Fleiri fréttir Rannsókn á rafmagnsleysinu Saksóknari á Grikklandi hefur hafið rannsókn á allsherjar rafmagnsleysi sem varð í höfuðborginni Aþenu í gær og á stóru svæði í suðurhluta landsins. Rafmagn fór af í nokkra klukkutíma sem gerði m.a. að verkum að hundruð manna festust í lyftum og lestarsamgöngur stöðvuðust. 13.7.2004 00:01 Trölli stolið Breska lögreglan leitar nú manna sem stálu 1,5 metra hárri útgáfu af græna tröllinu Shrek úr samnefndri teiknimynd. 13.7.2004 00:01 Vegabréf fyrir hunda og ketti Frá og með 1. október þurfa hundar og kettir sem fara á með yfir Eyrarsund að hafa svokölluð dýravegabréf. Dýralæknar hafa gefið út þessi vegabréf frá 3. júlí sl. 13.7.2004 00:01 Unnið að endurskipulagningu Kortagerðarmenn Ísraelshers vinna að því að endurteikna öryggismúrinn sem er í byggingu á vesturbakka Jórdanar. 13.7.2004 00:01 23 mafíósar handteknir Lögreglan á Sikiley hefur handtekið 23 manneskjur sem grunaðar eru um „mafíuglæpi“ eins og það er orðað í erlendum fréttamiðlum. 13.7.2004 00:01 Sex manna fjölskylda fundin Sex manna fjölskylda frá Suður-Wales er komin í leitirnar eftir að hafa verið saknað frá heimili sínu í Cardiff í tvær vikur. Sky fréttastofan greinir frá því að fjölskyldufaðirinn, sem er 57 ára, hafi gengið inná lögreglustöð í suðurhluta Englands eftir að hafa séð auglýst eftir fjölskyldu sinni í dagblaði. 13.7.2004 00:01 Óæskileg áhrif Berlusconis hindruð Ítalska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp sem er ætlað að girða fyrir óæskileg áhrif forsætisráðherrans, Silvio Berlusconis, sem á einnig um helming í fjölmiðlum landsins. 13.7.2004 00:01 Óttast rafmagnsleysi Óttast er að rafmagnsleysi geti valdið usla á ólympíuleikunum í Aþenu í næsta mánuði verði áfram eins heitt í veðri og verið hefur. 13.7.2004 00:01 NATO kannar aðkomu að Írak Jaap De Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ætlar að kynna leiðtogum aðildarríkjanna nýjar tillögur í mánuðinum, um hvernig bandalagið geti komið frekar að málum í Írak. Í síðasta mánuði samþykktu aðildarríki NATO að taka að sér herþjálfun Íraka. Scheffer vonast til að geta kynnt tillögur sínar í ágústbyrjun. 13.7.2004 00:01 Amnesty gagnrýnir Grikki Mannréttindasamtölin Amnesty International gagnrýnir öryggisgæslu grískra stjórnvalda fyrir ólympíuleikana í ágúst. Samtökin segja að hætta sé á að viðbúnaðurinn skerði félagsleg réttindi ýmissa minnihlutahópa á borð við sígauna, sem séu berskjaldaðir fyrir aðgerðum stjórnvalda. 13.7.2004 00:01 Tígrisdýr laust í Flórída Tvö hundruð og sjötíu kílóa tígrisdýr gengur enn laust í Flórída, annan daginn í röð. Tígurinn slapp úr búri eiganda síns, leikarans Steve Sipek, sem eitt sinn lék Tarzan. Lögregla hefur sett upp girðingu í kringum leitarsvæðið og leitar dýrsins ákaft. 13.7.2004 00:01 Dregin út úr Niagarafossum Ung kona var bókstaflega dregin út úr Niagarafossum um helgina. Ekki er vitað hvernig konan lenti í fossunum en hún náði að hanga í kletti við fossana. 