Erlent

Yukos fær lengri frest

Rússnesk yfirvöld létu í morgun í það skína, að til greina kæmi að veita olíufyrirtækinu Yukos lengri frest til að greiða skattaskuld sína. Í kjölfar fregnanna hækkaði gengi bréfa í Yukos á hlutabréfamarkaði. Alþjóðlegir fjárfestar höfðu miklar áhyggjur af málefnum Yukos, enda er litið svo á að herferð Kremlar gegn fyrirtækinu valdi stórum hluta vanda þess. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, var sagður íhuga að ræða málið við Pútín Rússlandsforseta í heimsókn til Moskvu í vikunni, en Þýskaland er helsta viðskiptaland Rússlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×