Fleiri fréttir

Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan

Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana.

„Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“

Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. 

Eldur kviknaði í strompi Ham­borgar­búllu Tómasar

Slökkviliðið slökkti fyrr í kvöld eld á Hamborgarabúllu Tómasar í Ofanleiti. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gekk slökkvistarf vel en eldurinn var staðbundinn við stromp staðarins. 

„Það er á­hættu­at­riði að fara hér um á veturna“

Betur fór en á horfðist þegar kona lenti í lífsháska er hún féll ofan í gjá við Öxará á Þingvöllum á sunnudag. Konan fór á bólakaf í ískalt vatnið en um átján gráðu frost var á svæðinu. Þjóðgarðsvörður segir ljóst að mun verr hefði getað farið en aðeins er tæpt ár frá því að ungt barn féll ofan í sprungu á svipuðum stað. 

Engin skipulögð leit að Modestas

Engin skipulögð leit er í gangi að Modestas Antanavicius en síðast sást til Modestas á laugardag síðastliðinn 7. janúar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Íbúar segja rof á símasambandi áhyggjuefni og kalla eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Við heyrum í íbúum og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 26 ára karlmann, Ómar Örn Reynisson, í þriggja ára fangelsi fyrir nauðga konu sem var gestkomandi á heimili hans. Brotið átti sér stað árið 2020.

Hafnarfjörður tekur við 450 flóttamönnum

Hafnarfjarðarbær tekur á móti 450 flóttamönnum samkvæmt nýjum samningi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, undirrituðu í dag samning þess efnis.

Inn­heimta sekta gengur skelfi­lega og fælingar­mátturinn lítill

Ríkisendurskoðun kallar eftir því að dómsmálaráðuneytið bregðist hratt við því hve illa hafi gengið árum saman að innheimta sektir sem fólk fær sem hlýtur refsingu í dómskerfinu. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því að fólk finni ekki fyrir refsingu.

Skólagjöldin að sliga listnema

Nemendur við Listaháskóla Íslanda hafa sent frá bréf til skólastjórnar þar sem hækkun skólagjalda er mótmælt hástöfum.

Segja Landsnet þurfa að axla ábyrgð

Landvernd telur að tveggja stunda rafmagnsleysi á Suðurnesjum í gærkvöldi veki spurningar um getu Landsnets til að sinna hlutverki sínu. 

„Þetta er bara einhver störukeppni sem að verður að linna“

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir grafalvarlegt ástand hafa skapast í gær þegar íbúar á Suðurnesjum voru án rafmagns, heita vatns og símasambands þegar bilun kom upp á Suðurnesjalínu 1. Viðgerðum er ekki lokið og þarf að taka línuna tímabundið úr rekstri á næstu dögum. Bæjarstjóri segir ósætti milli Landsnets og sveitarfélagsins Voga um Suðurnesjalínu 2 störukeppni sem verði að linna.

Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar

Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.

Klukkan játar sig sigraða eftir 86 ára þjónustu

Síminn hefur ákveðið að leggja klukkunni, sjálfvirkri þjónustu þar sem landsmenn gátu fengið að vita hvað klukkan væri. Eftir 86 ára þjónustu hefur klukkan hætta að svara í símann og játað sig sigraða gagnvart tæknibyltingunni.

Svara þurfi spurningunum hver eigi, hver byggi og hver borgi

Fjármálaráðherra segir lykilatriði að fá á hreint hve stóran hlut ríki og borg þurfi að greiða fyrir nýja þjóðarhöll sem áætlað er að taka í notkun árið 2025. Vel gerlegt sé að reisa höllina á þeim tíma en þá þurfi allt að ganga upp.

Gripinn með um fimm hundruð Oxycontin-töflur innan­klæða

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnilagabrot með því að hafa reynt að smygla 497 töflum af Oxycontin, 80 milligramma, þegar hann kom til landsins með flugi í byrjun nóvembermánaðar.

„Byssuhvellir“ reyndust flugeldar

Ýmis verkefni rötuðu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, flest tengd umferðinni líkt og venjulega.

Þjórsá hverfur núna ofan í holu efst í Urriðafossi

Mikil ísstífla hefur hrannast upp við Urriðafoss í frostakaflanum undanfarnar vikur. Sérfræðingar Landsvirkjunar skoðuðu íshrannirnar í Þjórsá í gær meðal annars til að skilja betur áhrif ísmyndunar á virkjanir.

Einungis fjöru­tíu plast­pokar á mann árið 2025

Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins þurfa þjóðir innan sambandsins að takmarka plastpokanotkun sína fyrir árið 2025. Í tilskipuninni segir að allir íbúar sambandsins megi ekki nota fleiri en fjörutíu plastpoka á ári. Verði tilskipunin að reglugerð þurfa Íslendingar líklegast einnig að fara eftir henni. 

„Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“

Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum.

Hressir og skemmtilegir Grundfirðingar

Félagar í Félagi eldri borgara í Grundarfirði passa vel upp á hvert annað og njóta þess að koma saman til að eiga góðar stundir og til að fara yfir málefni líðandi stundar, hlæja saman og njóta góðra veitinga. Þá er dansað þegar harmonikuspilari mætir á svæðið.

Lang­lífir og hamingju­samir en um leið met­hafar í lyfja­notkun

Á meðan Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða í heimi setja þeir hvert metið á fætur öðru í lyfjanotkun. Heimilislæknir segir mikilvægt að finna út hvað veldur þessu og meta stöðuna upp á nýtt. Það geti verið skaðlegt að vera mörgum lyfjum í langan tíma.

Féll í gjá við Öxar­á

Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítala sem sætir ákæru fyrir manndráp og brot í opinberu starfi neitaði sök við þingfestingu málsins í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ó­á­sættan­legt inn­heimtu­hlut­fall dómsekta

Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 

Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi

Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19.

Fer ekki eftir til­lögu starfs­hóps um að skipa starfs­hóp

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir.

Sökuð um að hafa þröngvað næringar­drykkjum ofan í konuna

Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum.

Sjá næstu 50 fréttir