Fleiri fréttir

Fá ekki bætur vegna flugferðar sem seinkaði vegna farþega sem ældi blóði

Samgöngustofna hefur hafnað því að bandaríska flugfélagið United Airlines þurfi að greiða tveimur farþegum bætur fyrir seinkun á flugi félagsins frá Íslandi New York í Bandaríkjunum. Seinkunin varð vegna þess að snúa þurfti flugvél félagsins við á leið til Íslands eftir að farþegi ældi blóði skömmu eftir brottför.

Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar

Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland.

Ekki sammála um hvað Klopp hefði gert

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, eru ekki á einu máli um hvernig Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri enska knattspyrnufélagsins Liverpool, myndi bregðast við breyttum aðstæðum í kórónuveirufaldrinum, væri hann við stjórnvölinn.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Til skoðunar er að stytta einangrun niður í fimm daga að sögn heilbrigðisráðherra. Menntaskólanemar segja það til skammar fyrir stjórnvöld að hafa leyft heimsfaraldri að bitna svo illa á ungu fólki.

Blóð­birgðir komnar niður fyrir öryggis­mörk í Blóðbankanum

Síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir hjá Blóðbankanum og eru öryggisbirgðir blóðs nú undir viðmiðunarmörkum. Hlutfallslega færri konur gefa blóð hérlendis en í nágrannalöndunum og telur bankinn þar leynast mikilvægt sóknarfæri til framtíðar.

Vilja eins metra regluna burt

Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt.

Hellisheiði og Þrengsli opin fyrir umferð á ný

Búið er að opna Hellisheiði en Vegagerðin lokaði henni fyrr í dag vegna vonskuveðurs. Á annan tug bíla festu sig þar þegar veðrið var hvað verst. Björgunarsveitir voru kallaðar út en ökumenn náðu flestir sjálfir að losa bíla sína.

Tekur ekki undir með Sigríði en gætu þurft að aflétta hraðar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur ekki undir með flokkssystur sinni Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem telur að stjórvöld brjóti lög með því að aflétta ekki strax öllum takmörkunum.

Minnst ellefu bílar fastir á Hellisheiði

Minnst ellefu bílar eru fastir á Hellisheiði og minnst einn árekstur hefur orðið uppi á heiðinni. Aðstæður eru slæmar og hefur blindbylur gert björgunarstörf erfið.

Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög

Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við fyrrverandi dómsmálaráðherra sem heldur því fram að núverandi samkomutakmarkanir standist ekki lög.

Þóra Kristín býður sig fram til formennsku hjá SÁÁ

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku hjá SÁÁ. Hún segir eitraða karlmennsku í bland við aukna neyslu harðari efnu gera konur útsettar fyrir ofbeldi.

Konur og karlar í SÁÁ skora á Þóru Kristínu að gefa kost á sér

Tuttugu konur og tuttugu karlar í stjórn SÁÁ hafa sent frá sér áskorun til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur að gefa kost á sér sem næsti formaður samtakanna. Þóra Kristín starfar sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og Kára Stefánssonar forstjóra þar.

Fjórir handteknir vegna líkamsárásar og eldur slökktur í strætó

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í miðborginni í nótt og handtók alla fjóra sem voru í bílnum vegna gruns um líkamsárás. Þá er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu.

Þrír drengir fluttir á Landspítala eftir flugeldaslys

Þrír drengir voru fluttir með sjúkrabifreiðum á Landspítalann um klukkan 18 í gærkvöldi eftir að flugeldar sprungu í höndum þeirra. Voru þeir með áverka á höndum, í andliti, á augum og við eyrun.

Mennt­skælingar ó­sáttir með af­léttingar

Menntskælingar eru ekki sáttir með nýjar reglur um samkomutakmarkanir enda ómögulegt að halda böll. Aðeins fimmtíu mega koma saman á standandi viðburðum en fimm hundruð mega koma saman þegar setið er í sætum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þingmaður Samfylkingarinnar segir verðbólguna tilkomna vegna mistaka stjórnvalda í hagstjórn undanfarin áratug. Þingmaður Viðreisnar segir að stjórnvöld þurfi að horfa til sértækra skammtímaaðgerða fyrir þá hópa sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum. Við ræðum við þingmennina í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.

„Hve­nær hættir sjúk­dómur að vera hættu­legur?“

Ragnar Freyr Ingvarsson læknir segir stöðuna hér á landi hafa gjörbreyst síðan Omikron-afbrigði kórónuveirunnar greindist fyrst hér á landi fyrir tæpum tveimur mánuðum. Í pistli á Facebook spyr hann hvenær hægt verði að tala um veiruna sem ógn við almannaheill.

Sjá næstu 50 fréttir