Fleiri fréttir

Taívanar ósáttir

Stjórnvöld í Taívan eru reið út í stjórnendur Ólympíuleika fatlaðra sem hefjast í Aþenu á föstudaginn. Eiginkonu forseta Taívans, sem er fötluð og í hjólastól, hefur verið bannað að leiða hóp taívanskra íþróttamanna á opnunarhátíðinni.

Kennsla hafin á ný í Beslan

Skólar í Beslan í Norður-Ossetíu hófu kennslu á ný í gær eftir að hafa verið lokaðir í tvær vikur, eða allt síðan eitt þúsund manns voru teknir í gíslingu í einum þeirra. Tæplega 350 manns, stærsti hlutinn börn, létust í uppgjöri hersins og gíslatökumannanna.

Castro sigraði Ívan grimma

Forsíður beggja dagblaðanna á Kúbu í gær voru uppfullar af efni um fellibylinn Ívan grimma sem fór meðfram strönd landsins en eyðilagði ekki nærri jafnmikið og óttast hafði verið.

Ráku einkafangelsi í Kabúl

Þrír Bandaríkjamenn hafa verið dæmdir í allt að tíu ára fangelsi fyrir að pynta Afgana í einkafangelsi í Kabúl.

Áhyggjur af fjölgun jarðarbúa

Sameinuðu þjóðirnar vara við því að ef Vesturlönd auki ekki fjárveitingar sínar í sjóð samtakanna, sem notaður er til að bæta heilbrigðiskerfi landa þriðja heimsins og efla þar kvenréttindi og menntun, muni illa fara.

Flestir sýktir á Indlandi

Fleiri eru smitaðir af alnæmi á Indlandi en í Suður-Afríku, segir talsmaður virtra alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn sjúkdómnum.

Musharraf svíkur loforð

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, verður áfram yfirmaður hersins en hann hafði gert samkomulag við islamska harðlínumenn um að láta af því starfi um áramótin.

Eiffel-turninn lokaður

Ferðamenn í París hafa ekki getað farið upp í Eiffel-turninn vegna verkfalls starfsmanna við turninn.

Ruddust inn í breska þingið

Fimm mótmælendur ruddust inn í breska þingsalinn í gær til að mótmæla banni á refaveiðum sem tekur gildi árið 2006.

Framhjáhald refsivert í Tyrklandi?

Tyrkneska ríkisstjórnin íhugar að gera framhjáhöld refsiverð. Talsmenn stjórnarinnar segja hugmyndina að baki þessu vera þá að vernda fjölskylduna sem stofnun og konur gagnvart eiginmönnum sínum. Ekki kemur þó fram hver refsingin eigi að vera.

Ívan á leið til Mexíkóflóa

Einn öflugasti fellibylur sem um getur færist nú nær Mexíkóflóa eftir að hafa valdið miklum skemmdum á vesturhluta Kúbu, en þó minni en óttast var. Fellibylurinn hefur orðið að minnsta kosti sextíu og átta manns að bana á ferð sinni um Karíbahafið og það virðist sem lítið hafi dregið úr vindhraða fellibylsins sem er í hæsta styrkleikaflokki.

47 látast í Írak

Öflug sprenging sprakk á markaði í Bagdad í morgun og liggja ekki færri en fjörutíu og sjö í valnum. Markaðurinn, sem var fjölsóttur, er skammt frá aðallögreglustöðinni í Bagdad.

Barni kastað út úr bíl

Það þykir ganga kraftaverki næst að kornabarn skuli hafa sloppið lifandi og ómeitt eftir að hafa verið kastað út úr bíl á ferð í Bandaríkjunum gær. Lögreglan í Green Bay, Wisconsin, tók atvikið upp á myndband úr lögreglubíl sem veitti bílnum eftirför.

Vaxtastríð í Noregi

Vaxtastríðið í húsnæðislánageiranum í Noregi heldur áfram, en vextir af húsnæðislaánum í Noregi eru komnir niður fyrir þrjú prósent, auk þess sem norskir bankar taka ekki vaxtavexti, eins og þeir íslensku gera í formi verðtryggingar.

S-Kóreumenn fullir efasemda

Suður-Kóreumenn trúa ekki útskýringum stjórnvalda í Norður-Kóreu um ástæður mikillar sprengingar fyrir helgi. Sprengingin olli sveppaskýi og var talið að kjarnorkusprengja hefði verið sprengd. Norður-Kóreumenn segja hins vegar að fjall hafi verið sprengt til að rýma fyrir virkjun.   

Mary vill endurkjör

Mary McAleese, forseti Írlands, hyggast bjóða sig fram á ný og sækjast eftir endurkjöri. Beðið hefur verið eftir ákvörðun McAleese með eftirvæntingu. Tveir aðrir frambjóðendur hyggjast keppa um embættið: græninginn Eamon Ryan og Evrópuþingmaðurinn Dana Rosemary Scallon

Sprogøe látinn

Danski leikarinn Ove Sprogøe er látinn, áttatíu og fjögurra ára að aldri. Sprogøe er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Egon Olsen í myndunum um Olsen-gengið. En Sprogøe var einnig þekktur og vinsæll sviðsleikari í Danmörku, og lék í hundrað fimmtíu og sex kvikmyndum alls.