13.7.2004 00:01 10 ára börn í herþjálfunarbúðum Tíu ára palestínskum börnum er kennt að drepa og sprengja í sérstökum herþjálfunarbúðum á Gasasvæðinu. Myndir frá þessum illræmdu búðum komu í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir í dag á sjónvarpsstöðinni Sky. 13.7.2004 00:01 Leyfa eftirlíkingar alnæmislyfja Jacques Chirac, forseti Frakklands, kallar það jafngildi fjárkúgunar að Bandaríkjamenn skuli þrýsta á fátækar þjóðir að gefa eftir rétt sinn til að framleiða ódýrar eftirlíkingar af alnæmislyfjum í skiptum fyrir tilslakanir í viðskiptum. 13.7.2004 00:01 Peres og Sharon vinna saman Shimon Peres, einn leiðtoga Verkamannaflokks Ísraels, hefur fallist á að vinna með Ariel Sharon forsætisráðherra að brotthvarfi frá Gasa-svæðinu. Stjórnmálaleiðtogarnir ræddu einnig hugsanlega myndun þjóðstjórnar. 12.7.2004 00:01 Óvissa um örlög gíslsins Óvissa ríkir um örlög filipseysk gísls sem mannræningjar í Írak hafa hótað að drepa. Mannræningjarnir vilja að Filipseyingar kalli hermenn sína til baka þegar í stað en yfirvöld hafa hafnað því og segja þá koma heim að loknum verkefnum sínum í ágúst. 12.7.2004 00:01 Fjölgun erlendra lækna í Danmörku Fjöldi erlendra lækna sem starfa í Danmörku hefur þrefaldast á síðustu árum. Vegna mikils skorts á heilbrigðisstarfsfólki í landinu ráðgera stjórnvöld nú að flytja inn starfsfólk frá Austur- Evrópu. 12.7.2004 00:01 Nikkei hækkar vegna kosninga Japanska hlutabréfavísitalan, Nikkei, hækkar í dag um 1,39 prósent, eftir að ljóst varð að samsteypustjórn Koizumis forsætisráðherra héldi meirihluta í efri deild japanska þingsins. Endanleg úrslit í kosningunum hafa ekki verið birt en samkvæmt spám tapar flokkur Koizumis fylgi og hlýtur 49 af 121 þingsæti í efri deildinni. 12.7.2004 00:01 Stálmúr í kringum þinghúsið Breska innanríkisleyniþjónustan, MI 5, vill að róttækar breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi öryggismála í og við breska þingið til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Meðal þess sem sérfræðingar MI 5 eru sagðir ætla að leggja til er stálmúr í kringum Westminster sem er þinghús þeirra Breta. 12.7.2004 00:01 Möguleg frestun kosninga Bandarísk stjórnvöld hafa undirbúið neyðaráætlun til að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum í nóvember ef hryðjuverk verða framin í Bandaríkjunum skömmu fyrir kjördag. Þetta kemur fram í vikuritinu Newsweek í dag. 12.7.2004 00:01 Friðargæsluliðar særðust í Kósóvó Fjórir finnskir friðargæsluliðar særðust lítillega í árás byssumanna í Kósóvó um helgina. Friðargæsluliðarnir voru í eftirlitsferð skammt frá þorpinu Terbovc þegar skotið var á þá. Sex Albanir voru yfirheyrðir vegna málsins en þeim hefur verið sleppt. 12.7.2004 00:01 Rafgmagnslaust í Aþenu Rafmagn virðist vera farið af stærstum hluta Aþenu, höfuðborgar Grikklands. Starfsmaður rafmagnsveitunnar þar í borg segir fólk hafa verið að hringja hvaðanæva frá í borginni til að tilkynna ragmagnsleysi en ekki er vitað hvað veldur. 12.7.2004 00:01 Blóðugasti dagurinn til þessa Gærdagurinn var sá blóðugasti það sem af er San Fermin hátíðinni í Pamplona þetta árið. Átta einstaklingar fengu að kenna á hornum nautanna sem þeir reyndu að hlaupa á undan og í það minnsta tíu til viðbótar meiddust með einum eða öðrum hætti. 