Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýjar rannsóknir á notkun virka efnisins í ofskynjunarsveppum í lækningaskyni við þunglyndi lofa mjög góðu að sögn læknis. Psilosybin sé allt öðruvísi en öll önnur lyf sem notuð hafi verið við þunglyndi til þessa. Þingmaður vill að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á þessum efnum. Við skoðum málið.

Segir orð Sól­veigar Önnu sýna hroka

Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar.

Kviknaði í á elli­heimilinu Grund

Eldur braust út í herbergi á elliheimilinu Grund í Vesturbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag. Starfsmenn komu íbúum í öruggt skjól og réðu niðurlögum eldsins, sem var staðbundinn í einu herbergja elliheimilisins.

Bjarni ekki stressaður fyrir skýrslunni um Íslandsbanka

Fjármálaráðherra kveðst enn þeirrar skoðunar að íslenska ríkið eigi að selja þann 100 milljarða króna hlut sem það á eftir í Íslandsbanka. Hann segir að færð hafi verið ágæt rök fyrir því að rannsókn Ríkisendurskoðunar hafi tekið sinn tíma og vonast eftir uppbyggilegum ábendingum úr væntanlegri skýrslu.

Hand­tekinn vopnaður í hús­gagna­verslun

Karlmaður var handtekinn vopnaður í húsgagnaverslun í austurborginni um hádegisbil í dag. Verslunin var lokuð en vegfarandi kom auga á manninn, sem var sofandi inni í versluninni með vopn undir höndum.

Varð­skipið Þór til taks við Gríms­ey

Varðskipið Þór kom að Grímsey um hádegisbil í dag og verður við eyjuna næstu daga. Öflug jarðskjálftahrina hefur riðið yfir í námunda við eyjuna síðan 8. september og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á föstudaginn.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri blokka í Svíþjóð er til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum. Þetta segir stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil.

Sprengi­sandur: Upp­bygging á hús­næðis­markaði, tíma­mót á Bret­landi og náttúruhamfarir

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Huldu Ragnheiði Árnadóttur forstjóra Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Verkefni stofnunarinnar vaxa með breyttu loftslagi, áhætta af hamförum breytist hratt og kostar alltaf meira og meira. 

Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins

Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því.

Mikil ölvun í nótt og grunur um tvær byrlanir

Mikið hefur verið um að vera í borginni í gærkvöld í nótt en lögregla hafði í nógu að snúast, meðal annars vegna hávaðatilkynninga og ölvunar í miðbænum. Grunur er um að tveimur hafi verið byrlað  í nótt. 

Sögu­leg skóla­muna­stofa heyrir sögunni til

Óánægja ríkir með þá ákvörðun skólastjóra og borgaryfirvalda að leggja niður svonefnda skólamunastofu Austurbæjarskóla til að rýma þar fyrir kennslustofu. Skólamunastofan er safn sem hefur staðið í risinu í Austurbæjarskóla um árabil.

„Alls ekki verið nóg gert“

Forsætisráðherra segir alls ekki hafa verið gert nóg í að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga hér á landi. Stjórnvöld og atvinnulíf geti gert betur og fólk eigi að geta sótt íslenskunám á vinnutíma án hás kostnaðar. Prófessor emeritus vill að íslenskukennsla verði sett í kjarasamninga.

Sjálf­stæðis­menn gagn­rýna bið­raðir í mötu­neytinu

Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði til að ráðist verði í stafræna umbreytingu við skráningu á máltíðum starfsmanna Reykjavíkurborgar í ráðhúsinu og á Höfðatorgi á fundi borgarráðs á fimmtudag. Starfsmenn borgarinnar þurfa að handskrá kennitölur sínar, eða jafnvel skrifa þær niður, til þess að fá hádegismat.

Bjóða fólki heim til sín að tína hamp

Hjónin á bænum Hrúti í Ásahreppi hafa tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki að koma heim til sín og tína sinn eigin hamp, sem hægt er að nýta í te, olíur og margt fleira.

Börn grýttu hús í Breið­holti

Töluverður erill hefur verið hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Um klukkan fjögur var tilkynnt um hóp tíu til fimmtán ára barna að grýta hús í Seljahverfi í Breiðholti.

„Það er ó­trú­lega mikil skömm og niður­læging sem fylgir þessu“

Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað að sögn stjórnarkonu Öfga sem upplifði sjálf að verið væri að eitra fyrir henni. Ekki sé um neitt annað að ræða en frelsissviptingu en þolendur fái sjaldnast aðstoð. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og samfélagið allt þurfi að vinna saman til að útrýma fordómafullu viðhorfi í garð fórnarlamba byrlana.

Þór verður Gríms­eyingum innan handar

Varðskipið Þór er á leið til Grímseyjar þar sem áhöfn hans verður til aðstoðar íbúum ef þess þarf. Óvissustig Almannavarna hefur verið sett á vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mikil skömm og niðurlæging felst í því að vera byrlað. Þetta segir kona sem byrlað hefur verið ólyfjan. Hún segir þolendur sjaldnast fá aðstoð þrátt fyrir að um algjöra frelsissviptingu sé að ræða.

