi snjókomunni. 27.1.2005 00:01
Búist ekki við betri árangri Palestínumenn ættu ekki að búast við því að ná betri árangri í friðarviðarviðræðum nú en árið 2000 þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti miðlaði málum. Þetta segir Madeleine Albright, utanríkisráðherra í tíð Clintons. Árið 2000 var til umræðu að Ísraelsmenn hörfuðu langleiðina að landamærunum eins og þau voru árið 1967 en Jassir Arafat sætti sig ekki við þá niðurstöðu. 27.1.2005 00:01
Múslímar íhuga að stofna dagblað Múslímar í Danmörku leggja á ráðin um stofnum dagblaðs. Um 170 þúsund múslímar búa í Danmörku og finnst þeim mörgum sem þeir fái litla umfjöllun og athygli í fjölmiðlum. Nýleg könnun leiddi í ljós að 87 prósentum aðspurðra þótti það góð hugmynd að stofna sérstakt dagblað múslíma. 27.1.2005 00:01
Sharon ánægður með Abbas Ariel Sharon kveðst mjög ánægður með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og þær aðgerðir sem hann hefur gripið til frá því að hann tók við embættinu fyrr á þessu ári. Sharon kveðst ætla að vinna að framgangi friðar með Abbas og að á meðan friður ríki meðal Palestínumanna þurfi Ísraelsmenn ekki að beita hörku. 27.1.2005 00:01
Hýsti ítalskan mafíósa Dönsk kona er grunuð um að hafa í um vikutíma hýst ítalskan mafíuleiðtoga sem var handtekinn í Kaupmannahöfn í fyrradag. 27.1.2005 00:01
Vilja tungumálalög Opinber skjöl, auglýsingaspjöld, bæklinga, vinnureglur og samninga skal einungis birta á dönsku. Grunnskólakennarar skulu einnig einungis tala dönsku við nemendur sína. Þetta er meðal þess sem Danski þjóðarflokkurinn segjast vilja með setningu tungumálalaga. 27.1.2005 00:01
Atvinnuleysi minnkar Atvinnulausum í Danmörku fækkaði um 1.700 í byrjun janúar, miðað við mánuðinn þar á undan. Um áramótin voru því 171.900 Danir atvinnulausir, sem samsvarar 6,2 prósenta atvinnuleysi. Í nóvember var atvinnuleysið 6,3 prósent. 27.1.2005 00:01
Danir vilja Dani heim Danir vilja hermenn sína heim frá Írak, eftir því sem fram kom í könnun sem Gallup í Danmörku gerði fyrir Berlingske Tidende. 27.1.2005 00:01
Meðalhiti gæti hækkað um 11 stig Gróðurhúsaáhrifin gætu valdið mun viðameiri breytingum á veðurfari og lífsskilyrðum á jörðinni en áður hefur verið talið. Ný rannsókn bendir til þess að haldi fram sem horfi, gæti meðalhiti jarðar hækkað um ellefu gráður. 27.1.2005 00:01
Vill endurskoða barnaklámslöggjöf Dómsmálaráðherra Svíþjóðar vill láta endurskoða barnklámslöggjöfina með tilliti til þess hvort gera eigi refsivert að skoða barnaklám á Netinu. Enn fremur á að rannsaka hvort börn, sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, eigi að fá hærri skaðabætur en þau fá nú. Í Svíþjóð er bannað að vista í tölvu klámefni með börnum en lögin ná ekki til þess að skoða það á skjánum. 27.1.2005 00:01
Bandaríkjamenn starfi með öðrum Bandaríkjamenn verða að starfa með öðrum þjóðum að því að bregðast við alheimsógn á borð við hryðjuverk. Þetta segir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Hann segir Bandaríkjamenn hafa áttað sig á því að þeir geti ekki staðið einir í baráttunni en að þeir verði að bregðast við áhyggjum og sjónarmiðum annarra þjóða geri þeir sér vonir um samvinnu. 27.1.2005 00:01
80.000 börn létust í Indónesíu Áttatíu þúsund börn týndu lífi í náttúruhamförunum í Indónesíu á öðrum degi jóla að mati sérfræðinga samtakanna Save the Children. Að auki reika tugir þúsunda barna um hörmungasvæðið í leit að foreldrum sínum sem aldan hreif með sér. Talið er að fjórir af hverjum tíu sem fórust hafi verið börn, sem þýðir að allt að 119 þúsund börn hafi farist. 27.1.2005 00:01
Reyna að hindra kosningar í Írak Fimmtán Írakar og bandarískur hermaður liggja í valnum eftir átök dagsins í Írak. Uppreisnarmenn þar eru staðráðnir í að koma í veg fyrir kosningarnar á sunnudaginn með öllum ráðum. 27.1.2005 00:01
Framtíð Íraks veltur á al-Sistani Framtíð Íraks veltur að stórum hluta á einum manni. Sá nefnist æjatolla Ali al-Sistani og er talinn áhrifamesti maður Íraks. 27.1.2005 00:01
