Fleiri fréttir Bóluefni í vinning Vegna mikils skorts á bóluefni gegn inflúensu hafa bæjaryfirvöld í Bloomfield í New Jersey ákveðið að efna til happdrættis til að ákvarða hvaða íbúar fá bóluefni. 18.10.2004 00:01 Allt logar í málaferlum Það virðist ekki fjarri lagi að kalla megi komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum kosningar hinna miklu málaferla. Aldrei áður í sögunni hafa jafn mörg mál verið höfðuð í tengslum við kosningar og aldrei hafa jafn margir lögmenn verið fengnir til að fylgjast með framgangi kosninganna að því er fram kemur í The New York Times. 18.10.2004 00:01 Staðan betri í Darfur en í Írak Súdönsk stjórnvöld hafa tekið betur á ástandinu í Darfur en Bandaríkjamenn á ástandinu í Írak, sagði Mustafa Osman Ismael, utanríkisráðherra Súdans, í viðtali við BBC. Hann sakaði bandaríska stjórnmálamenn um að notfæra sér ástandið í Darfur til að bæta ímynd sína í aðdraganda komandi þing- og forsetakosninga í Bandaríkjunum. 18.10.2004 00:01 Pyntingar rannsakaðar í Georgíu Yfirvöld í fyrrum Sovétlýðveldinu Georgíu kanna nú mál fjórtán lögreglumanna sem grunaðir eru um að hafa pyntað fjölda fanga á síðastliðnum árum. Ríkissaksóknari landsins sagði að fleiri lögreglumenn væru grunaðir um pyntingar. 18.10.2004 00:01 Óákveðnir og nýir ráða úrslitum Þeir kjósendur sem ennþá eru óákveðnir og þeir sem aldrei hafa kosið áður koma til með að ráða úrslitum forsetakosninganna vestan hafs. Þetta er mat Davids Rohdes sem er einhver þekktasti sérfræðingur í kosningahegðun í Bandaríkjunum. 18.10.2004 00:01 Stjórnarskrá breytt í kosningum Umdeildur forseti Hvíta-Rússlands verður að líkindum um hríð í embætti því stjórnarskrá landsins var breytt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eftirlitsmenn gera athugasemdir við framkvæmdina, en hann blæs á gagnrýni. 18.10.2004 00:01 Samræmd próf burt Umfangsmestu breytingar á bresku skólakerfi í sextíu ár voru kynntar í gær. Samkvæmt þeim verður dregið mjög úr notkun samræmdra prófa til að mæla árangur nemenda á menntaskólaaldri. 18.10.2004 00:01 Kóreumenn verða áfram í ár Suður Kóreskar hersveitir verða áfram í Írak í að minnsta kosti ár. 2800 Suður Kóreskir hermenn hafa verið sendir til Írak í mánuðinum og 800 í viðbót koma í nóvember. Þeir munu aðallega vinna við hjálparstörf og endurreisn. 17.10.2004 00:01 7 handteknir Sjö hafa verið handteknir í Kína fyrir að pakka og selja gervi-mjólkurduft fyrir kornabörn. Þrettán börn hafa látist eftir neyslu duftsins, og á annað hundrað hafa veikst. Fólkið hafði selt duftið mánuðum saman í norðurhluta landsins áður en athæfið komst upp. Sumt af duftinu var raunverulegt mjólkurduft, en í það vantaði mörg lífsnauðsynleg næringarefni. 17.10.2004 00:01 Karzai byrjar vel Nú hafa 5% atkvæða í forsetakosningunum í Afganistan verið talin, og hefur Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti landsins, fengið 67% þeirra. Búist er við að það taki nokkra daga að ljúka talningunni. Góð kjörsókn var í þessum fyrstu frjálsu þingkosningum í landinu. 17.10.2004 00:01 70 þúsund látnir í Súdan? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að sjötíu þúsund flóttamenn hafi látist í Darfur héraði í Súdan á síðustu mánuðum. Yfirvöld í Súdan segja töluna ekki nærri svona háa. Starfsmenn alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja hinsvegar engan vafa, farsóttir hafi breiðst út og malaríutilfellum fjölgað mjög. Þá hafi margir látist af vannæringu. 17.10.2004 00:01 Taugaskaði eftir offituaðgerð Ný rannsókn sýnir að þeir sem hafa gengist undir aðgerð á maga og þörmum í þeim tilgangi að léttast eiga á hættu að verða fyrir taugaskaða í kjölfar aðgerðarinnar. Fréttastofa BBC greinir frá rannsókninni, sem gerð var við sjúkrahús í Minnesota, og mun birtast á næstunni í tímaritinu Neurology. 17.10.2004 00:01 Heimurinn er ekki öruggari Innrásin í Írak hefur ekki leitt til öruggari heims. Þetta segir Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Þessi orð lét Kofi Annan falla í viðtali á breskri sjónvarpsstöð í morgun, og koma þau sér ekki vel fyrir Bush bandaríkjaforseta og Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, sem hafa hamrað á því undanfarna mánuði, til að réttlæta innrásina í Írak, að heimurinn væri mun öruggari staður nú en áður. 17.10.2004 00:01 Sjö handteknir vegna mjólkurdufts Sjö hafa verið handteknir í Kína fyrir að selja gervi-mjólkurduft fyrir kornabörn. Þrettán börn hafa látist og á annað hundrað veikst. Fólkið er talið hafa komið sextíu tonnum af gervi-mjólkurdufti í umferð og mjólkurdufti sem í vantaði mörg lífsnauðsynleg næringarefni. Framleiðslan var stöðvuð og 36 tonn af duftinu eyðilögð. 17.10.2004 00:01 NY Times styður Kerry Bandaríska stórblaðið The New York Times lýsir yfir stuðningi við John Kerry í leiðara í dag. Segir þar að Kerry hafi sterka siðferðisvitund og búi yfir kostum sem gæti orðið að grunni sterks leiðtoga. Þá lýsir The Boston Globe einnig yfir stuðningi við Kerry í dag. 17.10.2004 00:01 Frakkar kaupa olíu sem aldrei fyrr Frakkar láta hátt olíuverð ekki trufla sig ef marka má nýlegar sölutölur þaðan. Frakkar, sem vanalega eru afar harðir neitendur, nota bensín og olíu sem aldrei fyrr, þrátt fyrir hið háa verð. Ákveðnir hópar í Frakklandi hafa þó staðið fyrir mótmælum eins og vænta mátti, en hafa ekki náð eyrum almennings. 17.10.2004 00:01 Skógarbjörn gengur berseksgang Einn maður lést og sjö slösuðust þegar skógarbjörn gekk berseksgang í Rúmeníu. Skógarhöggsmenn skutu björninn niður þegar mesta æðið var runnið af honum, en þá hafði hann auk fyrrgreindrar árásar á fólk sem var við sveppatýnslu einnig ráðist á sjúkrabíl sem kom á staðinn. 17.10.2004 00:01 Mega skjóta niður dópflugvélar Lög sem heimila flugher Brasilíu að skjóta niður flugvélar sem grunaðar eru um að flytja eiturlyf taka gildi í dag. Stjórnvöld í Brasilíu segja fíkniefnavandann orðinn það alvarlegan í landinu að nausynlegt sé að grípa til harkalegra aðgerða. 17.10.2004 00:01 Níu létust í árásum skæruliða Níu írakskir lögreglumenn létust þegar skæruliða réðust á bíl þeirra fyrr í dag. Lögregumennirnir voru að koma af æfingu suðvestur af Baghdad, þegar skæruliðarnir létu til skarar skríða og drápu alla lögreglumennina sem í bílnum voru. 17.10.2004 00:01 Kerry saxar á fylgi Bush John Kerry saxar á fylgi George Bush samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters/Zogby. Einungis rúmar tvær vikur eru þar til bandarískir kjósendur velja sér forseta annan nóvember. Bandaríska stórblaðið The New York Times lýsti í dag yfir stuðningi við Kerry í leiðara. 17.10.2004 00:01 Hvítrússar kjósa í dag Í dag kjósa Hvítrússar um það hvort Alexander Lukashenko, forseti landsins, skuli hefja sitt þriðja kjörtímabil í embætti. Strangt til tekið er Lukashenko fallinn á tíma, því að hann má aðeins sitja tvö kjörtímabil, en honum leyfist þó að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald sitt, beri þannig undir og það hefur hann gert nú. 17.10.2004 00:01 Indland sigrar klæðskiptingakeppni Litrík og íburðarmikil fegurðarsamkeppni klæðskiptinga var haldin í höfuðborg Perús í gær. Fulltrúi Indlands sigraði með yfirburðum. 21 maður tók þátt í keppninni, sem haldin var í höfuðborg Perú, Líma í gær. Keppendur komu fram í baðfötum, sumarkjólum og kvöldkjólum, á vel sóttri sýningu og það var indverski keppandinn, Lidia Zaray, bar sigur úr bítum. 17.10.2004 00:01 Færri látast í stríðsátökum Enda þótt styrjaldir séu stöðugt í heimsfréttunum þá er það staðreynd að stríðsátökum fer fækkandi og dregið hefur úr mannfalli af þeirra völdum 17.10.2004 00:01 Íraksstríðinu mótmælt Tuttugu þúsund manns streymdu um götur Lundúnaborgar í dag til að mótmæla Íraksstríðinu. Mannfjöldinn krafðist þess að hernaði í Írak yrði hætt og hersveitir bandamanna kallaðar heim. 17.10.2004 00:01 Hryðjuverkamennirnir fíklar Rannsóknir hafa sýnt að sumir hryðjuverkamannanna sem tóku yfir þúsund gísla í skóla í Beslan voru eiturlyfjaneytendur. 17.10.2004 00:01 Ættu að draga úr áhyggjum Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, sagði að Íran ætti að gera ráðstafanir til þess að draga úr alþjóðlegum áhyggjum af kjarnorkuáætlunum þeirra. 17.10.2004 00:01 Sex létust í 11 bíla árekstri Sex manns létust og 15 slösuðust alvarlega þegar trukkur fullur af ólöglegum innflytjendum olli 11 bíla árekstri við flótta frá lögreglu í Phoenix, Arizona. 17.10.2004 00:01 Stefnir í stórsigur Karzai Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistan, hefur fengið tæplega 64 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið síðan þingkosningar fóru fram 9. október. 17.10.2004 00:01 New York Times styður Kerry Dagblaðið New York Times styður John Kerry sem forseta Bandaríkjanna. Blaðið greindi frá þessu í sunnudagsútgáfu sinni og kemur stuðningsyfirlýsingin ekki á óvart. 17.10.2004 00:01 Bandaríkjaher umkringir Falluja Bandarískir hersveitir eru búnar að umkringja borgina Falluja og bandarískar herflugvélar gerðu loftárásir á svæði uppreisnarmanna um helgina. Staðfest hefur verið að þrír borgarar hafi látist í átökunum í gær en óttast er að þeir hafi verið mun fleiri. 17.10.2004 00:01 Lögsóknum anstöðunnar vísað frá Hæstiréttur Myanmar hefur vísað frá lögsóknum stjórnarandstöðuflokks Aun San Suu Kyi þar sem þess er krafist að henni verði gefið frelsi á ný. Þá vildi flokkurinn fá umfjöllun dómstóla um lokun yfirvalda á skrifstofum þeirra. Dómarar við Hæstaréttinn tóku sér einungis nokkrar klukkustundir til að fjalla um lögsóknirnar áður en þeim var vísað frá. 16.10.2004 00:01 Al-Qaeda maður handtekinn Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa handtekið mann sem grunaður er um að hafa fjármagnað hluta af starfsemi Osama Bin Laden og al-Qaeda. Maðurinn, sem er Þjóðverji af sýrískum uppruna, er sagður hafa lagt al-Qaeda lið með fjárstuðningi, síðan 1997 og hafa átt náin tengsl með mönnunum sem frömdu hryðjuverkin í New York þann 11. september árið 2001 16.10.2004 00:01 Höfuðpaurinn sprengdi sig Höfuðpaur hryðjuverkanna í Madrid þann 11. mars er einn mannanna 7 sem sprengdu sig í loft upp þegar lögregla gerði rassíu í höfuðstöðvum þeirra fyrir skömmu. Morðdeild lögreglunnar í Madrid segist hafa borið kennsl á lík mannsins, sem varð lögreglumanni að bana og særði 15, þegar hann sprengdi sig upp ásamt 6 félögum sínum. 16.10.2004 00:01 Fjöldi deyr vegna reykeitrunnar Á aðra milljón manna lætur lífið á ári hverju vegna reykeitrunar af völdum innanhúskyndinga og frumstæðra eldavéla. Alþjóða Heilbrigðismálastofnunum ætlar að fara af stað með átak, sem ætlað er að draga úr dauðsföllum af þessu tagi í fátækum löndum, þar sem slík eitrun er ein algengasta orsök dauða og sjúkdóma. 