Erlent

Áfengisþorsti Finna hjálpar Eistum

Þyrstir Finnar ferðast í það miklum mæli yfir til nágranna sinna í Eistlandi til áfengiskaupa að efnahagur Sovétríkisins fyrrverandi hefur batnað umtalsvert að sögn eistneska fjármálaráðuneytisins. Finnar hafa gert þetta í fjölda ára þar sem áfengið er miklu ódýrara í Eistlandi en takmörk hafa verið fyrir því mikið áfengi frændur vorir mega kaupa. Í maí síðastliðnum gengu Eistar hins vegar í Evrópusambandið sem gerir það að verkum að Finnar geta nú hamstrað vodka, bjór og fleira áfengi eins og þá lystir. Skatttekjur af áfengiskaupum í Eistlandi ruku í kjölfarið upp um 40% miðað við sama tíma í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×