12.7.2004 00:01 Frakkar og Írakar taka upp þráðinn Frakkar hafa tekið upp stjórnmálasamband við Íraka að nýju en því var slitið eftir innrás Íraka í Kúveit árið 1990. Í yfirlýsingu frá franska utanríkisráðuneytinu nú fyrir stundu segir að stefnt sé að því að stjórnmálasamskiptin muni koma báðum ríkjum til góða. 12.7.2004 00:01 Óttast nýtt vígbúnaðarkapphlaup Pakistönsk stjórnvöld hafa áhyggjur af auknum útgjöldum Indverja til varnarmála og óttast að nýtt vígbúnaðarkapphlaup kunni að hefjast á milli þessara nágrannaríkja sem hafa átt í stöðugum deilum um áratugaskeið. 12.7.2004 00:01 Klerkar óttast hörð áfengislög Króatískir klerkar óttast að ný lög gegn ölvunarakstri eigi eftir að koma í bakið á þeim. Stjórnvöld hafa brugðist við fjölgun banaslysa í umferðinni með því að setja lög sem kveða á um að ekkert áfengi megi finnast í blóði ökumanna. Klerkarnir óttast að þetta komi sér illa fyrir þá vegna þess að hluti af messuhaldi sé að drekka messuvín. 12.7.2004 00:01 Milljónir flýja heimili sín Á þriðja hundrað manns hafa látið lífið og milljónir neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða sem hafa lagt stór landsvæði í Indlandi, Bangladess og Nepal undir vatn. Þrjár milljónir íbúa Bangladess hafa ýmist neyðst til að flýja heimili sín eða eru innilokaðir á þeim. Tvær milljónir Indverja hafast við í tjöldum. 12.7.2004 00:01 Á móti dauðarefsingu Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins hvetja bráðabirgðaríkisstjórn Íraks til að innleiða ekki dauðarefsingu á ný. Þetta kemur fram í drögum að yfirlýsingu sem Reuters-fréttastofan hefur undir höndum en ríkisstjórn Íraks hefur hugleitt að innleiða dauðarefsingu. 12.7.2004 00:01 Hjálpaði við hengingu konu sinnar Íranskur eiginmaður rauf sáttmála sem hann hafði gert við konu sína þess efnis að þau myndu svipta hvort annað lífi vegna sektarkenndar yfir því að hafa stundað kynlíf fyrir giftingu. Hjónin höfðu verið gift í aðeins tvo daga þegar þau gerðu með sér sáttmála um að drepa hvort annað samtímis. 12.7.2004 00:01 Vilja geta frestað kosningum Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna vill opna fyrir þann möguleika að fresta kosningum ef hryðjuverkamenn láta til skarar skríða. Forsetakosningum hefur aldrei verið frestað, ekki einu sinni á stríðstímum. 12.7.2004 00:01 Árás á Abu Grahib Sprengjuárás var gerð á Abu Grahib fangelsið í Írak í nótt, að sögn talsmanns Bandaríkjahers. Erlendur verktaki særðist lítilsháttar í árásinni en talsmaðurinn vildi ekki gefa upp þjóðerni mannsins. 12.7.2004 00:01 Yukos býður 7 milljarða dollara Nýr yfirmaður Yukos olíufélagsins rússneska hefur boðið þarlendum stjórnvöldum rúmlega sjö milljarða dollara, eða sem samsvarar rúmum 500 milljörðum króna, upp í meintar skattaskuldir félagsins sem eru til rannsóknar ásamt svikum fyrrverandi forstjóra þess, Mikhails Khodorkovskys. 12.7.2004 00:01 Ræddu nýja þjóðstjórn Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Ísrael hittust í gær og ræddu möguleika á þjóðstjórn þrátt fyrir að mikillar andstöðu gæti við þá hugmynd innan beggja flokka. Búist er við að flokkarnir skipi samninganefndir í dag og að formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjist á næstu dögum. 