Klukkan játar sig sigraða eftir 86 ára þjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 11:58 Halldóra Briem var fyrsta rödd klukkunnar. Myndin er úr bókinni 100 ára saga Símans. Síminn hefur ákveðið að leggja klukkunni, sjálfvirkri þjónustu þar sem landsmenn gátu fengið að vita hvað klukkan væri. Eftir 86 ára þjónustu hefur klukkan hætta að svara í símann og játað sig sigraða gagnvart tæknibyltingunni. Þetta kemur fram á vef Símans. Þar segir að notkun á þjónustunni hafi minnkað mikið undanfarna áratugi og sé lítil sem engin í dag. Enda má finna fjölda tækja nærri hverju einasta heimili sem sýna eða segja hvað klukkan slær. Í upphafi var númerið hjá Fröken Klukku 03, síðar breyttist það í 04, enn síðar í 155 en undir það síðasta var númerið 511-0155. „Klukkan hefur hætt störfum eftir nærri 86 ára þjónustu. Við þökkum henni fyrir sitt framlag,“ er svarið þegar hringt er í 511-0155. Sannarlega tímamót. Saga klukkunnar nær aftur til ársins 1937 þegar Fröken Klukka til starfa. Halldóra Briem var fyrsta rödd klukkunnar. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að nema arkitektúr. Halldóra þurfti að heimsækja höfuðstöðvar Ericsson í Svíþjóð og taka þar upp alls 90 mismunandi upptökur sem hægt var að spila í 8640 mismunandi útgáfum. Fyrstu árin virkaði Fröken Klukka aðeins í Reykjavík en þar var eina sjálfvirka símstöð landsins, Akureyringar voru næstir í röðinni en þar kom sjálfvirk símstöð þó ekki fyrr en árið 1950. Um fröken klukku var ort „Sú rödd er svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómar út um borgina frá Símans töfraklukku“. Árið 1963 var skipt um talvél og tók þá leikkonan Sigríður Hagalín við að segja Íslendingum hvað tímanum leið. Árið 1993 var kerfið svo aftur uppfært og Ingibjörg Björnsdóttir leikkona var þá rödd Fröken Klukku. Ákveðin tímamót urðu árið 2013 þegar að Fröken Klukka varð að Herra Klukku en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson tók þá við keflinu. Ólafur Darri stóð vaktina þangað til nú þegar að klukkan sest í helgan stein og mun hætta að segja hvað tímanum líður. Tækni Fjarskipti Síminn Tímamót Klukkan á Íslandi Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Símans. Þar segir að notkun á þjónustunni hafi minnkað mikið undanfarna áratugi og sé lítil sem engin í dag. Enda má finna fjölda tækja nærri hverju einasta heimili sem sýna eða segja hvað klukkan slær. Í upphafi var númerið hjá Fröken Klukku 03, síðar breyttist það í 04, enn síðar í 155 en undir það síðasta var númerið 511-0155. „Klukkan hefur hætt störfum eftir nærri 86 ára þjónustu. Við þökkum henni fyrir sitt framlag,“ er svarið þegar hringt er í 511-0155. Sannarlega tímamót. Saga klukkunnar nær aftur til ársins 1937 þegar Fröken Klukka til starfa. Halldóra Briem var fyrsta rödd klukkunnar. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að nema arkitektúr. Halldóra þurfti að heimsækja höfuðstöðvar Ericsson í Svíþjóð og taka þar upp alls 90 mismunandi upptökur sem hægt var að spila í 8640 mismunandi útgáfum. Fyrstu árin virkaði Fröken Klukka aðeins í Reykjavík en þar var eina sjálfvirka símstöð landsins, Akureyringar voru næstir í röðinni en þar kom sjálfvirk símstöð þó ekki fyrr en árið 1950. Um fröken klukku var ort „Sú rödd er svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómar út um borgina frá Símans töfraklukku“. Árið 1963 var skipt um talvél og tók þá leikkonan Sigríður Hagalín við að segja Íslendingum hvað tímanum leið. Árið 1993 var kerfið svo aftur uppfært og Ingibjörg Björnsdóttir leikkona var þá rödd Fröken Klukku. Ákveðin tímamót urðu árið 2013 þegar að Fröken Klukka varð að Herra Klukku en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson tók þá við keflinu. Ólafur Darri stóð vaktina þangað til nú þegar að klukkan sest í helgan stein og mun hætta að segja hvað tímanum líður.
Tækni Fjarskipti Síminn Tímamót Klukkan á Íslandi Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira