Erlent

Bóluefni í vinning

Vegna mikils skorts á bóluefni gegn inflúensu hafa bæjaryfirvöld í Bloomfield í New Jersey ákveðið að efna til happdrættis til að ákvarða hvaða íbúar fá bóluefni. Bærinn hafði pantað þúsund skammta af bóluefni en fékk aðeins 300 skammta. Það er of lítið fyrir alla þá sem eru í áhættuhópum, svo sem aldraða, ófrískar konur, heilbrigðisstarfsmenn og langveikt fólk. Því verður hverjum og einum úthlutað númeri. Síðan verða dregin út þrjú hundruð númer og handhafar þeirra fá bóluefni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×