Magnús Norðdahl er látinn

Magnús Norðdahl, flugstjóri og fimmfaldur Íslandsmeistari í listflugi lést á heimili sínu á fimmtudaginn, 94 ára að aldri.

Veiddi lax nokkur sumur á Ís­landi

Karl þriðji Bretakonungur lagði leið sína til Íslands nokkur sumur á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar til þess að veiða hér lax. Konungurinn er mikill laxveiðimaður og í grunninn Íslandsvinur. 

Risa­­stór á­­fangi í ís­lenska bakara­bransanum

Ríflega sjötíu bakarar eru staddir hér á landi til að taka þátt á heimsþingi bakara og kökugerðamanna. Í kvöld fer fram gala-kvöldverður á Grand Hótel þar sem heiðraðir verða bakari ársins og kökugerðamaður ársins, en sá síðarnefndi er Íslendingur. Nöfn sigurvegara verða tilkynnt í kvöld.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Karl þriðji var lýstur konungur Bretlands við hátíðlega athöfn í Sankti Jakobs-höll fyrr í dag. Hann hét því þar að helga lífi sínu þjónustu við bresku þjóðina og sagði mikla huggun í allri þeirri samúð sem fjölskyldunni hefur verið sýnd eftir andlát drottningarinnar. Karl, sem nú er formlega tekinn við, er Íslandsvinur eins og rifjað er upp í fjölmiðlum í dag.

Hundruð jarð­­skjálfta mælst síðan á mið­­nætti

Ríflega 730 jarðskjálftar hafa mælst í námunda við Grímsey síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var 4,0 að stærð og mældist klukkan korter í þrjú í nótt. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir.

„Ansi þéttum sólar­hring lokið“

„Þá er ansi þéttum sólarhring lokið,“ segir í færslu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en slökkviliðið fór í samtals 135 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn, þar af 43 forgangsflutninga.

Öflug eftirlit með umferð flugvéla, skipa og kafbáta við Ísland

Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl.

Matvælaráðherra borðar mikið af lambakjöti

Það eru stórir réttardagar á Suðurlandi þessa dagana því réttað var í Hrunaréttum og Skafholtsréttum í dag og í Skeiðaréttum og Tungnaréttum á morgun. Matvælaráðherra, sem segist borða mikið af lambakjöti dró í dilka í Skaftholtsréttum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl þriðji nýr konungur Bretlands Elísabetu annarri móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar.

Styttan af Jóni Sigurðs­syni glansar eftir gott bað

Styttan af Jóni Sigurðssyni við Austurvöll hefur verið snyrt, böðuð og vöxuð ásamt öðru af sérfræðingum hjá Listasafni Reykjavíkur. Það mætti með sanni segja að styttan glansi í dagsljósinu eftir handtök sérfræðinganna.

Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna

Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra.

Horfa þurfi á tæki­færin og mögu­leikana sem felist í því að taka á móti er­lendu vinnu­afli

Til skoðunar er að einfalda fólki utan evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað að vinna að sögn félagsmálaráðherra. Vonandi sé hægt að stíga mikilvæg skref í þá áttina á næstu misserum en of snemmt sé að segja til um mögulegt frumvarp. Mikilvægt sé að innflytjendur geti aðlagast íslensku samfélagi með farsælum hætti og vinna þurfi gegn því að hér verði tvær þjóðir.

Fjarlægðu bækur og húsgögn úr Fossvogsskóla

Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, hefur óskað eftir að betur sé farið yfir þau viðmið sem voru notuð við flutning á gögnum, búnaði og húsgögnum úr Korpuskóla. Hún gerir það í kjölfar ábendinga sem bárust frá foreldrum tveggja barna í skólanum.

Telur að spurningar um tilgang krúnunnar verði áleitnari eftir fráfall Elísabetar

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur að spurningin um tilgang krúnunnar muni leita ákaft á breskan almenning og á þjóðir Breska samveldisins í kjölfar fráfalls Elísabetar Bretlandsdrottningar. Hann segir sjálfsmynd bresku þjóðarinnar vera á hreyfingu nú á miklu umbreytingaskeiði en að fráfall þjóðarleiðtoga sem naut virðingar og hylli muni, til skamms tíma, hafa sameinandi áhrif á bresku þjóðina.

Hæsta tré ársins hlýtur titilinn „Tré ársins“

Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins „Tré ársins“ hjá félaginu þetta árið. Um er að ræða Sitkagreni í Skógarlundi við Systrafoss á Kirkjubæjarklaustri, sem er um þrjátíu metrar að hæð.

Ó­vænt stödd í miðri þjóðar­sorg

„Það er svakalega löng röð af fólki með blóm: Sólblóm og hvítar rósir. Það stendur í marga klukkutíma í röð til að fá að leggja blómin sín upp að hallarveggnum,“ segir Nanna Elísa Jakobsdóttir sem er stödd fyrir utan Buckingham höll í Lundúnum þegar blaðamaður nær af henni tali.

Sjá næstu 50 fréttir