12.7.2004 00:01 Vörn Milosevic frestað Vörn Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í réttarhöldunum yfir honum fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag hefur verið frestað þar til í næstu viku. Ástæðan er sögð vera heilsufar Milosevic en blóðþrýstingur hans er víst mjög hár þessa dagana. 12.7.2004 00:01 Fresturinn framlengdur Mannræningjarnir sem hafa filippseyskan vörubílstjóra í haldi sínu í Írak hafa framlengt frest stjórnvalda á Filippseyjum til að kalla herlið sitt heim frá Írak, ellegar verði gíslinn afhöfðaður. Arabísk sjónvarpsstöð greindi frá þessu fyrr í dag. 12.7.2004 00:01 Launakerfið er veikleikinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að niðurstöður Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga árið 2003 komi sér ekki á óvart. Hann segir stærsta veikleikann í ríkisfjármálum vera fólgið í launakerfinu. 12.7.2004 00:01 Jarðskjálfti í Slóveníu og Ítalíu Jarðskjálfti upp á 5,2 á Richter skók Slóveníu og norðvesturhluta Ítalíu um þrjúleytið í dag að staðartíma. Engin alvarleg meiðsl hafa verið tilkynnt en skjálftans varð m.a. vart í Feneyjum. 12.7.2004 00:01 5 ára drengur týndist í Danmörku Fimm ára drengur frá Hróarskeldu í Danmörku hvarf í meira en fjórtán tíma í gær en fannst heill á húfi við dýragarðinn í Klampenborg. Samkvæmt frétt dagblaðs í Hróarskeldu fór drengurinn ungi í göngutúr með öldruðum frænda sínum á sunnudagsmorgun. 12.7.2004 00:01 Vantrauststillaga felld Vantrauststillaga gegn efnahagsstefnu Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, var felld í dag á ísraelska þinginu. 55 greiddu atkvæði með tillögunni og jafnmargir voru á móti henni. 12.7.2004 00:01 Fundust á árabáti úti á reginhafi Þýskt skip með þrjátíu og sex súdanska flóttamenn innanborðs fékk að leggjast að bryggju á Ítalíu í dag. Fólkið flúði vargöld og hungursneyð í heimalandi sínu á árabát sem þýska skipið fann úti á reginhafi. 12.7.2004 00:01 Tígrisdýrahvolpar fæðast í Kína Tveir tígrisdýrahvolpar fæddust í dýraverndunarmiðstöð í Kína í gær. Kínverski tígurinn er í bráðri útrýmingarhættu og er ákaft barist fyrir verndun hans. Aðeins eru til um fjörutíu dýr af þessari tegund og eru þau öll í dýragörðum. 12.7.2004 00:01 Neyðaráætlun vegna hryðjuverka Bandaríkamenn óttast hryðjuverk í tengslum við forsetakosningarnar í nóvember og hafa undirbúið neyðaráætlun um að fresta kosningunum ef svo fer. 12.7.2004 00:01 Ný ríkisstjórn í Ísrael Unnið er að myndun nýrrar ríkisstjórnar í Ísrael þar sem Ariel Sharon forsætisráðherra og stjórnarandstöðuleiðtoginn Símon Peres hafa tekið höndum saman. Með þessu gæti Sharon aflað nægs stuðnings við áætlanir sínar um að Ísraelsmenn fari frá landnemabyggðum á Gasa. <font size="2"></font> 12.7.2004 00:01 Ástandið verður betra í Írak Ástandið í Írak verður betra en í tíð Saddams Hússeins takist að byggja upp lýðræðisríki þar, segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Hann gerir ekki athugasemdir við orð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 12.7.2004 00:01 Besta vopnið gegn alnæmi Skírlífi og virðing fyrir hjónabandinu er besta vopnið í baráttunni gegn alnæmi - ekki smokkurinn, sagði forseti Úganda á ráðstefnu um alnæmi í dag. Orð hans ollu undrun meðal ráðstefnugesta enda sýnir reynslan annað. 12.7.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Rannsókn á rafmagnsleysinu Saksóknari á Grikklandi hefur hafið rannsókn á allsherjar rafmagnsleysi sem varð í höfuðborginni Aþenu í gær og á stóru svæði í suðurhluta landsins. Rafmagn fór af í nokkra klukkutíma sem gerði m.a. að verkum að hundruð manna festust í lyftum og lestarsamgöngur stöðvuðust. 13.7.2004 00:01
