Erlent

Snjóar mikið á Spáni

Víða á norðurhluta Spánar hefur mikið snjóað undanfarna daga og hefur sums staðar gengið erfiðlega að moka vegna stöðugrar ofankomu. 675 snjóruðningsbílar hafa verið ræstir út og eins eru 60 þúsund tonn af salti til reiðu til að sigrast á hálku sem búist er við að fylgi snjókomunni. Meira að segja íbúar á eyjunni Majorka fara ekki varhluta af þeirri miklu ofankomu sem verið hefur um allan heim undanfarna daga. Töluvert hefur snjóað þar og í gær var nokkrum fjallvegum á eyjunni lokað vegna slæmrar færðar en hefur það ekki gerst í áratugi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×