Fá ekki bætur vegna flugferðar sem seinkaði vegna farþega sem ældi blóði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2022 22:49 Flugvél United Airlines á O'Hare flugvelli í Chicago. Scott Olson/Getty Images Samgöngustofna hefur hafnað því að bandaríska flugfélagið United Airlines þurfi að greiða tveimur farþegum bætur fyrir seinkun á flugi félagsins frá Íslandi New York í Bandaríkjunum. Seinkunin varð vegna þess að snúa þurfti flugvél félagsins við á leið til Íslands eftir að farþegi ældi blóði skömmu eftir brottför. Farþegarnir tveir áttu bókað far með United Airlines til New York frá Keflavíkurflugvelli þann 28. júlí síðastliðinn. Samkvæmt flugplani United Airlines var áætlað að flugvél sem var á leið frá Chicago í Bandaríkjunum til Íslands yrði notuð í flugið til New York frá Íslandi. Skömmu eftir flugtak frá Chicago þurfti hins vegar að snúa flugvélinni við vegna neyðarástands um borð, þar sem farþegi byrjaði skyndilega að æla blóði. Vélinni var lent í Chicago og var viðkomandi farþegi fluttur á sjúkrahús. Flugvél United Airlines á Keflavíkurflugvelli.Isavia Þetta varð hins vegar til þess að flugvélin komst ekki til Íslands umræddan dag, þar sem ekki náðist að manna flugvélina upp á nýtt fyrir Íslandsflug. Var flogið til Íslands daginn eftir. Þetta varð til þess að flug farþeganna sem kvörtuðu til New York frestaðist einnig um einn dag. Keðjuverkandi áhrif vegna óviðráðanlega aðstæðna ekki bótaskyld Á grundvelli Evrópureglna um greiðslu bóta vegna seinkunar á flugi kröfðu farþegarnir tveir United Airlines um staðlaðar bætur vegna málsins. Í svari United Airlines til Samgöngustofu kemur fram að flugfélagið hafði þegar endurgreitt farþegunum tveimur ónotaðan hluta flugmiðans, auk þess að það hafi greitt þeim fyrir uppihald og veitt þeim hundrað dollara inneignarnótu fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum. Í svari farþeganna tveggja kemur fram að þeir hafi áttað sig á því að umræddri vél hafi verið snúið við vegna neyðarástands en að þeir töldu sig engu að síður eiga rétt á bótum þar sem að þeir hafi ekki verið um borð í vélinni þegar neyðarástandið átti sér stað. Flugferð þeirra hafi verið seinkað þar sem ekki hafi tekist að manna flugvélina upp á nýtt. Í niðurstöðu Samgöngustofu í málinu segir að í raun sé deilt um það hvort umræddri flugferð hafi verið seinkað af óviðráðanlegum ástæðum eða ekki, en flugfélög eru ekki bótaskyld ef svo er. Er vísað til dóms Landsréttar frá árinu 2019 þar sem staðfest var að óviðráðanlegar aðstæður sem valda keðjuáhrif seinkana á síðari flug sömu vélar falli í flokk óviðráðanlega aðstæðna. Taldi Samgöngustofa ljóst að rekja mætti seinkun á flugi farþeganna tveggja til óviðráðanlega aðstæðna. Var bótakröfu farþeganna því hafnað. Fréttir af flugi Neytendur Samgöngur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Farþegarnir tveir áttu bókað far með United Airlines til New York frá Keflavíkurflugvelli þann 28. júlí síðastliðinn. Samkvæmt flugplani United Airlines var áætlað að flugvél sem var á leið frá Chicago í Bandaríkjunum til Íslands yrði notuð í flugið til New York frá Íslandi. Skömmu eftir flugtak frá Chicago þurfti hins vegar að snúa flugvélinni við vegna neyðarástands um borð, þar sem farþegi byrjaði skyndilega að æla blóði. Vélinni var lent í Chicago og var viðkomandi farþegi fluttur á sjúkrahús. Flugvél United Airlines á Keflavíkurflugvelli.Isavia Þetta varð hins vegar til þess að flugvélin komst ekki til Íslands umræddan dag, þar sem ekki náðist að manna flugvélina upp á nýtt fyrir Íslandsflug. Var flogið til Íslands daginn eftir. Þetta varð til þess að flug farþeganna sem kvörtuðu til New York frestaðist einnig um einn dag. Keðjuverkandi áhrif vegna óviðráðanlega aðstæðna ekki bótaskyld Á grundvelli Evrópureglna um greiðslu bóta vegna seinkunar á flugi kröfðu farþegarnir tveir United Airlines um staðlaðar bætur vegna málsins. Í svari United Airlines til Samgöngustofu kemur fram að flugfélagið hafði þegar endurgreitt farþegunum tveimur ónotaðan hluta flugmiðans, auk þess að það hafi greitt þeim fyrir uppihald og veitt þeim hundrað dollara inneignarnótu fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum. Í svari farþeganna tveggja kemur fram að þeir hafi áttað sig á því að umræddri vél hafi verið snúið við vegna neyðarástands en að þeir töldu sig engu að síður eiga rétt á bótum þar sem að þeir hafi ekki verið um borð í vélinni þegar neyðarástandið átti sér stað. Flugferð þeirra hafi verið seinkað þar sem ekki hafi tekist að manna flugvélina upp á nýtt. Í niðurstöðu Samgöngustofu í málinu segir að í raun sé deilt um það hvort umræddri flugferð hafi verið seinkað af óviðráðanlegum ástæðum eða ekki, en flugfélög eru ekki bótaskyld ef svo er. Er vísað til dóms Landsréttar frá árinu 2019 þar sem staðfest var að óviðráðanlegar aðstæður sem valda keðjuáhrif seinkana á síðari flug sömu vélar falli í flokk óviðráðanlega aðstæðna. Taldi Samgöngustofa ljóst að rekja mætti seinkun á flugi farþeganna tveggja til óviðráðanlega aðstæðna. Var bótakröfu farþeganna því hafnað.
Fréttir af flugi Neytendur Samgöngur Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira