Erlent

Krefjast 100 milljóna

Ræningjar sænska auðkýfingsins Fabians Bengtssons hafa krafið fjölskyldu hans um sem svarar 100 milljónum íslenskra króna. Bengtsson, sem er þrjátíu og tveggja ára gamall, var rænt mánudaginn 17. janúar þegar hann var á leið til vinnu, en hann er aðstoðarforstjóri fjölskyldufyrirtækisins Siba.  Ræningjarnir höfðu samband við fjölskyldu Bengtsons í gær og kröfðust lausnargjalds. Faðir Bengtssons hefur sagt að lausnargjaldið verði greitt og bíður nú fyrirmæla um hvernig það skuli innt af hendi. Siba-fyrirtækið selur rafmagnsvörur og rekur um fimmtíu stórverslanir í Skandinavíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×