16.10.2004 00:01 20% eru óákveðnir Einn af hverjum fimm kjósendum í Bandaríkjunum er óákveðinn um það hvern skuli kjósa í forsetakosningunum. Aðeins 17 dagar eru í kosningarnar og fylgi þeirra Bush og Kerrys er hnífjafnt sem stendur. Það stefnir því í æsispennandi kosningar og veltur allt á óákveðnum kjósendum. 16.10.2004 00:01 Persaflóaheilkennið staðfest Vísindamenn í Bandaríkjunum segjast hafa sýnt fram á tivist svokallaðs Persaflóa-heilkennis sem er hugtak, sem notað hefur verið yfir kerfisbundin veikindi bandarískra hermanna sem börðust í fyrra Íraksstríðinu. Þúsundir hermanna þjást af veikindum sem ekki hefur tekist að útskýra. Meðal einkenna eru minnistap, síþreyta og stöðugur svimi. 16.10.2004 00:01 Ramadan byrjar með blóðbaði Þrír bandarískir hermenn létu lífið í sjálfsmorðsárás í Írak, nálægt landamærum Sýrlands, sem átti sér stað í morgun. Þá létust 4 Írakar og 30 slösuðust í árás skæruliða í Baghdad í morgunsárið. Að auki hafa borist fregnir af mannsláti í borgunum Kirkuk og Mosul í dag. 16.10.2004 00:01 Ísraelar yfirgefa Gasa Ísraelsher yfirgaf norðanverða Gazaströnd í nótt eftir 17 daga hernað. Að minnsta kosti 110 Palestínumenn hafa látist, og hundruðir særst í árásunum, sem komu í kjölfar þess að tvö ísraelsk börn létust í eldflaugaárás herskárra Palestínumanna. Bandaríkjastjórn hefur gagnrýnt framgöngu Ísraelsmanna, og sagt hana of harkalega. 16.10.2004 00:01 Geimskutla í vandræðum Rússnesk Soyus geimskutla með þrjá geimfara innanborðs lenti í vandræðum við alþjóðageimstöðina í morgun. Geimfararnir komu til að leysa tvo menn af, sem hafa verið í stöðinni í hálft ár. Þegar skutlan nálgaðist fór hún skyndilega of hratt, án þess að neinn viti hvers vegna. Geimfararnir tóku sjálfstýringuna af og stýrðu skutlunni sjálfir. 16.10.2004 00:01 Boðið upp á skordýr Það er ekki víst að súkkulaðihúðaðir termítar eða hvítlauksristaðir ormar freisti allra, en slíkar kræsingar voru á borðum í Jóhannesarborg á dögunum, og vonast menn til að hinir gómsætu Mopane-ormar verði vinsæl útflutninsvara. Ákveðnar skordýrategundir innihalda nokkuð magn af næringarefnum, og eru alls ekki slæmar á bragðið. 16.10.2004 00:01 Tvær árásir í Afghanistan Þrjú börn og lögreglumaður létust í sprengjuárás í Afghanistan í gær. Þá létu tveir bandarískir hermenn lífið í sambærilegri sprengjuárás í landinu í dag. Árásirnar eru gríðarlegt áfall, þar sem vonast hafði verið til að óöldin í Afghanistan væri loks að lokum komin. 16.10.2004 00:01 Stýrir tækjum með hugarorku Maður á þrítugsaldri, sem er lamaður á báðum fótum og höndum, getur stýrt tölvu og sjónvarpi og spilað tölvuleiki fyrir tilstilli hugarorkunnar. Örsmár tölvukubbur ígræddur í heila mannsins áframsendir boð heila hans og gerir honum þar með kleift að stjórna fyrrgreindum tækjum heima hjá sér. 16.10.2004 00:01 Var ný sloppinn úr fangelsi Leiðtogi hryðjuverkahópsins sem sprengdi lestarnar í Madríd 11. mars var dæmdur í fjórtán ára fangelsi á Spáni árið 1997 vegna tengsla sinna við alsírskan hryðjuverkahóp en látinn laus úr haldi fyrir tveimur árum þegar dómurinn var styttur. 16.10.2004 00:01 Kirkjur eyðilagðar í Bagdad Kristnir íbúar Íraks eru skelfingu lostnir eftir að sprengjur sprungu við fimm kirkjur í Bagdad í gær. Fjöldi árása hefur verið gerður síðan Ramadan, heilagur mánuður múslíma, hófst á föstudaginn. 16.10.2004 00:01 Barist um hvert atkvæði Lokaspretturinn er hafinn í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þriðju og síðustu kappræður þeirra George Bush og Johns Kerrys fóru fram í gær og þar var tekist á um innanríkismálin. Fylgi frambjóðendanna er hnífjafnt og því barist um hvert atkvæði. 15.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Bóluefni í vinning Vegna mikils skorts á bóluefni gegn inflúensu hafa bæjaryfirvöld í Bloomfield í New Jersey ákveðið að efna til happdrættis til að ákvarða hvaða íbúar fá bóluefni. 18.10.2004 00:01