Níu áratugir átaka Afskipti erlendra stjórnvalda, innlendir einræðisherrar og núningur ólíkra þjóðarbrota og trúarhópa hefur leitt til þess að saga Íraks hefur að miklu leyti einkennst af átökum. Átökin í landinu verða því að sumu leyti að skoðast í ljósi sögunnar sem hefur á köflum verið blóði drifin. </font /></b /> 27.1.2005 00:01
Ekki endastöð heldur upphaf Írösku kosningarnar eru upphafið að stjórnmálaferli sem ljúki með sátt um uppbyggingu íraska stjórnkerfisins. Margar hættur eru þó enn fyrir hendi og jafnvel möguleiki á að kosningarnar og eftirleikur þeirra leiði til enn verra ástands en nú er. </font /></b /> 27.1.2005 00:01
Helfararinnar minnst Fjölmargir gyðingar sem lifðu af helför nasista í seinni heimsstyrjöldinni komu saman í útrýmingarbúðunum Auschwitz-Birkenau í gær til að minnast þess að 60 ár voru liðin síðan sovéskir hermenn frelsuðu gyðinga úr búðunum. Sex milljónir gyðinga létust í helförinni. 27.1.2005 00:01
Sinnuleysi gagnvart Afríku Fátæktin í Afríku er sem "ör á samvisku heimsins." Þetta sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, á Alheimsráðstefnunni um efnahagsmál sem haldin er í Davos í Sviss. 27.1.2005 00:01
Frelsunar úr Auschwitz minnst Einhver nöturlegasti staður á jörðu er án efa Auschwitz, útrýmingabúðir nasista í Póllandi. Í dag var þess minnst að sextíu ár eru frá því að fangarnir þar voru frelsaðir. 27.1.2005 00:01
Abbas bannar vopnaburð Palestínsk stjórnvöld hafa bannað almenningi að bera vopn og þykir ákvörðunin bera vitni um herta afstöðu stjórnarinnar gagnvart ofbeldi gegn Ísraelum. 27.1.2005 00:01
Ráðist á bandaríska bílalest Bílsprengja sprakk í morgun á vegi sem liggur að að alþjóðaflugvellinum í Bagdad. Bandarísk bílalest var á veginum og er talið að árásin hafi beinst að henni. Ekki hafa borist fregnir af mannfalli enn sem komið er. 26.1.2005 00:01
Spáð enn meiri hallla Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum á næsta ári verður um 25 þúsund milljarðar íslenskra króna. Þessu spáir fjárhagsskrifstofa Bandaríkjaþings í árlegri úttekt sinni. Jafnframt er því spáð að uppsafnaður fjárlagahalli næstu tíu ára muni nema nærri 80 billjónum íslenskra króna. 26.1.2005 00:01
Erfið staða barna í Suðaustur-Asíu Börn í löndunum sem verst urðu úti í hamförunum annan dag jóla búa sig nú undir að hefja skólagöngu á nýjan leik. Á Srí Lanka eru milljón börn enn án heimilis og ekkert útlit fyrir að það breytist í bráð. Þau hafast við í bráðabirgðaskýlum og þiggja mat frá hinu opinbera. 26.1.2005 00:01
Banni á viðræður við Abbas aflétt Ariel Sharon, forætisráðherra Ísraels, hefur aflétt banni á friðarviðræður við Mahmoud Abbas, nýjan leiðtoga Palestínumanna. Bannið var sett á eftir að sex Ísraelsmenn létu lífið í fyrirsát palestínskra uppreisnarmanna við Gasaborg fyrir um það bil tveim vikum. 26.1.2005 00:01
Líklegri til að verða of feit Börn of feitra mæðra eru fimmtán sinnum líklegri en önnur börn til þess að þjást af offitu strax við sex ára aldur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar. Frá þriggja ára aldri fer að koma fram afgerandi munur á holdafari barna sem eiga mæður í kjörþyngd og þeirra sem eiga of feitar mæður. 26.1.2005 00:01
Handtekinn fyrir hryðjuverkagabb Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa logið því að lögregluyfirvöldum fyrir helgina að fjórir Kínverjar hyggðust fremja hryðjuverk í Boston. Öryggisgæsla var hert til muna í nágrenni borgarinnar í lok síðustu viku af ótta við hryðjuverk og ríkisstjórinn í Masachusetts sneri heim af embættistöku George Bush Bandaríkjaforseta vegna málsins. 26.1.2005 00:01
Danska verði eina opinbera málið Danski þjóðarflokkurinn vill binda í lög að danska verði eina málið í opinberum gögnum í stað þess að upplýsingar til íbúa verði á mörgum tungumálum. Samt eru tíu erlend tungumál notuð til að kynna málstað flokksins á heimsíðu hans. 26.1.2005 00:01
