Fleiri fréttir Framtíð milljóna í húfi Ríkisstjórn Súdan heitir að taka ástandið í Darfur héraði föstum tökum. Á næstu vikum ræðst hvort hún geri alvöru úr loforðum sínum og ennfremur hvort Sameinuðu þjóðirnar fylgi málinu eftir af staðfestu. </font /></b /> 3.8.2004 00:01 Svartfellingar hýsa ekki Fischer Svartfellingar munu ekki skjóta skjólshúsi yfir skákmeistaranum Bobby Fischer vegna andstöðu Bandaríkjamanna að sögn forseta Svartfjallalands. 3.8.2004 00:01 Íþróttadeild stofnuð í Vatíkaninu Ákveðið hefur verið að stofna íþróttadeild í Vatíkaninu til þess að höfða til þeirra milljóna sem fylgjast með Ólympíuleikunum í Aþenu síðar í mánuðinum. 3.8.2004 00:01 Berserkur myrðir í Osló Norska lögreglan leitar manns sem gekk berskerksgang í sporvagni í gær og varð farþega að bana með hníf í gær og særði fimm aðra, tvo alvarlega, eftir því sem greint er frá á heimasíðu Verdens gang. 3.8.2004 00:01 Friðardúfur til Aþenu Fimm friðardúfum, sem bera boðskap fimm trúarleiðtoga, var sleppt í Róm í dag. Þeim er ætlað að fljúga á Ólympíuleikana í Aþenu. Boðskapurinn sem dúfurnar flytja er frá Jóhannesi Páli páfa og æðstu trúarleiðtogum gyðinga og múslima. 3.8.2004 00:01 Geimganga Padalka og Fincke Bandarískur og rússneskur geimfari, fóru í dag í geimgöngu frá Alþjóðlegu geimstöðinni. Þeir bjuggu sig meðal annars undir að taka á móti nýrri tegund af birgðaflaugum, sem verið er að hanna í Evrópu. 3.8.2004 00:01 Halda upp á hertöku Gíbraltar Bretar halda uppá það í dag að 300 ár eru liðin frá því að þeir hertóku Gíbraltarklettinn. Spánverjum er ekki skemmt, en Bretar segja að þetta komi þeim ekki við. Hátíðin er haldin til þess að minnast þess að breski flotinn hertók Gíbraltar árið 1704. 3.8.2004 00:01 Þrír biðu bana á Gaza Þrír Palestínumenn biðu bana í dag, þegar sprengja sem þeir hugðust granda ísraelskri jarðýtu með, sprakk í höndunum á þeim. Sprengingin varð í Rafha flóttamannabúðunum, á Gaza svæðinu, og dæmigerðar fyrir það sem gerist á nær hverjum degi, einhversstaðar á sjálfstjórnarsvæðum palestínumanna. 3.8.2004 00:01 Byggðist á gömlum gögnum Yfirvöld í Bandaríkjunum gáfu út öryggisviðvörun vegna hryðjuverkahættu sem byggðust á þriggja ára gömlum upplýsingum. Samkvæmt tilkynningu frá heimavarnarráðuneytinu var talið að hryðjuverkamenn hyggðu á árás á fjármálastofnanir í New York og Washington. 3.8.2004 00:01 Kerry með leyniáætlun John Kerry, frambjóðandi Demókrataflokksins til forsetaembættisins í Bandaríkjunum, gefur í skyn að hann muni ná samkomulagi um lyktir Íraksstríðsins nái hann kjöri sem forseti. Hann neitar hins vegar að gefa upp hvað hann hafi fyrir sér í þessum efnum. 3.8.2004 00:01 Fordæma árásir á kirkjur Leiðtogar múslima í mörgum löndum hafa fordæmt sprengjuárásir sem gerðar voru á sex kristnar kirkjur, í Írak, í gær. Árásirnar voru allar gerðar á sama tíma, í mismunandi borgum. Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið, og tugir særðust. 2.8.2004 00:01 Eldsvoði í verslunarmiðstöð Að minnstakosti 283 fórust í miklum eldsvoða, í stórri verslunarmiðstöð, í Suður-Ameríkuríkinu Paragvæ, í gær. Yfir eitthundrað manns hlutu mismunandi alvarleg brunasár. Eldurinn kviknaði í gassprengingu, sem varð í matvörudeild verslunarmiðstöðvarinnar. Meðal þeirra sem fórust voru fjölmörg börn, og lögreglan segir að heilu fjölskyldurnar hafi þurrkast út. 2.8.2004 00:01 Ráðlagt að sækja um hæli í Japan Lögfræðingur skáksnillingsins Bobbys Fischer, hefur ráðlagt honum að sækja um pólitískt hæli, í Japan, meðan beðið er úrskurðar dómstóla um hvort hann verður framseldur til Bandaríkjanna. Þar á Fischer yfir höfði sér tíu ára fangelsi fyrir að brjóta viðskiptabann á fyrrverandi Júgóslavíu, með því að tefla þar skákeinvígi, við Boris Spassky, árið 1992. 