Erlent

Vill endurskoða barnaklámslöggjöf

Dómsmálaráðherra Svíþjóðar vill láta endurskoða barnklámslöggjöfina með tilliti til þess hvort gera eigi refsivert að skoða barnaklám á Netinu. Enn fremur á að rannsaka hvort börn, sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, eigi að fá hærri skaðabætur en þau fá nú. Í Svíþjóð er bannað að vista í tölvu klámefni með börnum en lögin ná ekki til þess að skoða það á skjánum. Með endurskoðun barnaklámslaga á þar að auki að skilgreina nákvæmar hvað átt er við með barnaklámi svo að það verði ekki saknæmt að skoða saklausar myndir af nöktum börnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×