Skriður kominn á friðarferlið Skriður virðist kominn á friðarferlið í Miðausturlöndum. Báðum megin borðsins virðist vilji til að vinna að friðsamlegri lausn deilna Ísraela og Palestínumanna og það að því er virðist sem fyrst. 26.1.2005 00:01
Fórnarlamba minnst við Indlandshaf Mánuði eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi var þeirra sem fórust minnst í morgun, en víða er ástandið enn svo bágborið að engar athafnir fóru fram. Reynt er eftir fremsta megni að koma lífinu í gang á ný, en milljóna sem hafast við í tjaldbúðum bíður óviss framtíð. 26.1.2005 00:01
Börn í 33 ríkjum þarnast hjálpar Neyð barnanna á hamfarasvæðunum í Asíu er mikil, en það á því miður við víðar. Samkvæmt skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, þarf 48 milljarða króna til að hjálpa börnum í 33 löndum þar sem neyðarástand ríkir og þar sem lífi barna er ógnað fjarri athygli almennings. Af þessum 33 löndum sem nefnd eru í skýrslunni eru tveir þriðju í Afríku. 26.1.2005 00:01
Linnulausar árásir í Írak Einhver hættulegasti vegarkafli heims var eitt skotmarka hryðjuverkamanna í Írak í morgun. Endalausar árásir hafa dunið á hersveitum og óbreyttum borgurum í nótt og í morgun. 26.1.2005 00:01
31 sagður látinn í þyrsluslysi Þrjátíu og einn bandarískur landgönguliði fórst þegar stór flutningaþyrla hrapaði í vesturhluta Íraks í dag að sögn CNN-fréttastofunnar. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði. Bandaríska herstjórnin í Írak staðfestir að manntjón hafi orðið en kveðst ekki að sinni geta staðfest tölu látinna. 26.1.2005 00:01
Krefjast 100 milljóna Ræningjar sænska auðkýfingsins Fabians Bengtssons hafa krafið fjölskyldu hans um sem svarar 100 milljónum íslenskra króna. Bengtsson, sem er þrjátíu og tveggja ára gamall, var rænt mánudaginn 17. janúar þegar hann var á leið til vinnu, en hann er aðstoðarforstjóri fjölskyldufyrirtækisins Siba. 26.1.2005 00:01
Þriðja versta afkoma ríkissjóðs Fjárlög fyrir árið 2006 verða lögð fram á bandaríska þinginu 7. febrúar. Þar er gert ráð fyrir fjárlagahalla upp á rúma 16.700 milljarða. En fáir trúa að við það verði staðið. Frá 1962 hefur ríkið oftar verið rekið með halla, en ekki. 26.1.2005 00:01
Þrískipt Írak er möguleiki Kúrdar gætu haft framtíð Íraks í sínum höndum en margir þeirra geta vel hugsað sér að landið verði eingöngu lauslegt ríkjasamband eða að það verði jafnvel brotið niður í þrjú sjálfstæð ríki 26.1.2005 00:01
Rússum fækkar ört Dauðsföll í Rússlandi eru umtalsvert fleiri en fæðingar og hefur Rússum fækkað um fimm milljónir á síðustu tíu árum. Íbúar Rússlands eru nú rúmlega 143 milljónir en ef heldur fram sem horfir gætu þeir verið orðnir 100 milljónir árið 2050. 26.1.2005 00:01
Spurning um stjórnarskrá ESB kynnt Barátta Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, fyrir því að fá stjórnarskrá Evrópusambandsins samþykkta í landinu hófst í dag þegar greint var frá því hvaða spurningar Bretar verða spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána. Hún er svohljóðandi: Á Stóra-Bretland að samþykkja samninginn sem staðfestir stjórnarskrá Evrópusambandsins? 26.1.2005 00:01
Segja auðgun úrans óviðunandi Frakkar, Bretar og Þjóðverjar hafa sagt Írönum að það sé óviðunandi að þeir viðhaldi áætlun sinni auðgun úrans þar sem hægt sé að nota það til að smíða kjarnorkuvopn. Íranar hættu tímabundið að auðga úran en segja nú að það sé réttur þeirra sem sjálfstæðrar þjóðar að framleiða eldsneyti fyrir kjarnorkuver og þeir muni aldrei hætta því. 26.1.2005 00:01
Hóta að rjúfa vopnhlé Al-Aqsa herdeildirnar, sem tilheyra Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbbas, forseta Palestínu, hóta að rjúfa vopnhlé ef ísraelski herinn hætti ekki að elta uppi félaga í herdeildunum innan sólarhrings. Þessi yfirlýsing kom í kjölfar þess að óeinkennisklæddir ísraelskir hermenn skutu félaga í herdeildunum og særðu 14 ára vegfaranda í áhlaupi á borgina Qalqilya á Vesturbakkanum í dag. 26.1.2005 00:01