2.8.2004 00:01 Morðið sett á Netið Morð á tyrkneskum gísl mannræningja í Írak, var sett á internetið, í dag. Tyrkinn var með bundið fyrir augun. Hann var látinn liggja á hnjánum, og skotinn þrem skotum í hnakkann. Mörgum tyrkjum hefur verið rænt, í Írak, undanfarnar vikur, og að minnsta kosti tveir hafa verið myrtir, til viðbótar við þann sem sýndur var í dag. 2.8.2004 00:01 Lokaðir inni í brennandi verslun Eigandi brennandi stórmarkaðar, í Paragvæ, skipaði öryggisvörðum að loka öllum dyrum, til þess að viðskiptavinir kæmust ekki út án þess að borga. Um 300 manns fórust. Stórmarkaðurinn er einn af hinum stærstu sinnar tegundar, sem er höfuðborg Suður-Ameríkuríkisins Paragvæ. 2.8.2004 00:01 Kóka kóla verðmætasta vörumerkið Aðeins tvö norræn fyrirtæki eru á lista yfir hundrað verðmætustu vörumerki heims. Þetta eru Nokia og IKEA. Tímaritið Business Week birti listann, en á honum trónir Coca Cola í efsta sæti. Nokia er í áttunda sæti, fellur úr sjötta sæti í fyrra. IKEA er í fertugasta sæti, hækkar sig úr fertugasta og þriðja sæti í fyrra. 2.8.2004 00:01 Þurfa nýjan þjóðsöng Serbía og Montenegro, einu ríki fyrrum Júgóslavíu sem enn eru í ríkjasambandi, reka nú á eftir því að samþykkt verði nýr þjóðsöngur ríkjanna til að forðast hróp og niðurköll á Ólympíuleikunum, en það þykir mjög líklegt ef spilaður verði gamli þjóðsöngur Júgóslavíu. 2.8.2004 00:01 Alþjóðlegt heimskautaár 2007 Alþjóðlegt heimskautaár hefst árið 2007. Þá munu vísindamenn hefja nýjar boranir í Grænlandsjökli í þeim tilgangi að öðlast meiri þekkingu um fortíðina. Þetta kemur fram í frétt frá NRK í Noregi. 2.8.2004 00:01 Viðbúnaður Bandaríkjanna aukinn Óupplýst handtaka á 25 ára tölvunarfræðingi þann 13. júlí leiddi til þess að viðbúnaðarstig bandarískra stjórnvalda var hækkað á sunnudag. 2.8.2004 00:01 Mikil flóð í Pennsylvaníu Úrhellis rigningar og flóð ollu miklum usla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær. Flóðin voru slík að hús fóru á bólakaf og bílar sópuðust eftir götum. Þetta olli miklum samgöngutruflunum, bæði á landi og í lofti. 2.8.2004 00:01 Gríðarlegar öryggisráðstafanir Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar við fjármálastofnanir í New York, vegna yfirvofandi árásar hryðjuverkamanna. Þegar fjármálastofnanir í New York opnuðu fyrir viðskipti, í morgun, voru þær umkringdar vegatálmum, öryggishliðum og lögregluþjónum með hríðskotariffla og sprengjuleitarhunda. 2.8.2004 00:01 Sprenging í miðbæ Prag Sprenging varð í Prag í dag, í miðju verslunarhverfi í sögufrægum hluta miðbæjarins. Talið er að bíll hafi sprungið og að minnsta kosti 16 séu særðir.en ekki vitað nánar um tildrög sprengingarinnar. 1.8.2004 00:01 Sex látnir í Uzbekistan Sex eru nú látnir eftir sprengjuárásir á sendiráð Bandaríkjanna og Ísraels og skrifstofur ríkissaksóknara í borginni Tashkent í Uzbekistan á föstudaginn. Talið er að múslimskir öfgamenn standi að baki verknaðinum. 