Allt logar í málaferlum Það virðist ekki fjarri lagi að kalla megi komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum kosningar hinna miklu málaferla. Aldrei áður í sögunni hafa jafn mörg mál verið höfðuð í tengslum við kosningar og aldrei hafa jafn margir lögmenn verið fengnir til að fylgjast með framgangi kosninganna að því er fram kemur í The New York Times. 18.10.2004 00:01
Staðan betri í Darfur en í Írak Súdönsk stjórnvöld hafa tekið betur á ástandinu í Darfur en Bandaríkjamenn á ástandinu í Írak, sagði Mustafa Osman Ismael, utanríkisráðherra Súdans, í viðtali við BBC. Hann sakaði bandaríska stjórnmálamenn um að notfæra sér ástandið í Darfur til að bæta ímynd sína í aðdraganda komandi þing- og forsetakosninga í Bandaríkjunum. 18.10.2004 00:01
Pyntingar rannsakaðar í Georgíu Yfirvöld í fyrrum Sovétlýðveldinu Georgíu kanna nú mál fjórtán lögreglumanna sem grunaðir eru um að hafa pyntað fjölda fanga á síðastliðnum árum. Ríkissaksóknari landsins sagði að fleiri lögreglumenn væru grunaðir um pyntingar. 18.10.2004 00:01
Óákveðnir og nýir ráða úrslitum Þeir kjósendur sem ennþá eru óákveðnir og þeir sem aldrei hafa kosið áður koma til með að ráða úrslitum forsetakosninganna vestan hafs. Þetta er mat Davids Rohdes sem er einhver þekktasti sérfræðingur í kosningahegðun í Bandaríkjunum. 18.10.2004 00:01
Stjórnarskrá breytt í kosningum Umdeildur forseti Hvíta-Rússlands verður að líkindum um hríð í embætti því stjórnarskrá landsins var breytt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eftirlitsmenn gera athugasemdir við framkvæmdina, en hann blæs á gagnrýni. 18.10.2004 00:01
Samræmd próf burt Umfangsmestu breytingar á bresku skólakerfi í sextíu ár voru kynntar í gær. Samkvæmt þeim verður dregið mjög úr notkun samræmdra prófa til að mæla árangur nemenda á menntaskólaaldri. 18.10.2004 00:01
Kóreumenn verða áfram í ár Suður Kóreskar hersveitir verða áfram í Írak í að minnsta kosti ár. 2800 Suður Kóreskir hermenn hafa verið sendir til Írak í mánuðinum og 800 í viðbót koma í nóvember. Þeir munu aðallega vinna við hjálparstörf og endurreisn. 17.10.2004 00:01
7 handteknir Sjö hafa verið handteknir í Kína fyrir að pakka og selja gervi-mjólkurduft fyrir kornabörn. Þrettán börn hafa látist eftir neyslu duftsins, og á annað hundrað hafa veikst. Fólkið hafði selt duftið mánuðum saman í norðurhluta landsins áður en athæfið komst upp. Sumt af duftinu var raunverulegt mjólkurduft, en í það vantaði mörg lífsnauðsynleg næringarefni. 17.10.2004 00:01
Karzai byrjar vel Nú hafa 5% atkvæða í forsetakosningunum í Afganistan verið talin, og hefur Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti landsins, fengið 67% þeirra. Búist er við að það taki nokkra daga að ljúka talningunni. Góð kjörsókn var í þessum fyrstu frjálsu þingkosningum í landinu. 17.10.2004 00:01
70 þúsund látnir í Súdan? Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að sjötíu þúsund flóttamenn hafi látist í Darfur héraði í Súdan á síðustu mánuðum. Yfirvöld í Súdan segja töluna ekki nærri svona háa. Starfsmenn alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja hinsvegar engan vafa, farsóttir hafi breiðst út og malaríutilfellum fjölgað mjög. Þá hafi margir látist af vannæringu. 17.10.2004 00:01
