Erlent

80.000 börn létust í Indónesíu

Áttatíu þúsund börn týndu lífi í náttúruhamförunum í Indónesíu á öðrum degi jóla að mati sérfræðinga samtakanna Save the Children. Að auki reika tugir þúsunda barna um hörmungasvæðið í leit að foreldrum sínum sem aldan hreif með sér. Talið er að fjórir af hverjum tíu sem fórust hafi verið börn, sem þýðir að allt að 119 þúsund börn hafi farist. Alls er talið að 298 þúsund manns hafi týnt lífi í flóðöldunni í Suðaustur-Asíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×