Fleiri fréttir

Mikill við­búnaður vegna báts sem tók niðri

Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi.

Leita manns sem sakaður er um að hafa benslað bremsur ótal hjóla

Framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík biðlar til manns sem grunaður er um að stunda stórfelld skemmdarverk á rafhlaupahjólum fyrirtækisins um að gefa sig fram. Maðurinn er sagður hafa stundað það lengi að bensla bremsur fastar á hjólunum með dragböndum og þannig gert þau ónothæf. Óttast stjórnendur að aðgerðir hans geti stefnt öryggi notenda í hættu.

Heimilisofbeldi, dulbúnar orgíur og stjórnlaus tripp í nafni andlegrar vinnu

Eitraðir leiðbeinendur og vanhæfir kennarar skilja margir eftir sig slóð af sköðuðu fólki sem leitaði til þeirra í góðri trú. Ekkert eftirlit er með starfseminni og getur í raun hver sem er titlað sig leiðbeinanda. Töluvert er um að andleg vinna sé sett í búning einhvers konar heilunar, heimilisofbeldi getur verið kallað skuggavinna, og ef fólk er ekki til í allt þá er það ekki nógu vakandi. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar segjum við frá heimilisofbeldi, dulbúnum orgíum og stjórnlausum ofskynjunartrippum sem séu meðal þess sem sett er í búning sjálfsvinnu þegar kemur að hinum sístækkandi andlega heimi hér á landi. Ekkert eftirlit er með starfseminni. Eftir fréttatímann verður kafað ofan í þessi mál í Kompás.

Kapp í frambjóðendum í Kópavogi

Fulltrúar meirihlutans í Kópavogi voru meðal annars sakaðir um valdhroka sem sagður er óhjákvæmilegur fylgifiskur langrar valdasetu. Það var fjör í kosningakappræðum Vísis þar sem málefni Kópavogs voru undir.

Forseti Íslands heimsækir Færeyjar

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heldur í kvöld til Færeyja vegna opinberrar heimsóknar dagana 10. og 11. maí. Heimsóknin hefst á morgun þriðjudag í Þinganesi í Þórshöfn þar sem forseti fundar með lögmanni Færeyja, Bárði á Steig Nielsen.

„Þeim er sama að þeir séu að drepa börn, nauðga börnum“

Rússar komu í dag saman í Fossvogskirkjugarði til að minnast ættingja sinna og ástvina sem börðust og féllu í síðari heimsstyrjöldinni. Rússar halda 9. maí ár hvert hátíðlegan og fagna sigri sínum á Þjóðverjum þennan dag árið 1945. 

Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum

Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld.

Birgitta sett í heiðurssæti E-lista án hennar vitneskju

„Ég hef ekki gefið neitt leyfi fyrir því að mitt nafn sé sett á þennan lista. Þannig að þetta er ekki í lagi,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, sem sér til mikillar undrunar er skráð í 24. sæti E-lista Reykjavíkur, bestu borgarinnar, sem býður fram lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.

Ármann og Þróttur fái Laugardalshöll fyrir sig

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að með nýrri þjóðarhöll skapist skilyrði fyrir því að félögin í Laugardal, Ármann og Þróttur, fái Laugardalshöll út af fyrir sig. Endurgerð stendur yfir á höllinni sem Dagur segir að verði lokið um miðjan ágúst.

Íslensk til­felli nýs undir­af­brigðis teljandi á fingrum annarrar handar

Nokkrir einstaklingar hafa greinst með BA5 undirafbrigði ómíkron hér á landi og svo virðist sem að það sé nokkuð útbreitt þar sem einstaklingarnir sem um ræðir tengjast ekki. Ekki liggur fyrir hvernig bólusetning eða fyrri sýking verndar gegn afbrigðinu en sóttvarnalæknir kveðst ekki hafa miklar áhyggjur að svo stöddu. Viðbúið væri að ný afbrigði kæmu upp. 

„Við munum fljót­lega fagna sigri“

Úkraínumenn og Rússar komu saman fyrir utan bústað rússneska sendiherrans á Íslandi í Túngötu á hádegi í dag til þess að mótmæla stríðsglæpum Rússa í Úkraínu. Fólkið var hvítklætt og búið að ata sig rauðri málningu til táknar um blóð.

Bíða með að taka af­stöðu þangað til eftir kosningar

Það bíður nýs skipulagsráðs Akureyrarbæjar að taka afstöðu til uppfærða hugmynda um uppbyggingu fjölbýlishúsa á útsýnislóðum við Tónatröð á Akureyri, vegna ákvörðunar Minjastofnunar um að ekki megi fjarlægja aldursfriðað hús sem fyrir er.