Taugaskaði eftir offituaðgerð Ný rannsókn sýnir að þeir sem hafa gengist undir aðgerð á maga og þörmum í þeim tilgangi að léttast eiga á hættu að verða fyrir taugaskaða í kjölfar aðgerðarinnar. Fréttastofa BBC greinir frá rannsókninni, sem gerð var við sjúkrahús í Minnesota, og mun birtast á næstunni í tímaritinu Neurology. 17.10.2004 00:01
Heimurinn er ekki öruggari Innrásin í Írak hefur ekki leitt til öruggari heims. Þetta segir Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Þessi orð lét Kofi Annan falla í viðtali á breskri sjónvarpsstöð í morgun, og koma þau sér ekki vel fyrir Bush bandaríkjaforseta og Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, sem hafa hamrað á því undanfarna mánuði, til að réttlæta innrásina í Írak, að heimurinn væri mun öruggari staður nú en áður. 17.10.2004 00:01
Sjö handteknir vegna mjólkurdufts Sjö hafa verið handteknir í Kína fyrir að selja gervi-mjólkurduft fyrir kornabörn. Þrettán börn hafa látist og á annað hundrað veikst. Fólkið er talið hafa komið sextíu tonnum af gervi-mjólkurdufti í umferð og mjólkurdufti sem í vantaði mörg lífsnauðsynleg næringarefni. Framleiðslan var stöðvuð og 36 tonn af duftinu eyðilögð. 17.10.2004 00:01
NY Times styður Kerry Bandaríska stórblaðið The New York Times lýsir yfir stuðningi við John Kerry í leiðara í dag. Segir þar að Kerry hafi sterka siðferðisvitund og búi yfir kostum sem gæti orðið að grunni sterks leiðtoga. Þá lýsir The Boston Globe einnig yfir stuðningi við Kerry í dag. 17.10.2004 00:01
Frakkar kaupa olíu sem aldrei fyrr Frakkar láta hátt olíuverð ekki trufla sig ef marka má nýlegar sölutölur þaðan. Frakkar, sem vanalega eru afar harðir neitendur, nota bensín og olíu sem aldrei fyrr, þrátt fyrir hið háa verð. Ákveðnir hópar í Frakklandi hafa þó staðið fyrir mótmælum eins og vænta mátti, en hafa ekki náð eyrum almennings. 17.10.2004 00:01
Skógarbjörn gengur berseksgang Einn maður lést og sjö slösuðust þegar skógarbjörn gekk berseksgang í Rúmeníu. Skógarhöggsmenn skutu björninn niður þegar mesta æðið var runnið af honum, en þá hafði hann auk fyrrgreindrar árásar á fólk sem var við sveppatýnslu einnig ráðist á sjúkrabíl sem kom á staðinn. 17.10.2004 00:01
Mega skjóta niður dópflugvélar Lög sem heimila flugher Brasilíu að skjóta niður flugvélar sem grunaðar eru um að flytja eiturlyf taka gildi í dag. Stjórnvöld í Brasilíu segja fíkniefnavandann orðinn það alvarlegan í landinu að nausynlegt sé að grípa til harkalegra aðgerða. 17.10.2004 00:01
Níu létust í árásum skæruliða Níu írakskir lögreglumenn létust þegar skæruliða réðust á bíl þeirra fyrr í dag. Lögregumennirnir voru að koma af æfingu suðvestur af Baghdad, þegar skæruliðarnir létu til skarar skríða og drápu alla lögreglumennina sem í bílnum voru. 17.10.2004 00:01
Kerry saxar á fylgi Bush John Kerry saxar á fylgi George Bush samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters/Zogby. Einungis rúmar tvær vikur eru þar til bandarískir kjósendur velja sér forseta annan nóvember. Bandaríska stórblaðið The New York Times lýsti í dag yfir stuðningi við Kerry í leiðara. 17.10.2004 00:01
Hvítrússar kjósa í dag Í dag kjósa Hvítrússar um það hvort Alexander Lukashenko, forseti landsins, skuli hefja sitt þriðja kjörtímabil í embætti. Strangt til tekið er Lukashenko fallinn á tíma, því að hann má aðeins sitja tvö kjörtímabil, en honum leyfist þó að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald sitt, beri þannig undir og það hefur hann gert nú. 17.10.2004 00:01
