Fleiri fréttir

Skjálftar í Bárðarbungu og Goðabungu

Um klukkan eitt í nótt varð skjálfti af stærðinni 3,8 í Bárðarbungu í Vatnajökli og um 20 mínútum síðar reið yfir skjálfti af stærðinni 3,0 í Goðabungu í Mýrdalsjökli. 

Landsréttur hafi ekki haft forsendur til að lengja dóm Angjelin

Verjandi Angjelins Sterkaj, sem var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í Rauðagerði í febrúar 2021, segir dóm Landsréttar í málinu stangast á við lög. Miðað við rökstuðning Landsréttar átti ekki að vera hægt að dæma hann í meira en sextán ára fangelsi.

Segir stærsta hluta nýrra í­búða enda í höndum eigna­fólks

Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf. Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Formanni samtaka leigjanda líst ekkert á stöðuna og segir það á ábyrgð ríkisins og sveitarfélaga að útvega almenningi húsnæði á viðráðanlegu verði. 

Óvissustigi á Austurlandi aflýst

Ríkislögreglustjóri hef ákveðið að aflýsa óvissustigi á Austurlandi vegna skriðuhættu. Óvissustig var sett 23. nóvember síðastliðinn vegna mikillar rigningar á landshlutanum í nóvember.

Norður­ljósin dansa á Akur­eyri

Einstakt sjónarspil mátti sjá á himni yfir Akureyrarbæ í kvöld. Himininn skartaði sínu fegursta þegar norðurljós dönsuðu yfir bænum. 

Mikil tilhlökkun er fyrir nýja veginum um Hornafjörð

Mikil spenna og tilhlökkun er á meðal heimamanna í Hornafirði og næsta nágrenni yfir nýjum vegi á hringveginum um Hornafjörð og nýjum fjórum tvíbreiðum brúm, sem verða byggðar þar, meðal annars yfir Hornafjarðafljót. Þegar framkvæmdum verður lokið mun hringvegurinn styttast um 12 kílómetra.

Viðbrögðin megi ekki verða verri en vandamálið

Borgarstjóri segist sleginn eftir hnífstunguárás á Bankastræti club fyrir viku. Nýr veruleiki blasi við en ekki megi fara offari í viðbrögðum. Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið frá störfum fyrir að leka myndbandi af árásinni. Þá eru nú fimm sakborningar í haldi eftir að einum var sleppt í dag og varðhald framlengt yfir fjórum.

Læknir fékk þriggja mánaða dóm fyrir brot gegn dætrum sínum

Karlmaður, sem starfað hefur sem læknir á Vestfjörðum og Húsavík, var á dögunum dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ofbeldisbrot gegn þremur dætrum sínum. Hann var hins vegar sýknaður af öllum ákæruliðum sem sneru að meintu grófu ofbeldi gegn eiginkonu sinni

Æskuheimili Ólafs Ragnars nýtt til ræktunar alþjóðlegs fræðanets

Alþjóðlegu fræðaneti var ýtt úr vör á fyrsta málþingi stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar á Ísafirði í dag. Innlendir og erlendir fræðimenn geta starfað á æskuheimili forsetans fyrrverandi í bænum í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og háskólanna í Reykjavík og á Akureyri.

Enn skorti lóðir í Reykjavík og regluverk  allt of flókið

Samtök iðnaðarins gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir lóðarskort. Uppbygging nýs íbúðarhúsnæðis sé ekki að mæta þörf. Þá taki skipulagsferlið í kringum nýbyggingar alltof langan tíma. Hægt væri að ná fram meiri hagkvæmni með því að einfalda regluverk.

Gæslu­varð­hald fjögurra fram­lengt og einum sleppt

Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Borgarstjóri segist sleginn óhug eftir hnífstunguárás á Bankastræti Club fyrir viku. Mögulega þurfi borgin að grípa til aðgerða gegn nýjum veruleika. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Safnað fyrir fimm­tán ára pilt sem slasaðist illa í bruna

„Hann er núna á brunadeildinni í Uppsölum og er haldið sofandi. Mér skilst að það sé allt samkvæmt áætlun en það er löng og erfið barátta framundan. Langur og hægur batavegur,“ segir Jón Ármann Gíslason sóknarprestur og prófastur á Skinnastað í Öxarfirði. Hrundið hefur verið af stað söfnun til að styðja við bakið á hinum 15 ára gamla Sigurgeir Sankla Ísakssyni og foreldrum hans en Sigurgeir hlaut alvarleg brunasár í síðustu viku og dvelur nú á sérhæfðri brunadeild á háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum.

Vikið úr starfi fyrir að dreifa mynd­skeiðum frá Banka­stræti Club

Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 

„Það þorði enginn í okkur Bjössa“

„Þetta var bara stuð, við sluppum alveg við vesen og leiðindi. Þetta snerist eiginlega meira um það að fólk vildi fá mynd af sér með okkur,“ segir Jóhannes Felixson bakari og veitingamaður, betur þekktur sem Jói Fel. Margir ráku upp stór augu fyrir utan Bankastræti Club á föstudagskvöld þegar hann og Björn Leifsson eigandi World Class tóku að sér dyravörslu á staðnum, en eins og kunnugt er þá er dóttir Björns, Birgitta Líf á meðal eigenda skemmtistaðarins.

Hafa ekki lagt það í vana sinn að skrópa þegar kallið kemur

Samtök reykvískra skemmtistaða hafa farið fram á annan fund með mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði Reykjavíkurborgar. Fjarvera stjórnarinnar á fundi sem haldinn var á fimmtudag skýrist af því að fundarboð barst ekki. Lögregla verður áfram með aukinn viðbúnað í miðbænum eftir hnífaárás á Bankastræti club fyrr í mánuðinum.

Húsnæðisverð leitar upp á við þrátt fyrir minni eftirspurn

Þrátt fyrir að íbúðum í byggingu hafi fjölgað um ríflega fimmtung milli ára vantar enn að minnsta kosti þúsund til að uppfylla þörfina að mati sérfræðings hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Töluvert hafi dregið úr eftirspurn eftir húsnæði en verð samt haldið áfram að hækka.

Fimm­tán mánaða fangelsi fyrir kanna­bis­ræktun á Akur­eyri

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni, sem sakfelldur var fyrir að hafa staðið að ræktun fjórtán kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms.

Verk­efni í þágu trans barna og hin­segin fólks styrkt um fjórar milljónir

Tvö verkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa hlotið ríflega fjögurra milljóna króna styrk úr Framkvæmdarsjóði hinsegin málefna. Annars vegar er um að ræða rannsókn sem miðar að því að kortleggja þarfir og óskir hinsegin fólks sem leitar til transteymis Landspítala og hins vegar þróunarverkefni sem felur í sér fræðsluhópi fyrir foreldra trans barna á BUGL.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á íbúðamarkaðinum en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er enn á því að það vanti íbúðir hér á landi þrátt fyrir fjölgun á milli ára.

Bræður berjast fyrir bótum vegna Brúneggja­málsins

Aðalmeðferð í skaðabótamáli fyrrverandi eigenda Brúneggja gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þetta er í annað skiptið sem eggjaframleiðendurnir láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum.

Fjöl­menn tekk-sölu­síða með ó­vænt nýtt hlut­verk

Nokkuð fjölmenn sölusíða á Facebook, sem hingað til hefur gegnt hlutverki sölumarkaðs fyrir tekk-húsgögn á Íslandi, hefur skipt um hlutverk. Síðan er nú, nokkuð óvænt, orðin að sölusíðu fyrir tölvuleikinn Clash of Clans.

