Erlent

Tíundi maðurinn handtekinn

Norska lögreglan handtók í nótt tíunda manninn sem viðriðinn er vopnaða ránið úr vopnabúri hersins í Jostad-moen í sumar. Komið er í ljós að liðsforingi úr hernum er höfuðpaur í málinu en rænt var um 70 vélbyssum, yfir 40 skambyssum og miklu af skotfærum. Ekki liggur fyrir hvað ræningjarnir hugðust fyrir með öll þessi vopn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×