Erlent

Búist ekki við betri árangri

Palestínumenn ættu ekki að búast við því að ná betri árangri í friðarviðarviðræðum nú en árið 2000 þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti miðlaði málum. Þetta segir Madeleine Albright, utanríkisráðherra í tíð Clintons. Árið 2000 var til umræðu að Ísraelsmenn hörfuðu langleiðina að landamærunum eins og þau voru árið 1967 en Jassir Arafat sætti sig ekki við þá niðurstöðu. Albright segir fráfall Arafats færa nýtt tækifæri til að ná sáttum fyrir botni Miðjarðarhafs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×