Erlent

Börnin aftur í skólann

Börn í bænum Beslan í Rússlandi hófu skólagöngu á nýjan leik í dag. Tvær vikur eru síðan um 330 börn og fullorðnir létu lífið þegar hryðjuverkamenn tóku um þúsund manns í gíslingu í skólabyggingu í bænum. Öflug öryggisgæsla er við skólana og vopnaðir lögreglumenn og hermenn tóku á móti börnunum. Undanfarna daga hafa skólarnir í Beslan verið kembdir í leit að vopnum og sprengiefnum. Á myndinni sjást börn og foreldrar þeirra votta hinum látnu virðingu sína með einnar mínútu þögn á fyrsta skóladeginum í Beslan í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×