„Ég er hræddur um að myndin sé enn svartari“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. maí 2022 14:07 Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Á föstudag var skýrsla gerð opinber um heildarendurskoðun laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þar kom í ljós að á árunum 2018-2020 hafi rekstrarhalli vegna þjónustu við fatlað fólk farið úr 2,9 milljörðum króna og upp í 8,9 milljarða. Rekstrarhalli hafi þrefaldast á þessu tímabili. Á Sprengisandi í morgun var Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, spurður út í þessa stöðu og hvort kostnaður við tilfærslu þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga hafi verið vanfjármagnaður í ljósi níu milljarða króna halla. Guðjón sagði að það væri ekki eins menn hafi ekki haft upplýsingarnar þegar af stað var farið. „Það er talað um níu milljarða gat árið 2020 en ég er hræddur um að myndin sé enn svartari. Við höfum heyrt tölur á borð við tólf, þrettán milljarða árið 2021. Þetta er skuggalegt gat sem náttúrulega er ekki sjálfbært.“ Hann hafi þó ákveðnar væntingar um það muni takast að loka gatinu. „En stærðin er slík að við erum að tala um að hér þyrfti sennilega að hækka útsvarshlutfall sveitarfélaga um eitt prósentustig og ef ríkið myndi koma á móti og lækka tekjuskattinn samsvarandi þá gætum við verið með frekar einfalda lausn á þessu en ég reikna nú frekar með að viðræður verði kannski aðeins flóknari.“ Í samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustunnar frá árinu 2010 var álagningarprósenta útsvars í lögum um tekjustofna sveitarfélaga hækkuð um 1,2%. Guðjón segir að ræða verði um hagræðingu í þessu samhengi þrátt fyrir biðlista eftir bæði búsetuúrræðum og greiningum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.Vísir/Sigurjón Foreldrar fatlaðra barna bugaðir og áhyggjufullir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands var einnig til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi en hún hefur nýlokið fundaferð um landið þar sem fundað var með frambjóðendum um málefni fatlaðs fólks. „Það sem brann á fólki sem mætti þarna á fundi voru húsnæðismál, aðgengismál, atvinnumál, þjónusta og ferðaþjónusta.“ Þuríður sagði að rauði þráðurinn á þessum fundum hafi verið foreldrar fatlaðra barna, sem hefðu áhyggjur af stöðunni. Börnin fengju ekki nægilega þjónustu. „Ekki væri hugsað fyrir aðgengi í skólum, lítill stuðningur væri við fjölskylduna og mikil umönnunarskylda foreldra. Þeir voru bara dálítið bugaðir og höfðu áhyggjur af stöðu fatlaðra barna sinna og framtíð þeirra en líka af sjálfum sár. Fólk er nýkomið úr COVID og þessi hópur hefur þurft að vera mikið frá vinnu og vera heima með sínu langveika barni.“ Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Félagsmál Tengdar fréttir Sveitarfélög vilja meiri peninga frá ríki Landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu öllu skora á ráðherra og alþingismenn að tryggja við fjárlagagerð næsta árs aukin framlög til málaflokka sem mikilvægir séu fyrir byggðaþróun til framtíðar. 11. nóvember 2015 07:00 Skerðing jöfnunarsjóðs eins og þruma úr heiðskíru lofti Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. 17. mars 2019 12:15 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Á Sprengisandi í morgun var Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, spurður út í þessa stöðu og hvort kostnaður við tilfærslu þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga hafi verið vanfjármagnaður í ljósi níu milljarða króna halla. Guðjón sagði að það væri ekki eins menn hafi ekki haft upplýsingarnar þegar af stað var farið. „Það er talað um níu milljarða gat árið 2020 en ég er hræddur um að myndin sé enn svartari. Við höfum heyrt tölur á borð við tólf, þrettán milljarða árið 2021. Þetta er skuggalegt gat sem náttúrulega er ekki sjálfbært.“ Hann hafi þó ákveðnar væntingar um það muni takast að loka gatinu. „En stærðin er slík að við erum að tala um að hér þyrfti sennilega að hækka útsvarshlutfall sveitarfélaga um eitt prósentustig og ef ríkið myndi koma á móti og lækka tekjuskattinn samsvarandi þá gætum við verið með frekar einfalda lausn á þessu en ég reikna nú frekar með að viðræður verði kannski aðeins flóknari.“ Í samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustunnar frá árinu 2010 var álagningarprósenta útsvars í lögum um tekjustofna sveitarfélaga hækkuð um 1,2%. Guðjón segir að ræða verði um hagræðingu í þessu samhengi þrátt fyrir biðlista eftir bæði búsetuúrræðum og greiningum. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands.Vísir/Sigurjón Foreldrar fatlaðra barna bugaðir og áhyggjufullir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands var einnig til viðtals hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi en hún hefur nýlokið fundaferð um landið þar sem fundað var með frambjóðendum um málefni fatlaðs fólks. „Það sem brann á fólki sem mætti þarna á fundi voru húsnæðismál, aðgengismál, atvinnumál, þjónusta og ferðaþjónusta.“ Þuríður sagði að rauði þráðurinn á þessum fundum hafi verið foreldrar fatlaðra barna, sem hefðu áhyggjur af stöðunni. Börnin fengju ekki nægilega þjónustu. „Ekki væri hugsað fyrir aðgengi í skólum, lítill stuðningur væri við fjölskylduna og mikil umönnunarskylda foreldra. Þeir voru bara dálítið bugaðir og höfðu áhyggjur af stöðu fatlaðra barna sinna og framtíð þeirra en líka af sjálfum sár. Fólk er nýkomið úr COVID og þessi hópur hefur þurft að vera mikið frá vinnu og vera heima með sínu langveika barni.“
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Félagsmál Tengdar fréttir Sveitarfélög vilja meiri peninga frá ríki Landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu öllu skora á ráðherra og alþingismenn að tryggja við fjárlagagerð næsta árs aukin framlög til málaflokka sem mikilvægir séu fyrir byggðaþróun til framtíðar. 11. nóvember 2015 07:00 Skerðing jöfnunarsjóðs eins og þruma úr heiðskíru lofti Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. 17. mars 2019 12:15 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Sveitarfélög vilja meiri peninga frá ríki Landshlutasamtök sveitarfélaga á landinu öllu skora á ráðherra og alþingismenn að tryggja við fjárlagagerð næsta árs aukin framlög til málaflokka sem mikilvægir séu fyrir byggðaþróun til framtíðar. 11. nóvember 2015 07:00
Skerðing jöfnunarsjóðs eins og þruma úr heiðskíru lofti Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. 17. mars 2019 12:15