Erlent

Hryðjuverkamennirnir fíklar

Rannsóknir hafa sýnt að sumir hryðjuverkamannanna sem tóku yfir þúsund gísla í skóla í Beslan voru eiturlyfjaneytendur. Nikolai Shepel ríkissaksóknari sagði réttarrannsóknarmenn hafa fundið meira magn af eiturlyfjum en löglegt er í líkömum sumra árásarmannanna sem bendir til þess að um sé að ræða langtíma eiturlyfjaneytendur. "Einnig kom í ljós að sumir hryðjuverkamannanna hefðu orðið uppiskroppa með eiturlyf og voru því með fráhvarfseinkenni sem hefur aukið árásargirni þeirra að miklu leyti," sagði Shepel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×