1.8.2004 00:01 Sextíu ár frá uppreisn í Varsjá Sextíu ár eru liðin frá því að íbúar Varsjár í Póllandi risu upp gegn ógnarstjórn nasista í Seinni Heimsstyrjöld. 200 þúsund Pólverjar létust í uppreisninni og höfuðborgin var lögð í rúst í átökunum. 1.8.2004 00:01 Sjö gíslar lausir úr haldi Sjö gíslar sem hafa verið í haldi mannræningja í Írak í tvær vikur, hefur verið sleppt að sögn utanríkisráðherra Kenya. Talmenn indversku stjórnarinnar segjast þó ekki hafa fengið neina staðfestingu um að gíslarnir hafi verið látnir lausir. 1.8.2004 00:01 Gíslarnir enn í haldi Þeir sjö gíslar sem ríkisstjórn Kenýa sagði að hefðu verið sleppt í dag, eru enn í haldi mannræningja í Írak að sögn atvinnuveitenda mannanna en þeir voru bílstjórar fyrir kúweiskt fyrirtæki í Írak. 1.8.2004 00:01 12 látast í kirkjusprengingum Talið er að að minnsta kosti 12 hafi látist í nokkrum sprengingum nálægt kirkjum í Bagdad og borginni Mosul í dag að sögn lögreglu í Írak. Fyrstu tvær sprengingarnar urðu nálægt kirkjum í fjölmennu verslunarhverfi í Bagdad. 1.8.2004 00:01 20 manns létust í Írak í dag Hátt í 20 manns létust í sex sprengjuárásum í Bagdad og Mósúl í Írak í dag. Flestar þeirra voru sjálfsmorðsárásir fyrir utan kristnar kirkjur. Í það minnsta tólf létust í einni sprengjunni en uppreisnarmaður lagði bíl sínum fullum af sprengiefni fyrir utan armenska kirkju í miðborg Bagdads í þann mund sem guðþjónusta var að hefjast. 1.8.2004 00:01 Viðbúnaður í New York Mikill viðbúnaður er í New York, New Jersey og Washington en stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hafa öruggar heimildir fyrir því að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hyggist gera árás á fjármálastofnanir í borgunum. 1.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Framtíð milljóna í húfi Ríkisstjórn Súdan heitir að taka ástandið í Darfur héraði föstum tökum. Á næstu vikum ræðst hvort hún geri alvöru úr loforðum sínum og ennfremur hvort Sameinuðu þjóðirnar fylgi málinu eftir af staðfestu. </font /></b /> 3.8.2004 00:01
Svartfellingar hýsa ekki Fischer Svartfellingar munu ekki skjóta skjólshúsi yfir skákmeistaranum Bobby Fischer vegna andstöðu Bandaríkjamanna að sögn forseta Svartfjallalands. 3.8.2004 00:01
Íþróttadeild stofnuð í Vatíkaninu Ákveðið hefur verið að stofna íþróttadeild í Vatíkaninu til þess að höfða til þeirra milljóna sem fylgjast með Ólympíuleikunum í Aþenu síðar í mánuðinum. 3.8.2004 00:01
Berserkur myrðir í Osló Norska lögreglan leitar manns sem gekk berskerksgang í sporvagni í gær og varð farþega að bana með hníf í gær og særði fimm aðra, tvo alvarlega, eftir því sem greint er frá á heimasíðu Verdens gang. 3.8.2004 00:01
Friðardúfur til Aþenu Fimm friðardúfum, sem bera boðskap fimm trúarleiðtoga, var sleppt í Róm í dag. Þeim er ætlað að fljúga á Ólympíuleikana í Aþenu. Boðskapurinn sem dúfurnar flytja er frá Jóhannesi Páli páfa og æðstu trúarleiðtogum gyðinga og múslima. 3.8.2004 00:01
Geimganga Padalka og Fincke Bandarískur og rússneskur geimfari, fóru í dag í geimgöngu frá Alþjóðlegu geimstöðinni. Þeir bjuggu sig meðal annars undir að taka á móti nýrri tegund af birgðaflaugum, sem verið er að hanna í Evrópu. 3.8.2004 00:01
Halda upp á hertöku Gíbraltar Bretar halda uppá það í dag að 300 ár eru liðin frá því að þeir hertóku Gíbraltarklettinn. Spánverjum er ekki skemmt, en Bretar segja að þetta komi þeim ekki við. Hátíðin er haldin til þess að minnast þess að breski flotinn hertók Gíbraltar árið 1704. 3.8.2004 00:01