Lægri gjöld í Noregi

Norskir bankar taka ekkert lántökugjald vegna húsnæðislána eins og íslenskir bankar gera, og ekki heldur uppgreiðslugjald af lánunum en það gera íslensku bankanir. Norksu húsnæðislánin eru heldur ekki vertryggð,

Ivan inn á Mexicoflóa

Fellibylurinn Ívan er nú kominn langleiðina inn á Mexíkóflóa og stefnir í átt að norðvesturströnd Flórída. Hann olli usla á Kúbu í nótt, en mildi þykir að enginn skildi týna þar lífi.

Fjölgar í fátækrahverfum

Fjöldi þeirra sem búa í fátækrahverfum mun að líkindum tvöfaldast fram til ársins 2030, og segja sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna ástæðu til að óttast að fátækrahverfi verði gróðrarstía öfgamanna.

Arnold bannar náriðla

Náriðlar mega ekki lengur stunda það tómstundagaman sitt að eiga mök við lík í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri þar, undirritaði í gær lög sem banna þá iðju.

Fer Ivan til Florida?

Ívan sneyddi snyrtilega hjá Kúbu í nótt, íbúum og yfirvöldum til mikils léttis. Bylurinn er gríðarkraftmikill og því hefði yfirreið hans getað valdið miklum usla. Mikið rok og rigning gerðu Kúbverjum þrátt fyrir þetta lífið leitt og geysiháar öldur gengu langt inn á land.

Starfsumsókn í MyDoom veiru

Þrjú ný afbrigði af MyDoom veirunni hafa skotið upp kollinum og þau hafa ekki aðeins að geyma hefðbundnar hættulegar veirur heldur einnig bón um atvinnu. Nýju afbrigðin kallast MyDoom U, V og Q og þau freista þess að sýkja tölvur með svokölluðum trójuhesti, Surila, sem gæfi tölvuþrjótum kleift að taka yfir stjórn tölvur og nota þær ýmist til að senda ruslpóst eða hópsendingar til að kaffæra póstþjóna.

Hryðjuverkamyndir birtar

Myndir úr öryggismyndavélum Atocha lestarstöðvarinnar í Madrid sem varð fyrir barðinu á hryðjuverkamönnum þann 11. mars hafa verið birtar opinberlega í fyrsta sinn. Myndirnar, sem eru 6 talsins, sína ringulreiðina sem átti sér stað fyrstu mínúturnar eftir árásirnar.

Yahoo! kaupir Musicmatch

Netfyrirtækið Yahoo! greindi frá því í dag að fyrir dyrum stæðu kaup á einkafyrirtækinu Musicmatch. Með kaupunum hyggst Yahoo! efla tónlistarþjónustu fyrirtækisins á Netinu en Musicmatch hefur boðið Netnotendum hugbúnað að til að stýra stafrænum lagasöfnum og hlusta á útvarpsstöðvar á Netinu.

47 létust í bílsprengingu

47 fórust og 114 særðust þegar mjög öflug bílsprengja sprakk skammt frá aðalstöðvum lögreglunnar í Bagdad í morgun. Þetta er mannskæðasta árás í hálft ár í Írak. Fjöldi fólks var á markaðnum auk þess sem löng röð umsækjenda um störf var við lögreglustöðina þegar sprengjan sprakk.

Í ljónagryfju

Gestum í dýragarði í Sydney í Ástralíu brá í brún þegar þeir urðu vitni að því, þegar ungur maður klifraði yfir girðinguna sem umlykur leiksvæði ljónanna í garðinum. Þegar hann var kominn yfir girðinguna dró hann upp gamla biblíu og gerði sig líklegan til að reyna að klappa ljónunum.

Blair áhyggjufullur

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum í heiminum. í viðtali við BBC segir hann að bregðast verði við breytingunum sem fyrst. Tíminn sé að renna út.

Búist við miklu tjóni á Kúbu

Fellibylurinn Ívan er nú kominn í hóp öflugustu fellibylja sögunnar. Nokkuð hefur dregið úr styrk hans á síðustu dögum en skaðinn er mikill á mörgum eyjum í Kyrrahafinu. </font /></b />

Pútín herðir tökin

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur dregið lærdóm af hryðjuverkunum í Beslan, og telur nauðsynlegt að auka miðstýringu og völd Kremlar til að berjast gegn hryðjuverkavánni. Í leiðinni myndi hann auka enn völd sín í landinu. </font />

12 látnir eftir bílveltu

Tólf manns fórust og álíka margra er saknað, eftir að hópferðabíll valt ofan í árgil í Nepal í morgun. Slysið varð um 250 kílómetra vestur af Kathmandu og voru að minnsta kosti níu erlendir ferðamenn um borð í bílnum.