Fræða­fólki býðst að dvelja á æsku­heimili Ólafs Ragnars

Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í tvær til sex vikur í Grímshúsi á Ísafirði. Grímur Kristgeirsson, faðir Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, reisti húsið árið 1930.

„Þegar ég hætti þá ætla ég bara að hætta“

„Þú verður að hafa ástríðuna og viljann og langa til þess að gera þetta til þess að starfa í þessu. Þetta er ekki þægileg innivinna,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra en hann kveðst svo sannarlega ekki vera hættur í stjórnmálum þrátt fyrir að hafa tapað formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í byrjun mánaðarins.

Minni mót­staða við um­gangs­pestum eftir heims­far­aldur

Þennan fyrsta vetur án sóttvarnaaðgerða yfirvalda leggjast árstíðabundnar öndunarfærasýkingar af fullum þunga á landsmenn. Fleiri börn eru að veikjast og það verr en á undanförnum árum, sem veldur vanlíðan á meðal foreldra að sögn barnalæknis. Covid-sýking getur líka breytt ónæmissvari við öðrum veirusýkingum.

Ó­var­kárt orða­lag um af­brot ýtir undir for­dóma

„Þetta snýst fyrst og fremst um orðanotkun. Ég held að það væri farsælla fyrir alla að sleppa því að nota þetta og hugsa um þetta á annan hátt,“ segir Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur en hún telur óvarkárt orðalag um afbrot ala á fordómum.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við meðal annars frá því að verð á bensínlítranum er nú fimmtíu krónum dýrara en það var í byrjun árs, þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu sé svipað og þá. Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgi stjórna ferðinni hjá íslenskum bensínfyrirtækjum.

Leggur til að arð­greiðslur banka greiði skuldir ÍL-sjóðs

Doktor í fjármálum segir Íslandsbankaskýrsluna vera svarta og að mikilvægt sé umræðan endi ekki í pólitískum skotgröfum. Þá leggur hann til að hagnaður banka í ríkiseigu verði nýttur til að greiða niður skuldir ÍL-sjóðs.

Móttaka flóttamanna á Austurlandi gengur einstaklega vel

Flóttamönnum frá Úkraínu, sem búa nú á Eiðum býðst nú allskonar atvinna á Austurlandi. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vonar að fólkið verði ekki lengi á Eiðum, heldur komi inn í samfélagið, sem fyrst, hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð.

„Það er raunveruleg ógn sem að okkur steðjar“

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir nauðsynlegt að styrkja lögregluna og þá sérstaklega varðandi rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi og varðandi forvarnir. Aukin notkun stunguvopna kallaði líka eftir því að lögregluþjónar fengju rafmagnsbyssur.

Ljós Oslóartrésins tendruð

Ljós Oslóartrésins verða tendruð við hátíðlega athöfn á Austurvelli klukkan 16 í dag, fyrsta sunnudag í aðventu. 

Íslandsbanki,  stýrivextir og átök í undirheimum í Sprengisandi

Það verður farið um víðan völl í Sprengisandi á Bylgjunni þennan sunnudaginn. Kristján Kristjánsson fær til sín góða gesti og munu þau meðal annars ræða söluna á Íslandsbanka, stýrivexti, nýlega baráttu um formannasæti Sjálfstæðisflokksins og átök í undirheimum Íslands.

Um þrjú hundruð flugmenn vantar á næstunni

Um þrjú hundruð flugmenn mun vanta til starfa á Íslandi á næstu tveimur til þremur árum, og því er mikill áhugi á að læra flug hjá Flugakademíu Íslands hjá Keili á Keflavíkurflugvelli þar sem framtíðar atvinnuflugmenn eru þjálfaðir.

Ruddist inn í íbúð í miðbænum og sofnaði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um mann sem hafði farið óvelkominn inn í íbúð í miðbænum. Þetta var klukkan sjö í gærkvöldi en þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn sofandi í íbúðinni en hann hafði valdið einhverju tjóni þar.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.