Þrír biðu bana á Gaza Þrír Palestínumenn biðu bana í dag, þegar sprengja sem þeir hugðust granda ísraelskri jarðýtu með, sprakk í höndunum á þeim. Sprengingin varð í Rafha flóttamannabúðunum, á Gaza svæðinu, og dæmigerðar fyrir það sem gerist á nær hverjum degi, einhversstaðar á sjálfstjórnarsvæðum palestínumanna. 3.8.2004 00:01
Byggðist á gömlum gögnum Yfirvöld í Bandaríkjunum gáfu út öryggisviðvörun vegna hryðjuverkahættu sem byggðust á þriggja ára gömlum upplýsingum. Samkvæmt tilkynningu frá heimavarnarráðuneytinu var talið að hryðjuverkamenn hyggðu á árás á fjármálastofnanir í New York og Washington. 3.8.2004 00:01
Kerry með leyniáætlun John Kerry, frambjóðandi Demókrataflokksins til forsetaembættisins í Bandaríkjunum, gefur í skyn að hann muni ná samkomulagi um lyktir Íraksstríðsins nái hann kjöri sem forseti. Hann neitar hins vegar að gefa upp hvað hann hafi fyrir sér í þessum efnum. 3.8.2004 00:01
Fordæma árásir á kirkjur Leiðtogar múslima í mörgum löndum hafa fordæmt sprengjuárásir sem gerðar voru á sex kristnar kirkjur, í Írak, í gær. Árásirnar voru allar gerðar á sama tíma, í mismunandi borgum. Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið, og tugir særðust. 2.8.2004 00:01
Eldsvoði í verslunarmiðstöð Að minnstakosti 283 fórust í miklum eldsvoða, í stórri verslunarmiðstöð, í Suður-Ameríkuríkinu Paragvæ, í gær. Yfir eitthundrað manns hlutu mismunandi alvarleg brunasár. Eldurinn kviknaði í gassprengingu, sem varð í matvörudeild verslunarmiðstöðvarinnar. Meðal þeirra sem fórust voru fjölmörg börn, og lögreglan segir að heilu fjölskyldurnar hafi þurrkast út. 2.8.2004 00:01
Ráðlagt að sækja um hæli í Japan Lögfræðingur skáksnillingsins Bobbys Fischer, hefur ráðlagt honum að sækja um pólitískt hæli, í Japan, meðan beðið er úrskurðar dómstóla um hvort hann verður framseldur til Bandaríkjanna. Þar á Fischer yfir höfði sér tíu ára fangelsi fyrir að brjóta viðskiptabann á fyrrverandi Júgóslavíu, með því að tefla þar skákeinvígi, við Boris Spassky, árið 1992. 2.8.2004 00:01
Morðið sett á Netið Morð á tyrkneskum gísl mannræningja í Írak, var sett á internetið, í dag. Tyrkinn var með bundið fyrir augun. Hann var látinn liggja á hnjánum, og skotinn þrem skotum í hnakkann. Mörgum tyrkjum hefur verið rænt, í Írak, undanfarnar vikur, og að minnsta kosti tveir hafa verið myrtir, til viðbótar við þann sem sýndur var í dag. 2.8.2004 00:01
Lokaðir inni í brennandi verslun Eigandi brennandi stórmarkaðar, í Paragvæ, skipaði öryggisvörðum að loka öllum dyrum, til þess að viðskiptavinir kæmust ekki út án þess að borga. Um 300 manns fórust. Stórmarkaðurinn er einn af hinum stærstu sinnar tegundar, sem er höfuðborg Suður-Ameríkuríkisins Paragvæ. 2.8.2004 00:01
Kóka kóla verðmætasta vörumerkið Aðeins tvö norræn fyrirtæki eru á lista yfir hundrað verðmætustu vörumerki heims. Þetta eru Nokia og IKEA. Tímaritið Business Week birti listann, en á honum trónir Coca Cola í efsta sæti. Nokia er í áttunda sæti, fellur úr sjötta sæti í fyrra. IKEA er í fertugasta sæti, hækkar sig úr fertugasta og þriðja sæti í fyrra. 2.8.2004 00:01
Þurfa nýjan þjóðsöng Serbía og Montenegro, einu ríki fyrrum Júgóslavíu sem enn eru í ríkjasambandi, reka nú á eftir því að samþykkt verði nýr þjóðsöngur ríkjanna til að forðast hróp og niðurköll á Ólympíuleikunum, en það þykir mjög líklegt ef spilaður verði gamli þjóðsöngur Júgóslavíu. 2.8.2004 00:01