Pútín vill aukin völd

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vill breyta lögum um val á ríkisstjórum og kosningum til neðri deildar rússneska þingsins, Dúmunnar. Báðar breytingar eru taldar hafa í för með sér aukin völd fyrir forsetann og bandamenn hans.

Ivan stefnir á Kúbu

Fellibylurinn Ivan, stefnir nú með vaxandi hraða á Kúbu eftir að hafa valdið mikilli eyðileggingu á Keiman eyjum í gær. Þök sviftust af húsum, tré rifnuðu upp með rótum, gríðarstórar flóðöldur mynduðust og þurftu margir eyjaskeggjar að flýja upp á húsþök til að komast undan vatnsflaumi fellibylsins.

Sprengingin vegna framkvæmda

Gríðaröflug sprenging í fjallahéraði í Norður-Kóreu fyrir helgi var ekki kjarnorkusprenging, heldur var heilt fjall sprengt til að rýma fyrir virkjun. Þessu halda norður-kóresk stjórvöld fram, en sunnan landamæranna er orðum þeirra tekið með fyrirvara.

Enn árás í Fallujah

Bandarískar hersveitir gerðu enn á ný árásir á bækisstöðvar skæruliða í borginni Fallujah í morgun, og sögðu talsmenn hersins nokkra háttsetta stuðningsmenn Abu Musabs al-Zarqawis hafa setið þar að fundi.

Mannát í Sambíu

Fullorðinn maður hefur verið handtekinn í Sambíu fyrir að grafa upp lík barnabarns síns, skera af því kjöttægjur og elda sér til matar. Veiðimenn komu að manni sem át það sem virtust vera kjöttægjur í kirkjugarði norður af höfuðborginni Lusaka. Við eftirgrennslan kom í ljós að maðurinn hafi grafið upp lík barnabarns síns, sem lést í júlí, sauð af því bita og lagði sér til munns. Lögreglan handtók manninn þegar í stað og kann engar skýringar á framferði hans, en hann mun ekki áður hafa sýnt nein merki um sturlun.

Meiri svefn fyrir sænska unglinga

Sænskir sérfræðingar í svefnvenjum leggja til að unglingar fái að sofa betur út á morgnanna og mæta seinna í skólann en nú tíðkast. Þetta er skoðun þeirra í kjölfar rannsókna, sem leiddu í ljós að um það bil annarhver nemandi í níunda bekk grunnskóla mætir illa sofinn í skólann. </font />

Ívan heldur áfram að skemma

Fellibylurinn Ivan sækir í sig veðrið og stefnir nú hraðbyri í áttina að Kúbu. Fjörutíu og sjö hafa farist í veðurofsanum í Karíbahafi.

Kaupir Baugur Hobbs?

Baugur- Group hefur áhuga á að kaupa bresku kvennfataverslanakeðjuna Hobbs, en andvirði hennar er talið ver ellefu til þrettán miljarðar króna að sögn Financial Times. Ársvelta fyrirtækisins er rúmlega sex milljarðar króna og var hagnaður tólf hundruð milljónir króna í fyrra.

Höfundur Sasser veirunnar ákærður

Meintum höfundi Sasser veirunnar hefur verið birt formleg ákæra. Þýski saksóknarinn tíundar í ákæruskjalinu brot þýska námsmannsins Sven Jaschan og ber á hann þær sakir að hafa unnið skemmdarverk á tölvum, hagrætt skjölum og truflað tölvukerfi í almannaþágu. </span />

Mýs og lyklaborð lesa fingraför

Microsoft hyggst framleiða og markaðssetja innan tíðar tölvumýs og lyklaborð sem verða þeirrar náttúru að þau lesa fingraför.

Lífstíðarfangelsi fyrir Netklám

Stjórnvöld í Kína hafa hert baráttuna gegn Net- og farsímaklámi með því að hóta þeim sem dreifa slíku efni allt að lífstíðarfangelsi,að því er fram kemur hjá Xinhua fréttastofunni.

Hvít hjón eignast svört börn

Ítölsk hjón með hvítan hörundslit krefjast nú bóta frá sjúkrahúsi sem sérhæfir sig í tæknifrjóvgunum, þar sem þeim fæddust hörundsdökkir tívburar. DNA rannsókn hefur nýlega leitt í ljós að faðir tvíburanna er frá Norður-Afríku.

Batman í Buckinghamhöll

Maður íklæddur Batman-búningi stendur nú á syllu í Buckinghamhöll, þar sem öryggisverðir ræða við hann. Maðurinn er í samtökum feðra sem ekki fá að hitta börn sín og er uppátækið til þess fallið að vekja athygli á samtökunum.

Sprengdu fjall í loft upp

Gríðarleg sprenging í Norður-Kóreu fyrir fáeinum dögum sem hefur vakið furðu manna var ekkert slys heldur hluti af virkjanagerð. Þetta hafði breskur undirráðherra, Bill Rammell, eftir Paek Nam Sun, utanríkisráðherra Norður-Kóreu. Að sögn Paek þurfti að sprengja fjall til að halda verkefninu áfram.

Sjá næstu 50 fréttir