Erlent

Vilja tungumálalög

Opinber skjöl, auglýsingaspjöld, bæklinga, vinnureglur og samninga skal einungis birta á dönsku. Grunnskólakennarar skulu einnig einungis tala dönsku við nemendur sína. Þetta er meðal þess sem Danski þjóðarflokkurinn segjast vilja með setningu tungumálalaga. Eins og danska útvarpið segir frá, hefur þetta einnig áhrif á flokkinn, því hann kynnir stefnu sína á tugi tungumála á heimasíðu sinni. Peter Skaarup, talsmaður útlendingamála í flokknum segir að það hjálpi fólki í öðrum löndum að kynna sér stefnu þeirra. En fyrir tæpum tveimur árum, sagði blaðafulltrúi flokksins að sumir kjósendur tali ekki dönsku, og því sé stefna flokksins kynnt á fleiri tungumálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×