Ekki vanhæfur þrátt fyrir „óviðeigandi“ ummæli

Þrátt fyrir að tvenn ummæli staðgengils lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í garð fjölmiðlafólks séu talin óheppileg og óviðeigandi er hann ekki vanhæfur til að fara með rannsókn á meintu broti gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Blóðug mótmæli við bústað rússneska sendiherrans

Mótmæli hófust við bústað rússneska sendiherrans á Íslandi klukkan tólf í dag. Mótmælendur eru margir hverjir klæddir í hvítar flíkur sem ataðar hafa verið rauðum lit sem táknar blóð. Um er að ræða vísun til þeirrar blóðúthellingar sem orðið hefur í Úkraínu eftir innrás Rússa.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ræðu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta á Rauða torginu í Moskvu í morgun.

Kosninga­borðar í Kópa­vogi teknir niður

Hiti er að færast í leikinn vegna sveitarstjórnarkosninga sem verða haldnar um næstu helgi. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa þurft að grípa til þess að taka niður áberandi kosningaborða í bæjarlandinu.

Bein útsending: Kappræður oddvita framboða í Kópavogi

Í dag eru fimm dagar þar til kjósendur í sextíu og sjö sveitarfélögum landsins ganga að kjörborðinu og velja fulltrúa til að stjórna nærsamfélagi þeirra næstu fjögur árin. Fréttastofan býður upp á kappræður oddvita framboða í þremur stærstu sveitarfélögum landsins og byrjar á Kópavogi í dag.

Súla drapst við Kasthústjörn

Íbúi á Álftanesi telur ekki ólíklegt að súlan hafi verið smituð af hinni skæðu fuglaflensu sem nú geisar og vonar að smit berist ekki í hundruð fugla sem þarna koma.

Ekki sérlega smeykur við ný afbrigði veirunnar

Sóttvarnalæknir segist ekki hafa of miklar áhyggjur af nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Nýtt undirafbrigði omikronafbrigðisins þykir meira smitandi en önnur en óljóst er hvort það valdi alvarlegri veikindum.

Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand

„Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

„Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni,“ segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Viðbrögðin lýsandi fyrir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar

Óviðeigandi er að kalla það sértæk úrræði að leiðrétta kjör lífeyrisþega að sögn þingmanns Samfylkingarinnar. Forseti Alþýðusambandsins tekur undir gagnrýnina. Forsætisráðherra segir leitast við að tryggja að efnahagshremmingar auki ekki ójöfnuð.

Óskað eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar

Undirskriftasöfnun er farin af stað þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld gefi hinum hvítrússnesku Alinu Kolyuzhnaya og Dariu Novitskaya leyfi til að dvelja áfram á Íslandi.

„Ég er hræddur um að myndin sé enn svartari“

Á föstudag var skýrsla gerð opinber um heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar kom í ljós að á árunum 2018-2020 hafi rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlað fólk farið úr 2,9 milljörðum króna og upp í 8,9 milljarða. Rekstrarhalli hafi þrefaldast á þessu tímabili.

Nýtt skipulag vegna samfélagsraskana í Árborg

Sveitarfélagið Árborg hefur tekið í gagnið nýtt skipulag vegna samfélagsraskana, sem gætu orðið, t.d. af völdum jarðskjálfta, eldgosa, flóði í Ölfusá, stórra bruna eða hryðjuverkaárásar.

Harmar fréttaflutning af málefnum nemenda

Í yfirlýsingu frá skólastjórn Flensborgarskólans í Hafnarfirði segir að skólinn líði ekki ofbeldi að neinu tagi. Skólinn harmar fréttaflutning af málefnum nemenda.

Gylfi segir leiðréttingu á eignamarkaði yfirvofandi

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, segir að verðbólgan sé ekki aðeins á húsnæðismarkaði heldur sé hún víðfeðmari en oft áður. Eftirspurn sé mikil en mörg vandamál blasi við á framboðshliðinni.

Ekki á borðinu að gera breytingar á skipun skólameistara

Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Menntamálaráðherra segir ekki á dagskrá að gera breytingar á skipan Erlu Sigríðar Ragnarsdóttur skólameistara Flensborgarskólans. Mikilvægt sé að styðja við skólann á meðan greitt er úr miklum deilum sem sprottið hafa upp í kringum skipun Erlu. Við ræðum við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra í fréttatímanum.

Grímuklæddir á rafskútum að stela gaskútum

Í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um fjóra einstaklinga á rafskútum sem voru að stela gaskútum í hverfi 108. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þeir grunuðu fundust ekki þrátt fyrir mikla leit lögreglu.

„Það er allt á hvolfi alls staðar hérna“

Sveitarfélagið Árborg hefur vaxið hratt á síðustu fimm árum og hefur íbúum fjölgað um nær þriðjung á þessum tíma. Vaxtarverkir hafa fylgt þessu og því er frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninganna uppbygging á innviðum ofarlega í huga.

Sjá næstu 50 fréttir