Trölli stolið Breska lögreglan leitar nú manna sem stálu 1,5 metra hárri útgáfu af græna tröllinu Shrek úr samnefndri teiknimynd. 13.7.2004 00:01
Vegabréf fyrir hunda og ketti Frá og með 1. október þurfa hundar og kettir sem fara á með yfir Eyrarsund að hafa svokölluð dýravegabréf. Dýralæknar hafa gefið út þessi vegabréf frá 3. júlí sl. 13.7.2004 00:01
Unnið að endurskipulagningu Kortagerðarmenn Ísraelshers vinna að því að endurteikna öryggismúrinn sem er í byggingu á vesturbakka Jórdanar. 13.7.2004 00:01
23 mafíósar handteknir Lögreglan á Sikiley hefur handtekið 23 manneskjur sem grunaðar eru um „mafíuglæpi“ eins og það er orðað í erlendum fréttamiðlum. 13.7.2004 00:01
Sex manna fjölskylda fundin Sex manna fjölskylda frá Suður-Wales er komin í leitirnar eftir að hafa verið saknað frá heimili sínu í Cardiff í tvær vikur. Sky fréttastofan greinir frá því að fjölskyldufaðirinn, sem er 57 ára, hafi gengið inná lögreglustöð í suðurhluta Englands eftir að hafa séð auglýst eftir fjölskyldu sinni í dagblaði. 13.7.2004 00:01
Óæskileg áhrif Berlusconis hindruð Ítalska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp sem er ætlað að girða fyrir óæskileg áhrif forsætisráðherrans, Silvio Berlusconis, sem á einnig um helming í fjölmiðlum landsins. 13.7.2004 00:01
Óttast rafmagnsleysi Óttast er að rafmagnsleysi geti valdið usla á ólympíuleikunum í Aþenu í næsta mánuði verði áfram eins heitt í veðri og verið hefur. 13.7.2004 00:01
NATO kannar aðkomu að Írak Jaap De Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ætlar að kynna leiðtogum aðildarríkjanna nýjar tillögur í mánuðinum, um hvernig bandalagið geti komið frekar að málum í Írak. Í síðasta mánuði samþykktu aðildarríki NATO að taka að sér herþjálfun Íraka. Scheffer vonast til að geta kynnt tillögur sínar í ágústbyrjun. 13.7.2004 00:01
Amnesty gagnrýnir Grikki Mannréttindasamtölin Amnesty International gagnrýnir öryggisgæslu grískra stjórnvalda fyrir ólympíuleikana í ágúst. Samtökin segja að hætta sé á að viðbúnaðurinn skerði félagsleg réttindi ýmissa minnihlutahópa á borð við sígauna, sem séu berskjaldaðir fyrir aðgerðum stjórnvalda. 13.7.2004 00:01
Tígrisdýr laust í Flórída Tvö hundruð og sjötíu kílóa tígrisdýr gengur enn laust í Flórída, annan daginn í röð. Tígurinn slapp úr búri eiganda síns, leikarans Steve Sipek, sem eitt sinn lék Tarzan. Lögregla hefur sett upp girðingu í kringum leitarsvæðið og leitar dýrsins ákaft. 13.7.2004 00:01
Dregin út úr Niagarafossum Ung kona var bókstaflega dregin út úr Niagarafossum um helgina. Ekki er vitað hvernig konan lenti í fossunum en hún náði að hanga í kletti við fossana. 13.7.2004 00:01
10 ára börn í herþjálfunarbúðum Tíu ára palestínskum börnum er kennt að drepa og sprengja í sérstökum herþjálfunarbúðum á Gasasvæðinu. Myndir frá þessum illræmdu búðum komu í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir í dag á sjónvarpsstöðinni Sky. 13.7.2004 00:01
