Erlent

Lynndie blóraböggull yfirmanna

Lögfræðingar bandaríska fangavarðarins Lynndie England segja að hún sé blóraböggull yfirmanna sinna vegna illrar meðferðar á föngum í írakska fangelsinu Abu Ghraib. Herréttarhöld hefjast á morgun og ætla lögfræðingarnir að kalla til vitnis yfirmenn Lynndie í þeirri von að geta sýnt fram á að ábyrgðin hafi verið þeirra. Myndir af hinni tuttugu og eins árs Lynndie, þar sem hún sést gera lítið úr föngum, hafa vakið óhug um allan heim. Hún er ákærð fyrir að svívirða fangana, óhlýðnast skipunum og fyrir ósæmilegt framferði. Verði Lynndie fundin sek gæti hún þurft að sitja í fangelsi í allt að 38 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×