Indland sigrar klæðskiptingakeppni Litrík og íburðarmikil fegurðarsamkeppni klæðskiptinga var haldin í höfuðborg Perús í gær. Fulltrúi Indlands sigraði með yfirburðum. 21 maður tók þátt í keppninni, sem haldin var í höfuðborg Perú, Líma í gær. Keppendur komu fram í baðfötum, sumarkjólum og kvöldkjólum, á vel sóttri sýningu og það var indverski keppandinn, Lidia Zaray, bar sigur úr bítum. 17.10.2004 00:01
Færri látast í stríðsátökum Enda þótt styrjaldir séu stöðugt í heimsfréttunum þá er það staðreynd að stríðsátökum fer fækkandi og dregið hefur úr mannfalli af þeirra völdum 17.10.2004 00:01
Íraksstríðinu mótmælt Tuttugu þúsund manns streymdu um götur Lundúnaborgar í dag til að mótmæla Íraksstríðinu. Mannfjöldinn krafðist þess að hernaði í Írak yrði hætt og hersveitir bandamanna kallaðar heim. 17.10.2004 00:01
Hryðjuverkamennirnir fíklar Rannsóknir hafa sýnt að sumir hryðjuverkamannanna sem tóku yfir þúsund gísla í skóla í Beslan voru eiturlyfjaneytendur. 17.10.2004 00:01
Ættu að draga úr áhyggjum Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, sagði að Íran ætti að gera ráðstafanir til þess að draga úr alþjóðlegum áhyggjum af kjarnorkuáætlunum þeirra. 17.10.2004 00:01
Sex létust í 11 bíla árekstri Sex manns létust og 15 slösuðust alvarlega þegar trukkur fullur af ólöglegum innflytjendum olli 11 bíla árekstri við flótta frá lögreglu í Phoenix, Arizona. 17.10.2004 00:01
Stefnir í stórsigur Karzai Hamid Karzai, bráðabirgðaforseti Afganistan, hefur fengið tæplega 64 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið síðan þingkosningar fóru fram 9. október. 17.10.2004 00:01
New York Times styður Kerry Dagblaðið New York Times styður John Kerry sem forseta Bandaríkjanna. Blaðið greindi frá þessu í sunnudagsútgáfu sinni og kemur stuðningsyfirlýsingin ekki á óvart. 17.10.2004 00:01
Bandaríkjaher umkringir Falluja Bandarískir hersveitir eru búnar að umkringja borgina Falluja og bandarískar herflugvélar gerðu loftárásir á svæði uppreisnarmanna um helgina. Staðfest hefur verið að þrír borgarar hafi látist í átökunum í gær en óttast er að þeir hafi verið mun fleiri. 17.10.2004 00:01
Lögsóknum anstöðunnar vísað frá Hæstiréttur Myanmar hefur vísað frá lögsóknum stjórnarandstöðuflokks Aun San Suu Kyi þar sem þess er krafist að henni verði gefið frelsi á ný. Þá vildi flokkurinn fá umfjöllun dómstóla um lokun yfirvalda á skrifstofum þeirra. Dómarar við Hæstaréttinn tóku sér einungis nokkrar klukkustundir til að fjalla um lögsóknirnar áður en þeim var vísað frá. 16.10.2004 00:01
Al-Qaeda maður handtekinn Lögregluyfirvöld í Þýskalandi hafa handtekið mann sem grunaður er um að hafa fjármagnað hluta af starfsemi Osama Bin Laden og al-Qaeda. Maðurinn, sem er Þjóðverji af sýrískum uppruna, er sagður hafa lagt al-Qaeda lið með fjárstuðningi, síðan 1997 og hafa átt náin tengsl með mönnunum sem frömdu hryðjuverkin í New York þann 11. september árið 2001 16.10.2004 00:01
Höfuðpaurinn sprengdi sig Höfuðpaur hryðjuverkanna í Madrid þann 11. mars er einn mannanna 7 sem sprengdu sig í loft upp þegar lögregla gerði rassíu í höfuðstöðvum þeirra fyrir skömmu. Morðdeild lögreglunnar í Madrid segist hafa borið kennsl á lík mannsins, sem varð lögreglumanni að bana og særði 15, þegar hann sprengdi sig upp ásamt 6 félögum sínum. 16.10.2004 00:01
Fjöldi deyr vegna reykeitrunnar Á aðra milljón manna lætur lífið á ári hverju vegna reykeitrunar af völdum innanhúskyndinga og frumstæðra eldavéla. Alþjóða Heilbrigðismálastofnunum ætlar að fara af stað með átak, sem ætlað er að draga úr dauðsföllum af þessu tagi í fátækum löndum, þar sem slík eitrun er ein algengasta orsök dauða og sjúkdóma. 16.10.2004 00:01
