Erlent

Taívanar ætla til Peking

Forsetafrú Taívans segir að Taívanar muni taka þátt í Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að forsetafrúnni, sem er fötluð og í hjólastjól, er bannað að leiða hóp Taívana á opnunarhátíð Ólympíuleika fatlaðra í Aþenu á morgun. Taívönsk stjórnvöld gagnrýndu stjórnendurna í Aþenu fyrir láta undan þrýstingi Kínverja. Forsetafrúin sagði í gær að ef Kínverjar reyndu að koma í veg fyrir þátttöku Taívana eftir fjögur ár brygðist alþjóðasamfélagið harkalega við. Það væri því alveg ljóst að þeir myndu senda íþróttalið til Peking.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×