Alþjóðlegt heimskautaár 2007 Alþjóðlegt heimskautaár hefst árið 2007. Þá munu vísindamenn hefja nýjar boranir í Grænlandsjökli í þeim tilgangi að öðlast meiri þekkingu um fortíðina. Þetta kemur fram í frétt frá NRK í Noregi. 2.8.2004 00:01
Viðbúnaður Bandaríkjanna aukinn Óupplýst handtaka á 25 ára tölvunarfræðingi þann 13. júlí leiddi til þess að viðbúnaðarstig bandarískra stjórnvalda var hækkað á sunnudag. 2.8.2004 00:01
Mikil flóð í Pennsylvaníu Úrhellis rigningar og flóð ollu miklum usla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær. Flóðin voru slík að hús fóru á bólakaf og bílar sópuðust eftir götum. Þetta olli miklum samgöngutruflunum, bæði á landi og í lofti. 2.8.2004 00:01
Gríðarlegar öryggisráðstafanir Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar við fjármálastofnanir í New York, vegna yfirvofandi árásar hryðjuverkamanna. Þegar fjármálastofnanir í New York opnuðu fyrir viðskipti, í morgun, voru þær umkringdar vegatálmum, öryggishliðum og lögregluþjónum með hríðskotariffla og sprengjuleitarhunda. 2.8.2004 00:01
Sprenging í miðbæ Prag Sprenging varð í Prag í dag, í miðju verslunarhverfi í sögufrægum hluta miðbæjarins. Talið er að bíll hafi sprungið og að minnsta kosti 16 séu særðir.en ekki vitað nánar um tildrög sprengingarinnar. 1.8.2004 00:01
Sex látnir í Uzbekistan Sex eru nú látnir eftir sprengjuárásir á sendiráð Bandaríkjanna og Ísraels og skrifstofur ríkissaksóknara í borginni Tashkent í Uzbekistan á föstudaginn. Talið er að múslimskir öfgamenn standi að baki verknaðinum. 1.8.2004 00:01
Sextíu ár frá uppreisn í Varsjá Sextíu ár eru liðin frá því að íbúar Varsjár í Póllandi risu upp gegn ógnarstjórn nasista í Seinni Heimsstyrjöld. 200 þúsund Pólverjar létust í uppreisninni og höfuðborgin var lögð í rúst í átökunum. 1.8.2004 00:01
Sjö gíslar lausir úr haldi Sjö gíslar sem hafa verið í haldi mannræningja í Írak í tvær vikur, hefur verið sleppt að sögn utanríkisráðherra Kenya. Talmenn indversku stjórnarinnar segjast þó ekki hafa fengið neina staðfestingu um að gíslarnir hafi verið látnir lausir. 1.8.2004 00:01
Gíslarnir enn í haldi Þeir sjö gíslar sem ríkisstjórn Kenýa sagði að hefðu verið sleppt í dag, eru enn í haldi mannræningja í Írak að sögn atvinnuveitenda mannanna en þeir voru bílstjórar fyrir kúweiskt fyrirtæki í Írak. 1.8.2004 00:01
12 látast í kirkjusprengingum Talið er að að minnsta kosti 12 hafi látist í nokkrum sprengingum nálægt kirkjum í Bagdad og borginni Mosul í dag að sögn lögreglu í Írak. Fyrstu tvær sprengingarnar urðu nálægt kirkjum í fjölmennu verslunarhverfi í Bagdad. 1.8.2004 00:01
20 manns létust í Írak í dag Hátt í 20 manns létust í sex sprengjuárásum í Bagdad og Mósúl í Írak í dag. Flestar þeirra voru sjálfsmorðsárásir fyrir utan kristnar kirkjur. Í það minnsta tólf létust í einni sprengjunni en uppreisnarmaður lagði bíl sínum fullum af sprengiefni fyrir utan armenska kirkju í miðborg Bagdads í þann mund sem guðþjónusta var að hefjast. 1.8.2004 00:01
Viðbúnaður í New York Mikill viðbúnaður er í New York, New Jersey og Washington en stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hafa öruggar heimildir fyrir því að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hyggist gera árás á fjármálastofnanir í borgunum. 1.8.2004 00:01