20% eru óákveðnir Einn af hverjum fimm kjósendum í Bandaríkjunum er óákveðinn um það hvern skuli kjósa í forsetakosningunum. Aðeins 17 dagar eru í kosningarnar og fylgi þeirra Bush og Kerrys er hnífjafnt sem stendur. Það stefnir því í æsispennandi kosningar og veltur allt á óákveðnum kjósendum. 16.10.2004 00:01
Persaflóaheilkennið staðfest Vísindamenn í Bandaríkjunum segjast hafa sýnt fram á tivist svokallaðs Persaflóa-heilkennis sem er hugtak, sem notað hefur verið yfir kerfisbundin veikindi bandarískra hermanna sem börðust í fyrra Íraksstríðinu. Þúsundir hermanna þjást af veikindum sem ekki hefur tekist að útskýra. Meðal einkenna eru minnistap, síþreyta og stöðugur svimi. 16.10.2004 00:01
Ramadan byrjar með blóðbaði Þrír bandarískir hermenn létu lífið í sjálfsmorðsárás í Írak, nálægt landamærum Sýrlands, sem átti sér stað í morgun. Þá létust 4 Írakar og 30 slösuðust í árás skæruliða í Baghdad í morgunsárið. Að auki hafa borist fregnir af mannsláti í borgunum Kirkuk og Mosul í dag. 16.10.2004 00:01
Ísraelar yfirgefa Gasa Ísraelsher yfirgaf norðanverða Gazaströnd í nótt eftir 17 daga hernað. Að minnsta kosti 110 Palestínumenn hafa látist, og hundruðir særst í árásunum, sem komu í kjölfar þess að tvö ísraelsk börn létust í eldflaugaárás herskárra Palestínumanna. Bandaríkjastjórn hefur gagnrýnt framgöngu Ísraelsmanna, og sagt hana of harkalega. 16.10.2004 00:01
Geimskutla í vandræðum Rússnesk Soyus geimskutla með þrjá geimfara innanborðs lenti í vandræðum við alþjóðageimstöðina í morgun. Geimfararnir komu til að leysa tvo menn af, sem hafa verið í stöðinni í hálft ár. Þegar skutlan nálgaðist fór hún skyndilega of hratt, án þess að neinn viti hvers vegna. Geimfararnir tóku sjálfstýringuna af og stýrðu skutlunni sjálfir. 16.10.2004 00:01
Boðið upp á skordýr Það er ekki víst að súkkulaðihúðaðir termítar eða hvítlauksristaðir ormar freisti allra, en slíkar kræsingar voru á borðum í Jóhannesarborg á dögunum, og vonast menn til að hinir gómsætu Mopane-ormar verði vinsæl útflutninsvara. Ákveðnar skordýrategundir innihalda nokkuð magn af næringarefnum, og eru alls ekki slæmar á bragðið. 16.10.2004 00:01
Tvær árásir í Afghanistan Þrjú börn og lögreglumaður létust í sprengjuárás í Afghanistan í gær. Þá létu tveir bandarískir hermenn lífið í sambærilegri sprengjuárás í landinu í dag. Árásirnar eru gríðarlegt áfall, þar sem vonast hafði verið til að óöldin í Afghanistan væri loks að lokum komin. 16.10.2004 00:01
Stýrir tækjum með hugarorku Maður á þrítugsaldri, sem er lamaður á báðum fótum og höndum, getur stýrt tölvu og sjónvarpi og spilað tölvuleiki fyrir tilstilli hugarorkunnar. Örsmár tölvukubbur ígræddur í heila mannsins áframsendir boð heila hans og gerir honum þar með kleift að stjórna fyrrgreindum tækjum heima hjá sér. 16.10.2004 00:01
Var ný sloppinn úr fangelsi Leiðtogi hryðjuverkahópsins sem sprengdi lestarnar í Madríd 11. mars var dæmdur í fjórtán ára fangelsi á Spáni árið 1997 vegna tengsla sinna við alsírskan hryðjuverkahóp en látinn laus úr haldi fyrir tveimur árum þegar dómurinn var styttur. 16.10.2004 00:01
Kirkjur eyðilagðar í Bagdad Kristnir íbúar Íraks eru skelfingu lostnir eftir að sprengjur sprungu við fimm kirkjur í Bagdad í gær. Fjöldi árása hefur verið gerður síðan Ramadan, heilagur mánuður múslíma, hófst á föstudaginn. 16.10.2004 00:01
Barist um hvert atkvæði Lokaspretturinn er hafinn í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þriðju og síðustu kappræður þeirra George Bush og Johns Kerrys fóru fram í gær og þar var tekist á um innanríkismálin. Fylgi frambjóðendanna er hnífjafnt og því barist um hvert atkvæði. 15.10.2004 00:01