Leyfa eftirlíkingar alnæmislyfja Jacques Chirac, forseti Frakklands, kallar það jafngildi fjárkúgunar að Bandaríkjamenn skuli þrýsta á fátækar þjóðir að gefa eftir rétt sinn til að framleiða ódýrar eftirlíkingar af alnæmislyfjum í skiptum fyrir tilslakanir í viðskiptum. 13.7.2004 00:01
Peres og Sharon vinna saman Shimon Peres, einn leiðtoga Verkamannaflokks Ísraels, hefur fallist á að vinna með Ariel Sharon forsætisráðherra að brotthvarfi frá Gasa-svæðinu. Stjórnmálaleiðtogarnir ræddu einnig hugsanlega myndun þjóðstjórnar. 12.7.2004 00:01
Óvissa um örlög gíslsins Óvissa ríkir um örlög filipseysk gísls sem mannræningjar í Írak hafa hótað að drepa. Mannræningjarnir vilja að Filipseyingar kalli hermenn sína til baka þegar í stað en yfirvöld hafa hafnað því og segja þá koma heim að loknum verkefnum sínum í ágúst. 12.7.2004 00:01
Fjölgun erlendra lækna í Danmörku Fjöldi erlendra lækna sem starfa í Danmörku hefur þrefaldast á síðustu árum. Vegna mikils skorts á heilbrigðisstarfsfólki í landinu ráðgera stjórnvöld nú að flytja inn starfsfólk frá Austur- Evrópu. 12.7.2004 00:01
Nikkei hækkar vegna kosninga Japanska hlutabréfavísitalan, Nikkei, hækkar í dag um 1,39 prósent, eftir að ljóst varð að samsteypustjórn Koizumis forsætisráðherra héldi meirihluta í efri deild japanska þingsins. Endanleg úrslit í kosningunum hafa ekki verið birt en samkvæmt spám tapar flokkur Koizumis fylgi og hlýtur 49 af 121 þingsæti í efri deildinni. 12.7.2004 00:01
Stálmúr í kringum þinghúsið Breska innanríkisleyniþjónustan, MI 5, vill að róttækar breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi öryggismála í og við breska þingið til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Meðal þess sem sérfræðingar MI 5 eru sagðir ætla að leggja til er stálmúr í kringum Westminster sem er þinghús þeirra Breta. 12.7.2004 00:01
Möguleg frestun kosninga Bandarísk stjórnvöld hafa undirbúið neyðaráætlun til að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum í nóvember ef hryðjuverk verða framin í Bandaríkjunum skömmu fyrir kjördag. Þetta kemur fram í vikuritinu Newsweek í dag. 12.7.2004 00:01
Friðargæsluliðar særðust í Kósóvó Fjórir finnskir friðargæsluliðar særðust lítillega í árás byssumanna í Kósóvó um helgina. Friðargæsluliðarnir voru í eftirlitsferð skammt frá þorpinu Terbovc þegar skotið var á þá. Sex Albanir voru yfirheyrðir vegna málsins en þeim hefur verið sleppt. 12.7.2004 00:01
Rafgmagnslaust í Aþenu Rafmagn virðist vera farið af stærstum hluta Aþenu, höfuðborgar Grikklands. Starfsmaður rafmagnsveitunnar þar í borg segir fólk hafa verið að hringja hvaðanæva frá í borginni til að tilkynna ragmagnsleysi en ekki er vitað hvað veldur. 12.7.2004 00:01
Blóðugasti dagurinn til þessa Gærdagurinn var sá blóðugasti það sem af er San Fermin hátíðinni í Pamplona þetta árið. Átta einstaklingar fengu að kenna á hornum nautanna sem þeir reyndu að hlaupa á undan og í það minnsta tíu til viðbótar meiddust með einum eða öðrum hætti. 12.7.2004 00:01
Frakkar og Írakar taka upp þráðinn Frakkar hafa tekið upp stjórnmálasamband við Íraka að nýju en því var slitið eftir innrás Íraka í Kúveit árið 1990. Í yfirlýsingu frá franska utanríkisráðuneytinu nú fyrir stundu segir að stefnt sé að því að stjórnmálasamskiptin muni koma báðum ríkjum til góða. 12.7.2004 00:01
