Erlent

Arafat hylltur í Ramallah

Hundruð stuðningsmanna Yassers Arafats, forseta Palestínu, voru samankomin á götum Ramallah borgar á Vesturbakkanum í dag til að hylla forsetann. Stuðningur við Arafat hefur minnkað síðustu misseri en samkoman í dag sýnir að hann nýtur enn mikils stuðnings meðal þegna sinna. Arafat hefur ekki mátt fara frá höfuðstöðvum sínum í Ramallah í tvö ár. Meðlimir úr Fatah-hreyfingu Arafats stóðu hins vegar fyrir mótmælum í borginni Nablus og hvöttu til byltingar á heimastjórnarsvæðunum gegn undiroki Ísraelsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×