Fleiri fréttir

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hátt í tvær milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimaland sitt á þeim tólf dögum sem liðið hafa frá því að Rússar réðust inn í landið og eru fólksflutningarnir þeir mestu frá seinni heimstyrjöldinni. Friðarviðræður Úkraínumanna og Rússa í dag skiluðu litlum árangri.

Safna fyrir fatlað fólk í Úkraínu

Þroskahjálp, Átak - félag fólks með þroskahömlun, TABÚ og Öryrkjabandalag Íslands hafa sett af stað söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Þau segja fatlað fólk sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og stöðu þess í Úkraínu grafalvarlega. 

Of­beldi, kúgun og lygar þrífast vel í ís­lenskum sér­trúar­söfnuðum

Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 

Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni.

Þyngja dóm yfir karlmanni sem ítrekað nauðgaði konu sinni

Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir manni, sem á síðasta ári var sakfelldur var fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi, úr fimm ára fangelsi í sjö. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða brotaþola, sem er fyrrverandi sambýliskona og barnsmóðir mannsins, fjórar milljónir í miskabætur.

Leit stendur enn yfir að Sigurði Kort

Leit að Sigurði Kort Hafsteinssyni, 65 ára gömlum karlmanni sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir 21. febrúar hefur ekki enn borið árangur.

Bolvíkingurinn Jakob Valgeir vill sameiningu við Ísafjörð

„Ég skil svo sem ekki af hverju menn sameinast ekki Ísafirði. Styrkja byggðarlögin. Vera bara með eitt sveitarfélag á norðanverðum Vestfjörðum,“ segir útgerðarmaðurinn og Bolvíkingurinn Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf., stærsta fyrirtækis Bolungarvíkur.

Berg­sveinn telur rektor hafa brugðist fræða­sam­fé­laginu

Bergsveinn Birgisson rithöfundur hefur sent frá sér yfirlýsingu sem snýr að máli hans er varða ásakanir á hendur Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra; að hann hafi fengið eitt og annað að láni við ritun Eyjunnar hans Ingólfs úr bók Bergsveins Leitinni að svarta víkingnum. Málið allt er nú strand.

Ellefu MR-ingar röðuðu sér í sautján efstu sætin

Ellefu nemendur við Menntaskólann í Reykjavík höfnuðu í efstu sautján sætunum í Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fram fór um helgina. Þrjátíu keppendur mættu til leiks og fór svo að Benedikt Vilji Magnússon úr MR sigraði með 52 stigum af 60 mögulegum.

Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina

Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð.

Adda Bára Sig­fús­dóttir er látin

Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur, fyrrverandi borgarfulltrúi og varaformaður Alþýðubandalagsins er látin, 95 ára að aldri. Hún lést að morgni 5. mars á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.

Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö

Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang.

Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann

Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar.

Bjarki prjónar og prjónar í Hveragerði

Prjónaskapur hefur bjargað Bjarka Jónassyni í eirðarleysi sínu í Hveragerði eftir að hann veiktist. Bjarki prjónar sokka, vettlinga, eyrnabönd og lopapeysur eins og engin sé morgundagurinn.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum verður fjallað ítarlega um stöðuna í Úkraínu, sem virðist versna dag frá degi. Rætt verður við formann Blaðamannafélagsins í beinni útsendingu nú þegar Rússar hafa lokað á aðgang almennings að vestrænum fjölmiðlum.

Mál­skots­beiðni með­höndlarans hafnað

Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum.

Brákarey í Borgarnesi fær nýtt skipulag

Brákarey í Borgarnesi mun fá nýtt líf með nýju skipulagi en nú er leitað af áhugasömum aðilum til samvinnu við Borgarbyggð um heildarskipulagningu og uppbyggingu eyjunnar. Brákarey er náttúruperla með sterka menningarlega skírskotun til Íslendingasagna og þykir því vel við hæfi að henni verði gert hátt undir höfði.

Tjáir sig ekki um meinta upp­sögn

Heimildir fréttastofu herma að Óskar Örn Ágústsson, fjármálastjóri Eflingar hafi sagt upp störfum. Óskar Örn neitar að tjá sig um málið.

Segir mikilvægt að ræða varnarstefnu Íslands

„Líklega þarf ekki nema áhöfn eins kafbáts eða einnar lúxussnekkju rússnesks auðjöfurs, sem lóna fyrir utan hafnir landsins öll sumur, til að taka yfir helstu stofnanir landsins,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur í færslu á Facebook.

Úkraína í brenni­depli

Úkraína er í brennidepli í Sprengisandi dagsins. Seðlabankastjóri fer yfir áhrif styrjaldarinnar á hagkerfið, sérfræðingar reyna að varpa ljósi á stöðuna sem versnar með degi hverjum. Í seinni hluta þáttar fara alþingismenn yfir áhrif stríðsins á utanríkistefnu Íslands.

Mikið um ölvun og tölu­verður erill í nótt

Skemmtanalífið er að taka við sér eftir að hafa legið í dvala meira og minna í tvö ár, því fylgir aukið álag á lögreglu. Um áttatíu mál voru skráð í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mjótt á munum í Garðabæ

Áslaug Hulda Jónsdóttir er efst í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ en búið er að telja um helming atkvæða. Tíu atkvæðum munar á efstu tveimur frambjóðendunum.

Rósa efst í Hafnarfirði

Rósa Guðbjartsdóttir mun áfram leiða Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor en prófkjör flokksins var haldið í dag.

Sjá næstu 50 fréttir