Erlent

Minna fylgi við aðild

Stuðningur við aðild Noregs að Evrópusambandinu hefur minnkað mjög síðasta mánuðinn, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í Aftenposten. Nú segjast 52 prósent þeirra sem taka afstöðu vera fylgjandi aðild en voru 59 prósent fyrir mánuði. Nú er nær helmingur, 48 prósent, andvígur aðild en fyrir mánuði var aðeins 41 prósent andvígt Evrópusambandsaðild. Mestur mældist stuðningur við aðild í janúar 2003. Þá sögðust 67 prósent vilja fylgja öðrum löndum eftir inn í Evrópusambandið, en þá var umræðan um stækkun sambandsins til austurs í algleymingi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×