Erlent

Ráðist á bandaríska bílalest

Bílsprengja sprakk í morgun á vegi sem liggur að að alþjóðaflugvellinum í Bagdad. Bandarísk bílalest var á veginum og er talið að árásin hafi beinst að henni. Ekki hafa borist fregnir af mannfalli enn sem komið er. Þá réðust uppreisnarmenn í borginni Bakúba í morgun á skrifstofur þriggja flokka sem taka þátt í þingkosningum í Írak eftir fjóra daga. Að minnsta kosti einn lögregluþjónn lést í árásinni og fjórir varðmenn slösuðust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×