Erlent

Kúariða greindist í geit

Evrópskir vísindamenn hafa staðfest að í fyrsta skiptið hafi Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn (kúariða) greinst í geit. BBC greinir frá þessu. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem veikin finnst í öðrum dýrum í kúm. Sjúkdómurinn var greindur í geit sem slátrað var í Frakklandi árið 2002. Vísindamenn segja mjög slæmt að sjúkdómurinn hafi nú greinst í annarri dýrategund sem maðurinn leggur sér til munns. Meira en hundrað manns hafa látist af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×