Óttast nýtt vígbúnaðarkapphlaup Pakistönsk stjórnvöld hafa áhyggjur af auknum útgjöldum Indverja til varnarmála og óttast að nýtt vígbúnaðarkapphlaup kunni að hefjast á milli þessara nágrannaríkja sem hafa átt í stöðugum deilum um áratugaskeið. 12.7.2004 00:01
Klerkar óttast hörð áfengislög Króatískir klerkar óttast að ný lög gegn ölvunarakstri eigi eftir að koma í bakið á þeim. Stjórnvöld hafa brugðist við fjölgun banaslysa í umferðinni með því að setja lög sem kveða á um að ekkert áfengi megi finnast í blóði ökumanna. Klerkarnir óttast að þetta komi sér illa fyrir þá vegna þess að hluti af messuhaldi sé að drekka messuvín. 12.7.2004 00:01
Milljónir flýja heimili sín Á þriðja hundrað manns hafa látið lífið og milljónir neyðst til að flýja heimili sín vegna flóða sem hafa lagt stór landsvæði í Indlandi, Bangladess og Nepal undir vatn. Þrjár milljónir íbúa Bangladess hafa ýmist neyðst til að flýja heimili sín eða eru innilokaðir á þeim. Tvær milljónir Indverja hafast við í tjöldum. 12.7.2004 00:01
Á móti dauðarefsingu Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins hvetja bráðabirgðaríkisstjórn Íraks til að innleiða ekki dauðarefsingu á ný. Þetta kemur fram í drögum að yfirlýsingu sem Reuters-fréttastofan hefur undir höndum en ríkisstjórn Íraks hefur hugleitt að innleiða dauðarefsingu. 12.7.2004 00:01
Hjálpaði við hengingu konu sinnar Íranskur eiginmaður rauf sáttmála sem hann hafði gert við konu sína þess efnis að þau myndu svipta hvort annað lífi vegna sektarkenndar yfir því að hafa stundað kynlíf fyrir giftingu. Hjónin höfðu verið gift í aðeins tvo daga þegar þau gerðu með sér sáttmála um að drepa hvort annað samtímis. 12.7.2004 00:01
Vilja geta frestað kosningum Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna vill opna fyrir þann möguleika að fresta kosningum ef hryðjuverkamenn láta til skarar skríða. Forsetakosningum hefur aldrei verið frestað, ekki einu sinni á stríðstímum. 12.7.2004 00:01
Árás á Abu Grahib Sprengjuárás var gerð á Abu Grahib fangelsið í Írak í nótt, að sögn talsmanns Bandaríkjahers. Erlendur verktaki særðist lítilsháttar í árásinni en talsmaðurinn vildi ekki gefa upp þjóðerni mannsins. 12.7.2004 00:01
Yukos býður 7 milljarða dollara Nýr yfirmaður Yukos olíufélagsins rússneska hefur boðið þarlendum stjórnvöldum rúmlega sjö milljarða dollara, eða sem samsvarar rúmum 500 milljörðum króna, upp í meintar skattaskuldir félagsins sem eru til rannsóknar ásamt svikum fyrrverandi forstjóra þess, Mikhails Khodorkovskys. 12.7.2004 00:01
Ræddu nýja þjóðstjórn Leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Ísrael hittust í gær og ræddu möguleika á þjóðstjórn þrátt fyrir að mikillar andstöðu gæti við þá hugmynd innan beggja flokka. Búist er við að flokkarnir skipi samninganefndir í dag og að formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjist á næstu dögum. 12.7.2004 00:01
Vörn Milosevic frestað Vörn Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, í réttarhöldunum yfir honum fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag hefur verið frestað þar til í næstu viku. Ástæðan er sögð vera heilsufar Milosevic en blóðþrýstingur hans er víst mjög hár þessa dagana. 12.7.2004 00:01
