Erlent

Bandaríkjamenn starfi með öðrum

Bandaríkjamenn verða að starfa með öðrum þjóðum að því að bregðast við alheimsógn á borð við hryðjuverk. Þetta segir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. Hann segir Bandaríkjamenn hafa áttað sig á því að þeir geti ekki staðið einir í baráttunni en að þeir verði að bregðast við áhyggjum og sjónarmiðum annarra þjóða geri þeir sér vonir um samvinnu. Orð Blairs þykja marka þáttaskil því að hann hefur hingað til ekki vakið athygli fyrir harða gagnrýni á Bandaríkin. Skýringin kann þó að vera sú að stuðningur hans við George Bush Bandaríkjaforseta hefur vakið litla hrifningu heima fyrir og þingkosningar verða á Bretlandi í vor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×