Fresturinn framlengdur Mannræningjarnir sem hafa filippseyskan vörubílstjóra í haldi sínu í Írak hafa framlengt frest stjórnvalda á Filippseyjum til að kalla herlið sitt heim frá Írak, ellegar verði gíslinn afhöfðaður. Arabísk sjónvarpsstöð greindi frá þessu fyrr í dag. 12.7.2004 00:01
Launakerfið er veikleikinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að niðurstöður Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga árið 2003 komi sér ekki á óvart. Hann segir stærsta veikleikann í ríkisfjármálum vera fólgið í launakerfinu. 12.7.2004 00:01
Jarðskjálfti í Slóveníu og Ítalíu Jarðskjálfti upp á 5,2 á Richter skók Slóveníu og norðvesturhluta Ítalíu um þrjúleytið í dag að staðartíma. Engin alvarleg meiðsl hafa verið tilkynnt en skjálftans varð m.a. vart í Feneyjum. 12.7.2004 00:01
5 ára drengur týndist í Danmörku Fimm ára drengur frá Hróarskeldu í Danmörku hvarf í meira en fjórtán tíma í gær en fannst heill á húfi við dýragarðinn í Klampenborg. Samkvæmt frétt dagblaðs í Hróarskeldu fór drengurinn ungi í göngutúr með öldruðum frænda sínum á sunnudagsmorgun. 12.7.2004 00:01
Vantrauststillaga felld Vantrauststillaga gegn efnahagsstefnu Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, var felld í dag á ísraelska þinginu. 55 greiddu atkvæði með tillögunni og jafnmargir voru á móti henni. 12.7.2004 00:01
Fundust á árabáti úti á reginhafi Þýskt skip með þrjátíu og sex súdanska flóttamenn innanborðs fékk að leggjast að bryggju á Ítalíu í dag. Fólkið flúði vargöld og hungursneyð í heimalandi sínu á árabát sem þýska skipið fann úti á reginhafi. 12.7.2004 00:01
Tígrisdýrahvolpar fæðast í Kína Tveir tígrisdýrahvolpar fæddust í dýraverndunarmiðstöð í Kína í gær. Kínverski tígurinn er í bráðri útrýmingarhættu og er ákaft barist fyrir verndun hans. Aðeins eru til um fjörutíu dýr af þessari tegund og eru þau öll í dýragörðum. 12.7.2004 00:01
Neyðaráætlun vegna hryðjuverka Bandaríkamenn óttast hryðjuverk í tengslum við forsetakosningarnar í nóvember og hafa undirbúið neyðaráætlun um að fresta kosningunum ef svo fer. 12.7.2004 00:01
Ný ríkisstjórn í Ísrael Unnið er að myndun nýrrar ríkisstjórnar í Ísrael þar sem Ariel Sharon forsætisráðherra og stjórnarandstöðuleiðtoginn Símon Peres hafa tekið höndum saman. Með þessu gæti Sharon aflað nægs stuðnings við áætlanir sínar um að Ísraelsmenn fari frá landnemabyggðum á Gasa. <font size="2"></font> 12.7.2004 00:01
Ástandið verður betra í Írak Ástandið í Írak verður betra en í tíð Saddams Hússeins takist að byggja upp lýðræðisríki þar, segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Hann gerir ekki athugasemdir við orð Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í Hvíta húsinu í síðustu viku. 12.7.2004 00:01
Besta vopnið gegn alnæmi Skírlífi og virðing fyrir hjónabandinu er besta vopnið í baráttunni gegn alnæmi - ekki smokkurinn, sagði forseti Úganda á ráðstefnu um alnæmi í dag. Orð hans ollu undrun meðal ráðstefnugesta enda sýnir reynslan annað. 12.7.2004 00:01
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent